Jákvæðir angar rafbíla Sævar Helgi Bragason skrifar 2. nóvember 2022 16:00 „Hvaða hávaði er þetta?“ hugsaði ég með mér þar sem ég sat og sötraði morgunkaffið. Glugginn var opinn og smám saman rann það upp fyrir mér. Þetta var díseltrukkur í lausagangi. Mengunarskýið barst inn á heimilið. Hávaðinn líka. Ég lokaði glugganum, leit út og sá að framrúða bílsins var hrímuð eftir hrollkalda októbernóttina. Sennilega nennti nágranninn ekki að skafa framrúðuna. Skil það vel. Líklega vildi hann setjast inn í hlýjan og notalegan trukkinn sinn. Það er líka ósköp skiljanlegt. Þótt ólöglegt sé að skilja bíl eftir í lausagangi þá lítum við framhjá því fyrir smávegis notalegheit. Nokkrum morgnum seinna neyddist ég til að nota bílinn minn. Hann er rafbíll. Í stað þess að arka út í kaldan morguninn sat ég í mestu makindum innandyra, tók upp snjallsímann og ræsti bílinn með appi. Vertu tuttugu gráðu heitur þegar ég kem út, takk. Sennilega urðu engin vör við neitt á meðan hrímið bráðnaði af rúðunum. Rafbíllinn gaf nefnilega hvorki frá sér heilsuspillandi loftmengun né hávaðamengun sem raskaði svefni nágrannanna. Loftið var pínulítið heilnæmara og drunurnar i bílasinfóníu hverfisins ögn lágværari. Þetta er agnarsmár en jákvæður angi á örlítið vistvænna samfélagi. Hljóðlátari samgöngutæki sem ganga ekki fyrir jarðefnaeldsneyti heldur hreinni, innlendri orku. Orku sem ég veit alltaf hvað kostar og er óháð sveiflum á alþjóðamarkaði eða duttlungum einræðisherra. En hvað um rafhlöðurnar? Í hvert sinn er ég held fyrirlestur eða tala um loftslagsmál og kem inn á rafbílavæðinguna er spurt, hvað með rafhlöðurnar? Eru þær ekki svo óumhverfisvænar? Um rafbíla grassera margar mýtur á samfélagsmiðlum, flestar kolrangar. Er nema von. Það mætti halda að einhver hafi hagsmuni af því að afvegaleiða og seinka aðgerðum. Árið 2021 sótti mannkynið 4,2 milljarða tonna af olíu og 8,2 milljarða tonna af kolum í iður jarðar. Með öðrum orðum sóttum við 40 þúsund sinnum meiri olíu og 74 þúsund sinnum meira af kolum en liþíumi, aðalhráefninu í rafhlöður fyrir tölvur, síma og bíla nútímans. Allt jarðefnaeldsneytið var brennt. Við brunann bættust 39 milljarðar tonna af gróðurhúsalofttegundinni koldíoxíði við andrúmsloftið. Liþíumið er og verður notað aftur og aftur. Rafbílavæðingin hefur marga kosti. Fyrir utan minni hávaða- og loftmengun eru rafbílar miklu orkunýtnari. Bensínbíll sóar um 80% af orkunni í eldsneytinu sem þú setur á hann. Ef þú tekur bensín fyrir 10 þúsund krónur fara einungis um 2000 kr í að knýja bílinn áfram. Restinni, 8000 krónum, er sóað í hita. Rafbíll nýtir hins vegar 85-90% orkunnar sem þú setur á bílinn. Þetta veldur því að rafbílar eru líka hreinni en bensínbílar þótt raforkan væri framleidd með kolum. Þökk sé endurnýjanlegum orkugjöfum á Íslandi er rafbíll margfalt vistvænni en bensín- eða díselbíll. Frá vöggu til grafar. Rafbílar og framleiðsla þeirra verður sem betur fer sífellt grænni með aukinni notkun á endurnýjanlegum orkugjöfum á heimsvísu og tækniframförum. Í dag krefst framleiðsla á rafhlöðu orku sem jafngildir um það bil 336 lítrum af bensíni. Endist rafbíll í áratug er sá orkukostnaður hverfandi lítil miðað við sparnaðinn sem hlýst af því að þurfa aldrei að knýja bílinn með bensíni. Til samanburðar notar fjölskylda á að giska 1000 til 1500 lítra af bensíni fyrir meðalakstur á ári. Ímyndaðu þér ef það eru tveir bílar eða fleiri á heimilinu. Rafhlöðurnar eiga sér framhaldslíf. Þær innihalda verðmæt frumefnum sem eyðast aldrei. Í dag eru gamlar rafbílarafhlöður nýttar á ýmsan hátt, til dæmis sem varaaflgjafar á íþróttaleikvöngum. Ég veit ekki til þess að hægt sé að brenna eða nýta bensín tvisvar. Og úrgangurinn er bara til vandræða. Helsti gallinn við rafbíla er að þeir eru bílar. Allir bílar taka pláss. Allir bílar spæna upp göturnar, sér í lagi á negldum dekkjum. Allir bílar eru auðlindafrekir. Allir bílar eru dýrir, bæði í heimilisbókhaldinu og fyrir samfélagið. Allir bílar eru óumhverfisvænir, eldsneytisbílar meira en rafbílar. Við ættum því að kappkosta við að fækka eknum kílómetrum eins og við getum. Þótt rafbílar séu ekki fullkomnir og verði aldrei, þá eru þeir samt svo miklu skárri en eldsneytisbílarnir sem þeir leysa af hólmi. Höfundur er jarðarbúi sem fæst við meðal annars við umhverfismál Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Sævar Helgi Bragason Vistvænir bílar Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Sjá meira
„Hvaða hávaði er þetta?“ hugsaði ég með mér þar sem ég sat og sötraði morgunkaffið. Glugginn var opinn og smám saman rann það upp fyrir mér. Þetta var díseltrukkur í lausagangi. Mengunarskýið barst inn á heimilið. Hávaðinn líka. Ég lokaði glugganum, leit út og sá að framrúða bílsins var hrímuð eftir hrollkalda októbernóttina. Sennilega nennti nágranninn ekki að skafa framrúðuna. Skil það vel. Líklega vildi hann setjast inn í hlýjan og notalegan trukkinn sinn. Það er líka ósköp skiljanlegt. Þótt ólöglegt sé að skilja bíl eftir í lausagangi þá lítum við framhjá því fyrir smávegis notalegheit. Nokkrum morgnum seinna neyddist ég til að nota bílinn minn. Hann er rafbíll. Í stað þess að arka út í kaldan morguninn sat ég í mestu makindum innandyra, tók upp snjallsímann og ræsti bílinn með appi. Vertu tuttugu gráðu heitur þegar ég kem út, takk. Sennilega urðu engin vör við neitt á meðan hrímið bráðnaði af rúðunum. Rafbíllinn gaf nefnilega hvorki frá sér heilsuspillandi loftmengun né hávaðamengun sem raskaði svefni nágrannanna. Loftið var pínulítið heilnæmara og drunurnar i bílasinfóníu hverfisins ögn lágværari. Þetta er agnarsmár en jákvæður angi á örlítið vistvænna samfélagi. Hljóðlátari samgöngutæki sem ganga ekki fyrir jarðefnaeldsneyti heldur hreinni, innlendri orku. Orku sem ég veit alltaf hvað kostar og er óháð sveiflum á alþjóðamarkaði eða duttlungum einræðisherra. En hvað um rafhlöðurnar? Í hvert sinn er ég held fyrirlestur eða tala um loftslagsmál og kem inn á rafbílavæðinguna er spurt, hvað með rafhlöðurnar? Eru þær ekki svo óumhverfisvænar? Um rafbíla grassera margar mýtur á samfélagsmiðlum, flestar kolrangar. Er nema von. Það mætti halda að einhver hafi hagsmuni af því að afvegaleiða og seinka aðgerðum. Árið 2021 sótti mannkynið 4,2 milljarða tonna af olíu og 8,2 milljarða tonna af kolum í iður jarðar. Með öðrum orðum sóttum við 40 þúsund sinnum meiri olíu og 74 þúsund sinnum meira af kolum en liþíumi, aðalhráefninu í rafhlöður fyrir tölvur, síma og bíla nútímans. Allt jarðefnaeldsneytið var brennt. Við brunann bættust 39 milljarðar tonna af gróðurhúsalofttegundinni koldíoxíði við andrúmsloftið. Liþíumið er og verður notað aftur og aftur. Rafbílavæðingin hefur marga kosti. Fyrir utan minni hávaða- og loftmengun eru rafbílar miklu orkunýtnari. Bensínbíll sóar um 80% af orkunni í eldsneytinu sem þú setur á hann. Ef þú tekur bensín fyrir 10 þúsund krónur fara einungis um 2000 kr í að knýja bílinn áfram. Restinni, 8000 krónum, er sóað í hita. Rafbíll nýtir hins vegar 85-90% orkunnar sem þú setur á bílinn. Þetta veldur því að rafbílar eru líka hreinni en bensínbílar þótt raforkan væri framleidd með kolum. Þökk sé endurnýjanlegum orkugjöfum á Íslandi er rafbíll margfalt vistvænni en bensín- eða díselbíll. Frá vöggu til grafar. Rafbílar og framleiðsla þeirra verður sem betur fer sífellt grænni með aukinni notkun á endurnýjanlegum orkugjöfum á heimsvísu og tækniframförum. Í dag krefst framleiðsla á rafhlöðu orku sem jafngildir um það bil 336 lítrum af bensíni. Endist rafbíll í áratug er sá orkukostnaður hverfandi lítil miðað við sparnaðinn sem hlýst af því að þurfa aldrei að knýja bílinn með bensíni. Til samanburðar notar fjölskylda á að giska 1000 til 1500 lítra af bensíni fyrir meðalakstur á ári. Ímyndaðu þér ef það eru tveir bílar eða fleiri á heimilinu. Rafhlöðurnar eiga sér framhaldslíf. Þær innihalda verðmæt frumefnum sem eyðast aldrei. Í dag eru gamlar rafbílarafhlöður nýttar á ýmsan hátt, til dæmis sem varaaflgjafar á íþróttaleikvöngum. Ég veit ekki til þess að hægt sé að brenna eða nýta bensín tvisvar. Og úrgangurinn er bara til vandræða. Helsti gallinn við rafbíla er að þeir eru bílar. Allir bílar taka pláss. Allir bílar spæna upp göturnar, sér í lagi á negldum dekkjum. Allir bílar eru auðlindafrekir. Allir bílar eru dýrir, bæði í heimilisbókhaldinu og fyrir samfélagið. Allir bílar eru óumhverfisvænir, eldsneytisbílar meira en rafbílar. Við ættum því að kappkosta við að fækka eknum kílómetrum eins og við getum. Þótt rafbílar séu ekki fullkomnir og verði aldrei, þá eru þeir samt svo miklu skárri en eldsneytisbílarnir sem þeir leysa af hólmi. Höfundur er jarðarbúi sem fæst við meðal annars við umhverfismál
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun