Gera eins og Eiríkur leggur til og bjóða starfsfólki upp á íslenskukennslu á vinnutíma Atli Ísleifsson skrifar 2. nóvember 2022 14:12 Fyrsta námskeiðið hófst í síðasta mánuði. Isavia Isavia og dótturfélög hafa ákveðið að bjóða starfsfólki, sem hefur annað tungumál en íslensku að móðurmáli, að sækja íslenskunámskeið í boði félagsins í vinnutíma. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia. Námskeiðið er haldið af félaginu í samvinnu við Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum. Segir að starfsfólk geti einnig bókað sig í íslenskunám utan vinnutíma í boði Isavia kjósi það svo. Staða íslenskrar tungu hefur mikið verið umræðunni síðustu misserin. Eiríkur Rögnvaldsson, professor emeritus í íslensku, er einn sem hefur blandað sér í umræðuna hefur lagt áherslu á að fyrirtæki og stofnanir leggi áherslu á að bjóða starfsfólki upp á íslenskukennslu á vinnutíma. „Þess vegna væri upplagt að verkalýðshreyfingin gerði þá kröfu í væntanlegum samningum að erlendu starfsfólki yrði gefinn kostur á vandaðri íslenskukennslu í vinnutíma,“ sagði Eiríkur í grein á Vísi. Í tilkynningunni frá Isavia segir að fyrsta námskeiðið hafi hafist þann 11. október síðastliðinn og standi í átta vikur. Í fyrsta námshópnum séu þrettán einstaklingar af fimm þjóðernum og komi úr mismunandi deildum innan Isavia samstæðunnar. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus, kenndi íslenska málfræði við Háskóla Íslands í meira en 30 ár.Vísir/Arnar Hugmyndin kviknaði fyrir nokkru síðan Haft er eftir Gerði Pétursdóttur, fræðslustjóra hjá Isavia, að hugmyndin af því að bjóða starfsfólki upp á íslenskunám í vinnutíma hafi kviknað fyrir allnokkru síðan og hafi verkefnið verið í þróun. „Það var svo snemma í haust að við náðum að hnýta alla enda og koma þessu af stað.“ Hún segir að Isavia leggi áherslu á að efla færni starfsfólks á ýmsum sviðum. Félagið vilji gefa öllu starfsfólki tækifæri til að vaxa í starfi og um leið auka veg íslenskunnar með þessum áþreifanlega hætti. „Okkur finnst mikilvægt að geta boðið upp á þessa nýjung fyrir okkar fólk. Við teljum okkur vita að þetta komi að góðu gagni fyrir okkar hóp og vonandi samfélagið í heild.“ Keflavíkurflugvöllur Vinnumarkaður Íslensk tunga Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia. Námskeiðið er haldið af félaginu í samvinnu við Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum. Segir að starfsfólk geti einnig bókað sig í íslenskunám utan vinnutíma í boði Isavia kjósi það svo. Staða íslenskrar tungu hefur mikið verið umræðunni síðustu misserin. Eiríkur Rögnvaldsson, professor emeritus í íslensku, er einn sem hefur blandað sér í umræðuna hefur lagt áherslu á að fyrirtæki og stofnanir leggi áherslu á að bjóða starfsfólki upp á íslenskukennslu á vinnutíma. „Þess vegna væri upplagt að verkalýðshreyfingin gerði þá kröfu í væntanlegum samningum að erlendu starfsfólki yrði gefinn kostur á vandaðri íslenskukennslu í vinnutíma,“ sagði Eiríkur í grein á Vísi. Í tilkynningunni frá Isavia segir að fyrsta námskeiðið hafi hafist þann 11. október síðastliðinn og standi í átta vikur. Í fyrsta námshópnum séu þrettán einstaklingar af fimm þjóðernum og komi úr mismunandi deildum innan Isavia samstæðunnar. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus, kenndi íslenska málfræði við Háskóla Íslands í meira en 30 ár.Vísir/Arnar Hugmyndin kviknaði fyrir nokkru síðan Haft er eftir Gerði Pétursdóttur, fræðslustjóra hjá Isavia, að hugmyndin af því að bjóða starfsfólki upp á íslenskunám í vinnutíma hafi kviknað fyrir allnokkru síðan og hafi verkefnið verið í þróun. „Það var svo snemma í haust að við náðum að hnýta alla enda og koma þessu af stað.“ Hún segir að Isavia leggi áherslu á að efla færni starfsfólks á ýmsum sviðum. Félagið vilji gefa öllu starfsfólki tækifæri til að vaxa í starfi og um leið auka veg íslenskunnar með þessum áþreifanlega hætti. „Okkur finnst mikilvægt að geta boðið upp á þessa nýjung fyrir okkar fólk. Við teljum okkur vita að þetta komi að góðu gagni fyrir okkar hóp og vonandi samfélagið í heild.“
Keflavíkurflugvöllur Vinnumarkaður Íslensk tunga Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira