Getur ekki upplýst um stöðu föður ríkislögreglustjóra í hryðjuverkarannsókn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. nóvember 2022 12:00 Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segist ekki geta upplýst um stöðu Guðjóns í rannsókninni. Vísir/Vilhelm Héraðssaksóknari segist ekki geta gefið upp hvaða stöðu faðir ríkislögreglustjóra hefur í rannsókn embættisins á meintri tilraun til hryðjuverka. Ríkislögreglustjóri þurfti að segja sig frá rannsókninni eftir að nafn föður hans var nefnt við skýrslutöku sakborninga. Fjallað var um það í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gær að sjálfvirkum og hálfsjálfvirkum byssu hafi fjölgað á Íslandi bæði á löglegum og svörtum markaði. Í þættinum var rætt við tvo byssusmiði sem fullyrtu að þeir hafi verið fengnir til að breyta ólöglegum byssum, sem keyptar hafi verið af Guðjóni Valdimarssyni, vopnasala og föður Sigríðar Bjarkar ríkislögreglustjóra, í lögleg skotvopn. Guðjón hefur lengi verið mikill skotvopnasafnari og selur jafnframt byssur og íhluti í þær. Hann hefur þá verið bendlaður við sölu á ólöglegu skotvopni í máli sem fór fyrir Landsrétt. Þar var karlmaður sakfelldur fyrir að eiga ólöglegan riffil sem hann sagði Guðjón hafa selt sér. Við snögga yfirferð yfir vefsíðu vopnasölu Guðjóns má sjá að hann er umsvifamikill í vopnasölu. Þar má bæði finna safngripi en einnig skammbyssur og riffla sem til þarf svokölluð B og D leyfi til að kaupa. Á sölulistanum má bæði finna hálfsjálfvirkar skammbyssur og minnst einn hálfsjálfvirkan riffil. Gerðu húsleit heima hjá Guðjóni Á blaðamannafundi í lok september var greint frá því að ríkislögreglustjóri hefði sagt sig frá rannsókn á hryðjuverkamálinu sem upp kom í haust vegna vanhæfis og málið fært á borð héraðssaksóknara. Í ljós kom að nafn föður Sigríðar Bjarkar hafði komið upp við skýrslutökur sakborninga hjá lögreglu og að daginn fyrir blaðamannafundinn hafi húsleit verið gerð heima hjá Guðjóni Varðandi þessi tengsl föður ríkislögreglustjóra, er hann til einhverrar rannsóknar hjá ykkur vegna þessara tengsla sem komu þarna upp? „Ég get eiginlega ekki sagt neitt til um það núna. Ég get ekki upplýst nákvæmlega hvernig hans vinkill er inni í málinu,“ segir Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari. Guðjón Valdimarsson, faðir ríkislögreglustjóra, vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa náði af honum tali í morgun. Þá hefur ekki náðst í lögregluna á höfuðborgarsvæðinu um hvort meint sala Guðjóns á ólöglegum vopnum verði tekin til rannsóknar. Skotvopn Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Lögreglan Tengdar fréttir Faðir ríkislögreglustjóra sagður hafa selt ólöglega hálfsjálfvirka riffla Guðjón Valdimarsson, faðir ríkislögreglustjóra, er sagður hafa smíðað og selt ólöglega hálfsjálfvirka riffla. Heimildarmenn segja að húsleit hafi verið gerð heima hjá honum nýverið í kjölfar rannsóknar á meintum hryðjuverkum. 1. nóvember 2022 20:10 Nafn föður ríkislögreglustjóra kom upp við skýrslutökur Sigríður Björk Guðjónsdóttir sagði sig frá rannsókn á hryðjuverkamálinu sem upp kom í síðustu viku vegna mögulegs vanhæfis. Samkvæmt heimildum fréttastofu var það vegna þess að nafn föður hennar kom upp við skýrslutökur sakborninga hjá lögreglu. 29. september 2022 17:51 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Fleiri fréttir Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Sjá meira
Fjallað var um það í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gær að sjálfvirkum og hálfsjálfvirkum byssu hafi fjölgað á Íslandi bæði á löglegum og svörtum markaði. Í þættinum var rætt við tvo byssusmiði sem fullyrtu að þeir hafi verið fengnir til að breyta ólöglegum byssum, sem keyptar hafi verið af Guðjóni Valdimarssyni, vopnasala og föður Sigríðar Bjarkar ríkislögreglustjóra, í lögleg skotvopn. Guðjón hefur lengi verið mikill skotvopnasafnari og selur jafnframt byssur og íhluti í þær. Hann hefur þá verið bendlaður við sölu á ólöglegu skotvopni í máli sem fór fyrir Landsrétt. Þar var karlmaður sakfelldur fyrir að eiga ólöglegan riffil sem hann sagði Guðjón hafa selt sér. Við snögga yfirferð yfir vefsíðu vopnasölu Guðjóns má sjá að hann er umsvifamikill í vopnasölu. Þar má bæði finna safngripi en einnig skammbyssur og riffla sem til þarf svokölluð B og D leyfi til að kaupa. Á sölulistanum má bæði finna hálfsjálfvirkar skammbyssur og minnst einn hálfsjálfvirkan riffil. Gerðu húsleit heima hjá Guðjóni Á blaðamannafundi í lok september var greint frá því að ríkislögreglustjóri hefði sagt sig frá rannsókn á hryðjuverkamálinu sem upp kom í haust vegna vanhæfis og málið fært á borð héraðssaksóknara. Í ljós kom að nafn föður Sigríðar Bjarkar hafði komið upp við skýrslutökur sakborninga hjá lögreglu og að daginn fyrir blaðamannafundinn hafi húsleit verið gerð heima hjá Guðjóni Varðandi þessi tengsl föður ríkislögreglustjóra, er hann til einhverrar rannsóknar hjá ykkur vegna þessara tengsla sem komu þarna upp? „Ég get eiginlega ekki sagt neitt til um það núna. Ég get ekki upplýst nákvæmlega hvernig hans vinkill er inni í málinu,“ segir Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari. Guðjón Valdimarsson, faðir ríkislögreglustjóra, vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa náði af honum tali í morgun. Þá hefur ekki náðst í lögregluna á höfuðborgarsvæðinu um hvort meint sala Guðjóns á ólöglegum vopnum verði tekin til rannsóknar.
Skotvopn Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Lögreglan Tengdar fréttir Faðir ríkislögreglustjóra sagður hafa selt ólöglega hálfsjálfvirka riffla Guðjón Valdimarsson, faðir ríkislögreglustjóra, er sagður hafa smíðað og selt ólöglega hálfsjálfvirka riffla. Heimildarmenn segja að húsleit hafi verið gerð heima hjá honum nýverið í kjölfar rannsóknar á meintum hryðjuverkum. 1. nóvember 2022 20:10 Nafn föður ríkislögreglustjóra kom upp við skýrslutökur Sigríður Björk Guðjónsdóttir sagði sig frá rannsókn á hryðjuverkamálinu sem upp kom í síðustu viku vegna mögulegs vanhæfis. Samkvæmt heimildum fréttastofu var það vegna þess að nafn föður hennar kom upp við skýrslutökur sakborninga hjá lögreglu. 29. september 2022 17:51 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Fleiri fréttir Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Sjá meira
Faðir ríkislögreglustjóra sagður hafa selt ólöglega hálfsjálfvirka riffla Guðjón Valdimarsson, faðir ríkislögreglustjóra, er sagður hafa smíðað og selt ólöglega hálfsjálfvirka riffla. Heimildarmenn segja að húsleit hafi verið gerð heima hjá honum nýverið í kjölfar rannsóknar á meintum hryðjuverkum. 1. nóvember 2022 20:10
Nafn föður ríkislögreglustjóra kom upp við skýrslutökur Sigríður Björk Guðjónsdóttir sagði sig frá rannsókn á hryðjuverkamálinu sem upp kom í síðustu viku vegna mögulegs vanhæfis. Samkvæmt heimildum fréttastofu var það vegna þess að nafn föður hennar kom upp við skýrslutökur sakborninga hjá lögreglu. 29. september 2022 17:51