„Þurftum að hafa fyrir hverju einasta marki“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. nóvember 2022 23:48 Snorri Steinn Guðjónsson var eðlilega sáttur eftir sigurinn gegn Benidorm. Vísir/Hulda Margrét Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var eðlilega ánægður með leik sinna manna eftir þriggja marka sigur liðsins gegn Benidorm í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld, 29-32. Valsmenn hafa nú unnið báða leiki sína í riðlakeppninni og eru með fullt hús stiga. „Ég er bara glaður. Þetta er hrikalega flottur sigur og þetta var erfitt,“ sagði Snorri Steinn eftir sigur Vals gegn Benidorm í kvöld. „Það er heitt og læti í höllinni þó það sé ekki uppselt og bara erfitt lið að eiga við. Það er óþægilegt þegar lið spila svona mikið sjö á sex og Alexander [Örn Júlíusson] fær rautt snemma og svo Oggi [Þorgils Jón Svölu Baldursson].“ „Þannig að við þurftum að grafa aðeins dýpra. En Bjöggi er náttúrulega geggjaður í markinu og kannski að sama skapi er markvarslan ekki eins góð hinumegin. En við þurftum að hafa fyrir hverju einasta marki.“ „Mér fannst við gera ágætlega í þessu sjö á sex dæmi. Auðvitað fengu þeir færi og leikurinn hefði verið allt öðruvísi ef Bjöggi hefði ekki varið svona svakalega. Mér fannst við svona nokkuð agaðir því það er auðvelt að detta í kannski 15-20 tæknifeila á móti svona aggresívri vörn og þeir eru þvílíkt góðir að koma á blindu hliðina þannig mér fannst við gera það vel.“ Leið vel á móti sjö á sex Eins og Snorri segir spiluðu heimamenn stóran hluta leiksins með sjö menn í sókn gegn sex varnarmönnum Vals. Þrátt fyrir að það hafi oft á tíðum gert Valsmönnum erfitt fyrir gaf það liðinu einnig nokkur auðveld mörk í autt markið. Snorri vill þó ekki leggja dóm á það hvort þetta hafi verið góð ákvörðun hjá heimaliðinu að halda áfram í sjö manna sóknarleik. „Ég ætla ekkert að dæma um það. Ég skal alveg viðurkenna það að sérstaklega eftir að Alexander fékk rautt þá leið mér alveg ágætlega með þá í sjö á sex og það sást alveg þegar þeir fóru í sex á sex að þeir eru gríðarlega sterkir maður á mann. Það er lítið eftir af leiknum og þeir héldu bara áfram að tæta okkur og það liggur við að höfum verið í meira brasi með það. Þannig ég veit ekki hvort þetta hefði þróast eitthvað með öðrum hætti, en það getur vel verið.“ Klippa: Snorri Steinn eftir sigurinn á Benidorm Ekki hans að hafa skoðun á klukkunni Það vakti athygli áhorfenda að leikklukkan í húsinu var nokkuð frumstæð og gat meðal annars ekki sýnt hversu mikið var eftir af brottvísunum leikmanna. Snorri segir það sérstakt að svo sé þegar komið er í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. „Það er mjög sérstakt. Sérstaklega miðað við undirbúninginn og stressið sem við fórum í gegnum.“ „Ég bjóst við þessu, ég skal alveg viðurkenna það. Og ég nefndi þetta við drengina á æfingu. Við sáum alveg í hvað stefndi þegar við æfðum hérna, en EHF [evrópska handknattleikssambandið] verður bara að taka á þessu. Það er í einhverju „protocol-i“ að ef þú ferð ekki eftir einhverjum reglum þá færðu sekt og eitthvað slíkt og við erum logandi hræddir við það því kostnaðurinn er orðinn nógu mikill,“ sagði Snorri og hló. „Þannig að við erum allavega búnir að koma hérna og sjá að umgjörðin heima er geggjuð. Við þurfum ekki að hafa áhyggjur af þessu meira.“ „Geng út frá því að við getum sett eitthvað áhorfendamet í Origo-höllinni“ Næsti leikur Vals í Evrópudeildinni er gegn þýska stórliðinu Flensburg þann 22. nóvember í Origo-höllinni. Landsliðsmaðurinn Teitur Örn Einarsson leikur með þýska liðinu og Snorri vill að sjálfsögðu sjá fulla höll. „Ég vill fá sneisafulla höll. Ég bara veit að hún verður það og það kæmi mér ekki á óvart ef miðasalan tæki aftur kipp. Hún tók náttúrulega kipp eftir Ungverjaleikinn þannig hún tekur væntanlega kipp aftur og ég geng út frá því að við getum sett eitthvað áhorfendamet í Origo-höllinni.“ „En það kemur smá pása í þessu núna og nú veðrur þetta smá kúnst. Nú þurfum við að setja fókusinn aðeins á deildina og gera það vel það verði skemmtilegra að spila á móti Flensburg,“ sagði Snorri að lokum. Handbolti Valur Tengdar fréttir Umfjöllun: Benidorm - Valur 29-32 | Valur með fullt hús Valur vann ótrúlegan sigur á Benidorm á Spáni 29-32. Valur var leiðandi allan leikinn og lenti aldrei undir. Staðan var jöfn í hálfleik 12-12. Valur komst mest fjórum mörkum yfir í seinni hálfleik en heimamenn komu til baka og voru lokamínúturnar afar spennandi. Arnór Snær Óskarsson gerði útslagið í brakinu þar sem hann gerði síðustu tvö mörk leiksins og Valur vann þriggja marka sigur 29-32. 1. nóvember 2022 21:57 Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Sjá meira
„Ég er bara glaður. Þetta er hrikalega flottur sigur og þetta var erfitt,“ sagði Snorri Steinn eftir sigur Vals gegn Benidorm í kvöld. „Það er heitt og læti í höllinni þó það sé ekki uppselt og bara erfitt lið að eiga við. Það er óþægilegt þegar lið spila svona mikið sjö á sex og Alexander [Örn Júlíusson] fær rautt snemma og svo Oggi [Þorgils Jón Svölu Baldursson].“ „Þannig að við þurftum að grafa aðeins dýpra. En Bjöggi er náttúrulega geggjaður í markinu og kannski að sama skapi er markvarslan ekki eins góð hinumegin. En við þurftum að hafa fyrir hverju einasta marki.“ „Mér fannst við gera ágætlega í þessu sjö á sex dæmi. Auðvitað fengu þeir færi og leikurinn hefði verið allt öðruvísi ef Bjöggi hefði ekki varið svona svakalega. Mér fannst við svona nokkuð agaðir því það er auðvelt að detta í kannski 15-20 tæknifeila á móti svona aggresívri vörn og þeir eru þvílíkt góðir að koma á blindu hliðina þannig mér fannst við gera það vel.“ Leið vel á móti sjö á sex Eins og Snorri segir spiluðu heimamenn stóran hluta leiksins með sjö menn í sókn gegn sex varnarmönnum Vals. Þrátt fyrir að það hafi oft á tíðum gert Valsmönnum erfitt fyrir gaf það liðinu einnig nokkur auðveld mörk í autt markið. Snorri vill þó ekki leggja dóm á það hvort þetta hafi verið góð ákvörðun hjá heimaliðinu að halda áfram í sjö manna sóknarleik. „Ég ætla ekkert að dæma um það. Ég skal alveg viðurkenna það að sérstaklega eftir að Alexander fékk rautt þá leið mér alveg ágætlega með þá í sjö á sex og það sást alveg þegar þeir fóru í sex á sex að þeir eru gríðarlega sterkir maður á mann. Það er lítið eftir af leiknum og þeir héldu bara áfram að tæta okkur og það liggur við að höfum verið í meira brasi með það. Þannig ég veit ekki hvort þetta hefði þróast eitthvað með öðrum hætti, en það getur vel verið.“ Klippa: Snorri Steinn eftir sigurinn á Benidorm Ekki hans að hafa skoðun á klukkunni Það vakti athygli áhorfenda að leikklukkan í húsinu var nokkuð frumstæð og gat meðal annars ekki sýnt hversu mikið var eftir af brottvísunum leikmanna. Snorri segir það sérstakt að svo sé þegar komið er í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. „Það er mjög sérstakt. Sérstaklega miðað við undirbúninginn og stressið sem við fórum í gegnum.“ „Ég bjóst við þessu, ég skal alveg viðurkenna það. Og ég nefndi þetta við drengina á æfingu. Við sáum alveg í hvað stefndi þegar við æfðum hérna, en EHF [evrópska handknattleikssambandið] verður bara að taka á þessu. Það er í einhverju „protocol-i“ að ef þú ferð ekki eftir einhverjum reglum þá færðu sekt og eitthvað slíkt og við erum logandi hræddir við það því kostnaðurinn er orðinn nógu mikill,“ sagði Snorri og hló. „Þannig að við erum allavega búnir að koma hérna og sjá að umgjörðin heima er geggjuð. Við þurfum ekki að hafa áhyggjur af þessu meira.“ „Geng út frá því að við getum sett eitthvað áhorfendamet í Origo-höllinni“ Næsti leikur Vals í Evrópudeildinni er gegn þýska stórliðinu Flensburg þann 22. nóvember í Origo-höllinni. Landsliðsmaðurinn Teitur Örn Einarsson leikur með þýska liðinu og Snorri vill að sjálfsögðu sjá fulla höll. „Ég vill fá sneisafulla höll. Ég bara veit að hún verður það og það kæmi mér ekki á óvart ef miðasalan tæki aftur kipp. Hún tók náttúrulega kipp eftir Ungverjaleikinn þannig hún tekur væntanlega kipp aftur og ég geng út frá því að við getum sett eitthvað áhorfendamet í Origo-höllinni.“ „En það kemur smá pása í þessu núna og nú veðrur þetta smá kúnst. Nú þurfum við að setja fókusinn aðeins á deildina og gera það vel það verði skemmtilegra að spila á móti Flensburg,“ sagði Snorri að lokum.
Handbolti Valur Tengdar fréttir Umfjöllun: Benidorm - Valur 29-32 | Valur með fullt hús Valur vann ótrúlegan sigur á Benidorm á Spáni 29-32. Valur var leiðandi allan leikinn og lenti aldrei undir. Staðan var jöfn í hálfleik 12-12. Valur komst mest fjórum mörkum yfir í seinni hálfleik en heimamenn komu til baka og voru lokamínúturnar afar spennandi. Arnór Snær Óskarsson gerði útslagið í brakinu þar sem hann gerði síðustu tvö mörk leiksins og Valur vann þriggja marka sigur 29-32. 1. nóvember 2022 21:57 Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Sjá meira
Umfjöllun: Benidorm - Valur 29-32 | Valur með fullt hús Valur vann ótrúlegan sigur á Benidorm á Spáni 29-32. Valur var leiðandi allan leikinn og lenti aldrei undir. Staðan var jöfn í hálfleik 12-12. Valur komst mest fjórum mörkum yfir í seinni hálfleik en heimamenn komu til baka og voru lokamínúturnar afar spennandi. Arnór Snær Óskarsson gerði útslagið í brakinu þar sem hann gerði síðustu tvö mörk leiksins og Valur vann þriggja marka sigur 29-32. 1. nóvember 2022 21:57
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn