Græðum sárin og sameinum flokkinn okkar Viggó Einar Hilmarsson skrifar 2. nóvember 2022 08:01 Sjálfstæðisflokkurinn hefur átt erfitt síðasta áratuginn. Því miður þá hefur flokkurinn okkar klofnað aftur og aftur, oftast af ástæðum sem líklegast hefði mátt koma í veg fyrir. Fyrsti stóri klofningurinn myndaðist þegar stór hluti flokksystkina okkar sáu sér ekki lengur fært að starfa innan flokksins, fannst ekki á þau hlustað, og stofnuðu Viðreisn. Viðbrögð flokksforystunnar voru einföld; farið hefur fé betra. Talað var um þennan klofning á þann hátt í Valhöll að um væri að ræða tímabundið ástand sem myndi lagast af sjálfu sér, þetta fólk myndi sko allt snúa aftur innan tíðar. Síðan þá eru liðin 6 ár og enn bólar ekkert á þessu fólki, sem situr enn sem fastast í sínum nýja flokki. Næsti klofningur myndaðist í kjölfar umræðu um þriðja orkupakkann. Aftur sá stór hluti flokksystkina okkar sér ekki fært að starfa lengur innan flokksins, fannst ekki á þau hlustað, yfirgáfu flokkinn og gengu ýmist í Miðflokkinn eða Fólk flokksins. Stefið frá Valhöll var hið sama; farið hefur fé betra – flokkurinn þyrfti ekki á þessu fólki að halda. Nýjasti klofningurinn myndaðist svo í kosningum síðasta haust og síðasta vor, en í þessum tvennum kosningum sáu aftur alltof mörg flokksystkin okkar sér ekki fært að kjósa flokkinn okkar, fannst ekki á þau hlustað, og kusu í staðinn Framsókn. Enn á ný voru viðbrögð Valhallar þau sömu; farið hefur fé betra – við „unnum varnarsigur“ og erum ennþá „stærst.“ Nú er staðan sú að flokkurinn okkar þolir ekki meiri klofning. Við sjáum það á fylgi flokksins, bæði í Alþingiskosningum og í sveitarstjórnakosningum. Meira að segja í lykilvígi flokksins í Garðabæ, hangir bæjarstjórnarmeirihlutinn á bláþræði. Staða flokksins er hreinlega sú, að við höfum ekki efni á að missa fleirri flokksystkin yfir í aðra flokka. Það er kominn tími til að færa flokkinn okkar saman á ný, færa fjölskylduna okkar saman á ný, þessu ófremdarástandi verður að ljúka núna. Guðlaugur Þór hefur byggt sinn stjórnmálaferill upp á því að eiga gott og stöðugt samtal við grasrótina. Sést þetta fyrst og fremst á málflutningi andstæðinga hans, sem kveinka sér í sífellu yfir því að Guðlaugur Þór sé í svo sterkum tengslum við hverfafélögin í Reykjavík sem og félög sjálfstæðismanna út um land allt. Staðreyndin er nefnilega sú að sjálfstæðisfélögin, hvort sem þau kallast almenn félög, hverfafélög, ungmennafélög, kvenfélög, málfundarfélög eða félög eldri sjálfstæðismanna, eru grasrót flokksins. Fólkið sem starfar í þessum félögum eru upp til hópa ekki kjörnir fulltrúar eða starfsmenn flokksins, heldur þvert á móti almennir flokksmenn sem vinna óeigingjarnt og launalaust starf í þeirri trú að flokkurinn okkar eigi að vera leiðandi afl í íslenskum stjórnmálum. Þetta fólk á skilið að á það sé hlustað, því sé sýndur skilningur, að áhyggjur þeirra séu teknar alvarlega, að hugmyndir þeirra séu ekki slegnar af borðinu, að það sé ekki skammað fyrir að hafa rangar skoðanir og að fundarsköp á landsfundi banni því ekki að fara upp í pontu til að tjá sig. Kjósum Guðlaug Þór sem nýjan formann Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins, sameinum flokkinn okkar á ný og gerum hann aftur að leiðandi afli í íslenskum stjórnmálum. Höfundur er Sjálfstæðismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn hefur átt erfitt síðasta áratuginn. Því miður þá hefur flokkurinn okkar klofnað aftur og aftur, oftast af ástæðum sem líklegast hefði mátt koma í veg fyrir. Fyrsti stóri klofningurinn myndaðist þegar stór hluti flokksystkina okkar sáu sér ekki lengur fært að starfa innan flokksins, fannst ekki á þau hlustað, og stofnuðu Viðreisn. Viðbrögð flokksforystunnar voru einföld; farið hefur fé betra. Talað var um þennan klofning á þann hátt í Valhöll að um væri að ræða tímabundið ástand sem myndi lagast af sjálfu sér, þetta fólk myndi sko allt snúa aftur innan tíðar. Síðan þá eru liðin 6 ár og enn bólar ekkert á þessu fólki, sem situr enn sem fastast í sínum nýja flokki. Næsti klofningur myndaðist í kjölfar umræðu um þriðja orkupakkann. Aftur sá stór hluti flokksystkina okkar sér ekki fært að starfa lengur innan flokksins, fannst ekki á þau hlustað, yfirgáfu flokkinn og gengu ýmist í Miðflokkinn eða Fólk flokksins. Stefið frá Valhöll var hið sama; farið hefur fé betra – flokkurinn þyrfti ekki á þessu fólki að halda. Nýjasti klofningurinn myndaðist svo í kosningum síðasta haust og síðasta vor, en í þessum tvennum kosningum sáu aftur alltof mörg flokksystkin okkar sér ekki fært að kjósa flokkinn okkar, fannst ekki á þau hlustað, og kusu í staðinn Framsókn. Enn á ný voru viðbrögð Valhallar þau sömu; farið hefur fé betra – við „unnum varnarsigur“ og erum ennþá „stærst.“ Nú er staðan sú að flokkurinn okkar þolir ekki meiri klofning. Við sjáum það á fylgi flokksins, bæði í Alþingiskosningum og í sveitarstjórnakosningum. Meira að segja í lykilvígi flokksins í Garðabæ, hangir bæjarstjórnarmeirihlutinn á bláþræði. Staða flokksins er hreinlega sú, að við höfum ekki efni á að missa fleirri flokksystkin yfir í aðra flokka. Það er kominn tími til að færa flokkinn okkar saman á ný, færa fjölskylduna okkar saman á ný, þessu ófremdarástandi verður að ljúka núna. Guðlaugur Þór hefur byggt sinn stjórnmálaferill upp á því að eiga gott og stöðugt samtal við grasrótina. Sést þetta fyrst og fremst á málflutningi andstæðinga hans, sem kveinka sér í sífellu yfir því að Guðlaugur Þór sé í svo sterkum tengslum við hverfafélögin í Reykjavík sem og félög sjálfstæðismanna út um land allt. Staðreyndin er nefnilega sú að sjálfstæðisfélögin, hvort sem þau kallast almenn félög, hverfafélög, ungmennafélög, kvenfélög, málfundarfélög eða félög eldri sjálfstæðismanna, eru grasrót flokksins. Fólkið sem starfar í þessum félögum eru upp til hópa ekki kjörnir fulltrúar eða starfsmenn flokksins, heldur þvert á móti almennir flokksmenn sem vinna óeigingjarnt og launalaust starf í þeirri trú að flokkurinn okkar eigi að vera leiðandi afl í íslenskum stjórnmálum. Þetta fólk á skilið að á það sé hlustað, því sé sýndur skilningur, að áhyggjur þeirra séu teknar alvarlega, að hugmyndir þeirra séu ekki slegnar af borðinu, að það sé ekki skammað fyrir að hafa rangar skoðanir og að fundarsköp á landsfundi banni því ekki að fara upp í pontu til að tjá sig. Kjósum Guðlaug Þór sem nýjan formann Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins, sameinum flokkinn okkar á ný og gerum hann aftur að leiðandi afli í íslenskum stjórnmálum. Höfundur er Sjálfstæðismaður.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun