Hægt á húsnæðisuppbyggingu til að verja seljendur lúxusíbúða í miðbænum Guðmundur Hrafn Arngrímsson skrifar 1. nóvember 2022 08:32 Í ársbyrjun 2019 kom út skýrsla átakshóp Þjóðhagsráðs um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu húsnæðismarkaði. Þar var máluð kolsvört mynd af stöðunni á húsnæðismarkaði, miklum húsnæðisskorti og lélegri framleiðni á íslenskum húsbyggingarmarkaði. Í niðurstöðum átakshópsins kom fram að óuppfyllt íbúðaþörf væri á milli 5-8.000 íbúðir. Átakshópurinn mat það einnig svo að sú uppbygging á húsnæðis sem þó var fyrir hendi hentaði ekki eigna- og tekjulágum einstaklingum. Í kjölfar þessara niðurstaðna og að tillögu átakshópsins kynnti ríkisstjórnin svo 40 aðgerðir sem koma áttu ástandi á húsnæðismarkaði í ásættanlegt horf. Í byrjun apríl sama ár tilkynntu stjórnvöld svo að auki stuðning við lífskjarasamning í 38 liðum. Allar þessar tillögur sem unnar voru í samstarfi stjórnvalda og hagsmunasamtaka, ásamt embættismönnum og sérfræðingum tóku mið af þeim áþreifanlegum húsnæðisskorti sem birtist hvað skýrast á höfuðborgarsvæðinu. Það þótti því skjóta skökku við að yfirvöld í Reykjavík undir stjórn núverandi borgarstjóra Dags B. Eggertssonar hafi ákveðið að draga úr húsnæðisuppbygginigu í borginni í kjölfarið. Það skyldu eflaust flestir ætla að viðbrögð við skorti á húsnæði þýddi áhersla á aukið framboð, en því var ekki að skipta hjá þáverandi meirihluta í borginni. Meirihlutinn í Reykjavík ákvað að hægja snarlega á húsnæðisuppbyggingu á ársbyrjun 2019 með þeim afleiðingum að íbúðum í Reykjavík fjölgaði aðeins um fimm hundruð fram til ársloka, eða einungis um fimmtíu prósent af þörfinni miðað við fólksfjölgun. Á árunum 2008 til 2014 voru fimm hundruð íbúðir fullkláraðar í Reykjavík, eða eitt einungis hundrað búðir á ári sem skildi eftir sig gríðarlegan skort. Frá 2014 og fram til ársloka 2018 voru tvö þúsund og fimm hundruð íbúðir fullkláraðar í borginni eða að meðaltali sex hundruð og fjörutíu hvert ár. Ástæðan sem gefin var fyrir þessum viðsnúningi hjá borgaryfirvöldum sem þýddi að ganga átti þvert á greiningar og áætlanir stjórnvalda var sú að tveir af viðskiptabönkunum ásamt byggingaraðilum og fasteignasölum töldu offramboð á dýru húsnæði í miðborginni vera að myndast. Til að bregðast við því töldu borgaryfirvöld best að draga úr almennri uppbyggingu þangað til að þessar íbúðir finndu kaupendur. Þetta hafði þau áhrif að húsnæðisverð hækkaði gífurlega og húsaleiga í kjölfarið. Húsnæðisstefna þáverandi meirihluta árið 2019 gekk því út á að verja fjárfesta og byggingaraðila sem stóðu að byggingu lúxusíbúða í miðbænum, á margumtöluðum þéttingareitum en láta almenning og ekki síst leigjendur borga fyrir það. Hækkun á húsaleigu í kjölfarið endaði svo að mestu leyti í vösum sömu fjárfesta, þeirra sem ríktu og ríkja enn yfir húsnæðisuppbyggingu í borginni. Meðalfermetraverð á leigumarkaði í Reykjavík hækkaði um hundrað og fimmtíu krónur á mánuði árið 2018. Árið 2019 varð hækkunin þrjú hundruð krónur, hækkun á húsaleigu jókst því um hundrað prósent á milli ára. Þessi umfram hækkun má rekja beint til ákvarðana borgaryfirvalda um að hægja á uppbyggingu húsnæðis og auka þrýsting á leigumarkaðnum í kjölfarið. Aukakostnaður leigjenda í Reykjavík vegna þessa varð 2.1 milljarður fyrir árið 2019 eða 144.000 kr fyrir hverja meðal-íbúð á leigumarkaðnum. Á leigumarkaði í Reykjavík eru um það bil fjórtán þúsund íbúðir og meðalstærð þeirra er 80 fermetrar. Það gera tæplega 1.2 milljón fermetra sem margfaldast með þeirri umframhækkun sem varð árið 2019. Niðurstaðan er ljós, með ákvörðun sinni um að verja fjárfesta á lúxusíbúðamarkaðnum sköðuðu borgaryfirvöld velferð og framfærslu þúsunda fjölskyldna í Reykjavík. Það var sem sagt offramboð á lúxusíbúðum í miðbænum árið 2019 sem notuð var sem átylla fyrir að hægja á uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í borginni með áðurnefndum afleiðingum. Þessi afstaða kom berlega í ljós fyrir síðustu sveitastjórnarkosningar þegar að fulltrúar meirihlutans báru ítrekað við offramboði á húsnæðismarkaði þegar þau voru spurð um ástæðuna fyrir því að dregið var úr uppbyggingu árið 2019. Enn í dag bólar ekkert á yfirsjón þeirri sem ætla mætti að kæmi í kjölfar þess heimatilbúna ástands sem ýkti neyð láglaunafólks í borginni. Hingað til hefur núverandi borgarstjóri þvertekið fyrir að Reykjavíkurborg komi sér sjálf fyrir á húsbyggingamarkaði og auki framboð, né hefur hann léð máls á því að leigjendur fái leiðréttingu vegna ákvarðana hans, þeir sem borga hvað hæst fyrir þessa þjónkun við fjárfesta. Höfundur er formaður Samtaka leigjenda á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leigumarkaður Húsnæðismál Reykjavík Borgarstjórn Guðmundur Hrafn Arngrímsson Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Í ársbyrjun 2019 kom út skýrsla átakshóp Þjóðhagsráðs um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu húsnæðismarkaði. Þar var máluð kolsvört mynd af stöðunni á húsnæðismarkaði, miklum húsnæðisskorti og lélegri framleiðni á íslenskum húsbyggingarmarkaði. Í niðurstöðum átakshópsins kom fram að óuppfyllt íbúðaþörf væri á milli 5-8.000 íbúðir. Átakshópurinn mat það einnig svo að sú uppbygging á húsnæðis sem þó var fyrir hendi hentaði ekki eigna- og tekjulágum einstaklingum. Í kjölfar þessara niðurstaðna og að tillögu átakshópsins kynnti ríkisstjórnin svo 40 aðgerðir sem koma áttu ástandi á húsnæðismarkaði í ásættanlegt horf. Í byrjun apríl sama ár tilkynntu stjórnvöld svo að auki stuðning við lífskjarasamning í 38 liðum. Allar þessar tillögur sem unnar voru í samstarfi stjórnvalda og hagsmunasamtaka, ásamt embættismönnum og sérfræðingum tóku mið af þeim áþreifanlegum húsnæðisskorti sem birtist hvað skýrast á höfuðborgarsvæðinu. Það þótti því skjóta skökku við að yfirvöld í Reykjavík undir stjórn núverandi borgarstjóra Dags B. Eggertssonar hafi ákveðið að draga úr húsnæðisuppbygginigu í borginni í kjölfarið. Það skyldu eflaust flestir ætla að viðbrögð við skorti á húsnæði þýddi áhersla á aukið framboð, en því var ekki að skipta hjá þáverandi meirihluta í borginni. Meirihlutinn í Reykjavík ákvað að hægja snarlega á húsnæðisuppbyggingu á ársbyrjun 2019 með þeim afleiðingum að íbúðum í Reykjavík fjölgaði aðeins um fimm hundruð fram til ársloka, eða einungis um fimmtíu prósent af þörfinni miðað við fólksfjölgun. Á árunum 2008 til 2014 voru fimm hundruð íbúðir fullkláraðar í Reykjavík, eða eitt einungis hundrað búðir á ári sem skildi eftir sig gríðarlegan skort. Frá 2014 og fram til ársloka 2018 voru tvö þúsund og fimm hundruð íbúðir fullkláraðar í borginni eða að meðaltali sex hundruð og fjörutíu hvert ár. Ástæðan sem gefin var fyrir þessum viðsnúningi hjá borgaryfirvöldum sem þýddi að ganga átti þvert á greiningar og áætlanir stjórnvalda var sú að tveir af viðskiptabönkunum ásamt byggingaraðilum og fasteignasölum töldu offramboð á dýru húsnæði í miðborginni vera að myndast. Til að bregðast við því töldu borgaryfirvöld best að draga úr almennri uppbyggingu þangað til að þessar íbúðir finndu kaupendur. Þetta hafði þau áhrif að húsnæðisverð hækkaði gífurlega og húsaleiga í kjölfarið. Húsnæðisstefna þáverandi meirihluta árið 2019 gekk því út á að verja fjárfesta og byggingaraðila sem stóðu að byggingu lúxusíbúða í miðbænum, á margumtöluðum þéttingareitum en láta almenning og ekki síst leigjendur borga fyrir það. Hækkun á húsaleigu í kjölfarið endaði svo að mestu leyti í vösum sömu fjárfesta, þeirra sem ríktu og ríkja enn yfir húsnæðisuppbyggingu í borginni. Meðalfermetraverð á leigumarkaði í Reykjavík hækkaði um hundrað og fimmtíu krónur á mánuði árið 2018. Árið 2019 varð hækkunin þrjú hundruð krónur, hækkun á húsaleigu jókst því um hundrað prósent á milli ára. Þessi umfram hækkun má rekja beint til ákvarðana borgaryfirvalda um að hægja á uppbyggingu húsnæðis og auka þrýsting á leigumarkaðnum í kjölfarið. Aukakostnaður leigjenda í Reykjavík vegna þessa varð 2.1 milljarður fyrir árið 2019 eða 144.000 kr fyrir hverja meðal-íbúð á leigumarkaðnum. Á leigumarkaði í Reykjavík eru um það bil fjórtán þúsund íbúðir og meðalstærð þeirra er 80 fermetrar. Það gera tæplega 1.2 milljón fermetra sem margfaldast með þeirri umframhækkun sem varð árið 2019. Niðurstaðan er ljós, með ákvörðun sinni um að verja fjárfesta á lúxusíbúðamarkaðnum sköðuðu borgaryfirvöld velferð og framfærslu þúsunda fjölskyldna í Reykjavík. Það var sem sagt offramboð á lúxusíbúðum í miðbænum árið 2019 sem notuð var sem átylla fyrir að hægja á uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í borginni með áðurnefndum afleiðingum. Þessi afstaða kom berlega í ljós fyrir síðustu sveitastjórnarkosningar þegar að fulltrúar meirihlutans báru ítrekað við offramboði á húsnæðismarkaði þegar þau voru spurð um ástæðuna fyrir því að dregið var úr uppbyggingu árið 2019. Enn í dag bólar ekkert á yfirsjón þeirri sem ætla mætti að kæmi í kjölfar þess heimatilbúna ástands sem ýkti neyð láglaunafólks í borginni. Hingað til hefur núverandi borgarstjóri þvertekið fyrir að Reykjavíkurborg komi sér sjálf fyrir á húsbyggingamarkaði og auki framboð, né hefur hann léð máls á því að leigjendur fái leiðréttingu vegna ákvarðana hans, þeir sem borga hvað hæst fyrir þessa þjónkun við fjárfesta. Höfundur er formaður Samtaka leigjenda á Íslandi.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun