Þegar Samfylkingin missti kjarkinn Erlingur Sigvaldason skrifar 1. nóvember 2022 09:30 Áhugi fólks á því að hefja aðildarviðræður að nýju við Evrópusambandið hefur sjaldan verið jafn mikil og núna. Það er könnun eftir könnun sem sýnir að meirihluti Íslendinga vill sækja um aðild til þess að vita hvað það hefur í för með sér. Það er því furðulegt að á landsfundi Samfylkingarinnar um helgina kvað við nýjan tón í flokknum. Aðild Íslands að Evrópusambandinu er ekki lengur á dagskrá hjá flokknum og þar með fækkaði valkostum evrópusinna í kjörklefanum. Samfylkingin var hugrökk á sínum tíma og þorði að taka af skarið í þessu máli og koma aðild Íslands að ESB í umræðuna. Það er því miður að flokkurinn hafi týnt kjarkinum og vilji núna fela þetta stefnumál á blaðsíðu 62 af 64 í stefnu sinni. Í stefnuræðu sinni sagðist Kristrún að ekki væri hægt að þylja upp gömlu rökin heldur að hefja þyrfti að nýju rannsókn á kostum og göllum aðildar. Þar hefur Kristrún alveg rétt fyrir sér að umræðan þarf að vera lifandi og ekki byggð á gögnum sem eru áratuga gömul, en það sem Kristrún ávarpar ekki í ræðu sinni er það hvernig Samfylkingin ætlar að byrja þetta nýja samtal. Samfylkingin virðist því sópa þessu mikilvæga máli til hliðar. Viðreisn er því núna orðinn eini flokkurinn eftir sem setur aðild Íslands að ESB í forgang, enda er um að ræða eitt stærsta hagsmunamál þjóðarinnar. Sérstaklega varðar það hagsmuni ungs fólks að tryggja okkur aðgang að öllum þeim tækifærum sem aðild hefur uppá að bjóða. Þótt Evrópusambandið sé engin töfralausn fyrir Ísland þá er það mikilvægt skref í átt að því að byggja betra samfélag. Baráttan fyrir aðild vinnst ekki á því að sleppa því að taka umræðuna heldur vinnst hún á því að flokkar með mismunandi hugmyndafræði taki höndum saman og tali fyrir henni af sannfæringu og rökfestu. Við í Viðreisn höldum umræðunni ótrauð áfram með von um að Samfylkingin fari að taka samtalið, sem þeim greinilega hefur vantað, um kostina sem því fylgja að Ísland gangi í Evrópusambandið. Höfundur er forseti Uppreisnar - Ungliðahreyfingar Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Samfylkingin Evrópusambandið Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Áhugi fólks á því að hefja aðildarviðræður að nýju við Evrópusambandið hefur sjaldan verið jafn mikil og núna. Það er könnun eftir könnun sem sýnir að meirihluti Íslendinga vill sækja um aðild til þess að vita hvað það hefur í för með sér. Það er því furðulegt að á landsfundi Samfylkingarinnar um helgina kvað við nýjan tón í flokknum. Aðild Íslands að Evrópusambandinu er ekki lengur á dagskrá hjá flokknum og þar með fækkaði valkostum evrópusinna í kjörklefanum. Samfylkingin var hugrökk á sínum tíma og þorði að taka af skarið í þessu máli og koma aðild Íslands að ESB í umræðuna. Það er því miður að flokkurinn hafi týnt kjarkinum og vilji núna fela þetta stefnumál á blaðsíðu 62 af 64 í stefnu sinni. Í stefnuræðu sinni sagðist Kristrún að ekki væri hægt að þylja upp gömlu rökin heldur að hefja þyrfti að nýju rannsókn á kostum og göllum aðildar. Þar hefur Kristrún alveg rétt fyrir sér að umræðan þarf að vera lifandi og ekki byggð á gögnum sem eru áratuga gömul, en það sem Kristrún ávarpar ekki í ræðu sinni er það hvernig Samfylkingin ætlar að byrja þetta nýja samtal. Samfylkingin virðist því sópa þessu mikilvæga máli til hliðar. Viðreisn er því núna orðinn eini flokkurinn eftir sem setur aðild Íslands að ESB í forgang, enda er um að ræða eitt stærsta hagsmunamál þjóðarinnar. Sérstaklega varðar það hagsmuni ungs fólks að tryggja okkur aðgang að öllum þeim tækifærum sem aðild hefur uppá að bjóða. Þótt Evrópusambandið sé engin töfralausn fyrir Ísland þá er það mikilvægt skref í átt að því að byggja betra samfélag. Baráttan fyrir aðild vinnst ekki á því að sleppa því að taka umræðuna heldur vinnst hún á því að flokkar með mismunandi hugmyndafræði taki höndum saman og tali fyrir henni af sannfæringu og rökfestu. Við í Viðreisn höldum umræðunni ótrauð áfram með von um að Samfylkingin fari að taka samtalið, sem þeim greinilega hefur vantað, um kostina sem því fylgja að Ísland gangi í Evrópusambandið. Höfundur er forseti Uppreisnar - Ungliðahreyfingar Viðreisnar.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar