Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson skrifar 31. október 2022 07:01 Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst nk. föstudag í Laugardalshöll. Ég býð mig fram í embætti ritara flokksins. Í því skyni að fylgja framboðinu eftir hef ég á undanförnum vikum ferðast víða um landið. Á þessum ferðalögum hef ég notið þeirra forréttinda að kynnast öflugu fólki sem með óeigingjörnu framlagi hefur stuðlað að vexti og viðgangi sjálfstæðisstefnunnar. Umræðuefnin á fundunum hafa m.a. varðað hagnýt viðfangsefni, svo sem eins og hvernig hægt sé að renna styrkari fjárhagslegum stoðum undir starfsemi einstakra flokksfélaga, hvort taka skuli upp rafrænar atkvæðagreiðslur í prófkjörum og með hvaða hætti flokksskrifstofan í Reykjavík geti sem best þjónustað félög flokksins á landsbyggðinni. Hagnýt viðfangsefni í stjórnmálum er eitt, gildi og framtíðarsýn er annað. Mitt framboð lýtur ekki síst að því síðarnefnda, að Sjálfstæðisflokkurinn standi fyrir ákveðin gildi sem allir í stuðningssveit flokksins geta samsamað sig við. En hver eru þessi gildi? Verum stolt af sjálfstæðisstefnunni Sjálfstæðisstefnan byggir á tveim meginþáttum. Í fyrsta lagi að frelsi einstaklingsins, til orðs og æðis, sé tryggt með sem bestum hætti. Í öðru lagi að stuðlað sé að jöfnum tækifærum fyrir alla. Nátengt síðarnefnda atriðinu er sú grunnforsenda sjálfstæðisstefnunnar að við saman, stétt með stétt, sköpum farsælt samfélag. Frá stofnun lýðveldisins árið 1944 hefur sjálfstæðisstefnan haft töluverð áhrif á þróun samfélagsins enda hefur Sjálfstæðisflokkurinn lengst allra stjórnmálaflokka verið í ríkisstjórn. Og hver er útkoman af því? Samkvæmt öllum mælikvörðum er Ísland í fremstu röð ríkja heims, hér er t.d. mesta jafnrétti kynjanna, árið 2021 var Ísland í fjórða sæti yfir hamingjusömustu þjóð í heimi, árið 2022 var Ísland í tíunda sæti á alþjóðlegum lista Yale-háskóla (e. EPI) yfir þau ríki sem hafa náð mestum árangri í umhverfismálum og um langt árabil hefur Ísland verið á meðal ríkustu þjóða heims. Þrátt fyrir þennan árangur virðist volæði vinstri-sinnaðrar orðræðu taka afar mikið pláss í fjölmiðlum sem og eftir atvikum í skólakerfinu. Af ýmsum ástæðum er það orðin eðlileg orðræða að tala niður til stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins. Þessi gegndarlausi áróður hefur haft áhrif á sjálfstraust þeirra sem styðja flokkinn. Þessu þarf að breyta og það gerist ekki nema að innra starf flokksins vaxi ásmeginn. Grundvallaratriði í þeim efnum er að stórefla upplýsingamiðlun flokksins. Ekki síst þarf að bæta samskipti forystu flokksins við grasrótina. Það er sannfæring mín að með því að valdefla grasrót Sjálfstæðisflokksins tekst okkar að innleiða menningu innan flokksins þar sem stolt flokksmanna af sjálfstæðisstefnunni sé í lykilhlutverki. Slík breyting væri til þess fallin að slá vopnin úr höndum andstæðinga flokksins. Hugrekki er allt sem þarf Stuðningsfólk Sjálfstæðisflokksins þarf að finna að andi umhyggju stafi frá forystusveit flokksins og flokksskrifstofu. Hugrekki er einnig lífsnauðsynlegt. Það þarf nefnilega sterk bein að styðja við bakið á Sjálfstæðisflokknum og standa fyrir ábyrgri stjórnmálastefnu sem skilar árangri fyrir alla til lengri tíma litið. Höfundur er frambjóðandi til embættis ritara Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Helgi Áss Grétarsson Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst nk. föstudag í Laugardalshöll. Ég býð mig fram í embætti ritara flokksins. Í því skyni að fylgja framboðinu eftir hef ég á undanförnum vikum ferðast víða um landið. Á þessum ferðalögum hef ég notið þeirra forréttinda að kynnast öflugu fólki sem með óeigingjörnu framlagi hefur stuðlað að vexti og viðgangi sjálfstæðisstefnunnar. Umræðuefnin á fundunum hafa m.a. varðað hagnýt viðfangsefni, svo sem eins og hvernig hægt sé að renna styrkari fjárhagslegum stoðum undir starfsemi einstakra flokksfélaga, hvort taka skuli upp rafrænar atkvæðagreiðslur í prófkjörum og með hvaða hætti flokksskrifstofan í Reykjavík geti sem best þjónustað félög flokksins á landsbyggðinni. Hagnýt viðfangsefni í stjórnmálum er eitt, gildi og framtíðarsýn er annað. Mitt framboð lýtur ekki síst að því síðarnefnda, að Sjálfstæðisflokkurinn standi fyrir ákveðin gildi sem allir í stuðningssveit flokksins geta samsamað sig við. En hver eru þessi gildi? Verum stolt af sjálfstæðisstefnunni Sjálfstæðisstefnan byggir á tveim meginþáttum. Í fyrsta lagi að frelsi einstaklingsins, til orðs og æðis, sé tryggt með sem bestum hætti. Í öðru lagi að stuðlað sé að jöfnum tækifærum fyrir alla. Nátengt síðarnefnda atriðinu er sú grunnforsenda sjálfstæðisstefnunnar að við saman, stétt með stétt, sköpum farsælt samfélag. Frá stofnun lýðveldisins árið 1944 hefur sjálfstæðisstefnan haft töluverð áhrif á þróun samfélagsins enda hefur Sjálfstæðisflokkurinn lengst allra stjórnmálaflokka verið í ríkisstjórn. Og hver er útkoman af því? Samkvæmt öllum mælikvörðum er Ísland í fremstu röð ríkja heims, hér er t.d. mesta jafnrétti kynjanna, árið 2021 var Ísland í fjórða sæti yfir hamingjusömustu þjóð í heimi, árið 2022 var Ísland í tíunda sæti á alþjóðlegum lista Yale-háskóla (e. EPI) yfir þau ríki sem hafa náð mestum árangri í umhverfismálum og um langt árabil hefur Ísland verið á meðal ríkustu þjóða heims. Þrátt fyrir þennan árangur virðist volæði vinstri-sinnaðrar orðræðu taka afar mikið pláss í fjölmiðlum sem og eftir atvikum í skólakerfinu. Af ýmsum ástæðum er það orðin eðlileg orðræða að tala niður til stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins. Þessi gegndarlausi áróður hefur haft áhrif á sjálfstraust þeirra sem styðja flokkinn. Þessu þarf að breyta og það gerist ekki nema að innra starf flokksins vaxi ásmeginn. Grundvallaratriði í þeim efnum er að stórefla upplýsingamiðlun flokksins. Ekki síst þarf að bæta samskipti forystu flokksins við grasrótina. Það er sannfæring mín að með því að valdefla grasrót Sjálfstæðisflokksins tekst okkar að innleiða menningu innan flokksins þar sem stolt flokksmanna af sjálfstæðisstefnunni sé í lykilhlutverki. Slík breyting væri til þess fallin að slá vopnin úr höndum andstæðinga flokksins. Hugrekki er allt sem þarf Stuðningsfólk Sjálfstæðisflokksins þarf að finna að andi umhyggju stafi frá forystusveit flokksins og flokksskrifstofu. Hugrekki er einnig lífsnauðsynlegt. Það þarf nefnilega sterk bein að styðja við bakið á Sjálfstæðisflokknum og standa fyrir ábyrgri stjórnmálastefnu sem skilar árangri fyrir alla til lengri tíma litið. Höfundur er frambjóðandi til embættis ritara Sjálfstæðisflokksins.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun