Setur Viðreisn í vanda Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 31. október 2022 09:00 Með breyttri nálgun Samfylkingarinnar gagnvart Evrópusambandinu, þar sem ekki verður lengur litið á inngöngu í sambandið sem forgangsmál, er ljóst að möguleikar flokksins á þátttöku í ríkisstjórnarsamstarfi hafa aukizt verulega hvort sem horft er til hægri eða vinstri. Hins vegar er ljóst að staða Viðreisnar, hins flokksins í íslenzkum stjórnmálum sem hlynntur er inngöngu í sambandið, er á sama tíma orðin þrengri en áður. Kristrún Frostadóttir, nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar, sagði í stefnuræðu sinni á landsfundi flokksins um helgina að innganga í Evrópusambandið yrði ekki sett fram sem forgangsmál af hálfu hans nema að undangengnu víðtæku samtali og uppfærðri rannsókn á kostum og göllum hennar. Innganga væri alls engin töfralausn. Þess í stað yrði lögð áherzla á þau mál sem sameinaði vinstrimenn í stað þess sem sundraði þeim. Hins vegar má segja að þessi breytta nálgun Samfylkingarinnar feli í sér tilraun til ákveðinnar endurræsingar. Með stofnun flokksins í lok síðustu aldar var hugmyndin að sameina vinstrimenn í einum flokki. Samfylking vinstrimanna er aldargamalt hugtak í þeim efnum. Lögð var einmitt áhersla á það sem sameinaði fólk á vinstrivængnum en umdeild mál, eins og innganga í Evrópusambandið, voru lögð til hliðar. Pólitíski ómöguleikinn er víða Forveri Kristrúnar, Logi Már Einarsson, gaf í raun tóninn í kjölfar þingkosninganna haustið 2017 þegar hann lýsti því yfir fáeinum dögum eftir kjördag að Samfylkingin myndi ekki setja skref í átt að inngöngu í sambandið að skilyrði fyrir þátttöku í ríkisstjórn. Skömmu síðar gerði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, slíkt hið sama. Væntanlega hafa þau gert sér grein fyrir pólitíska ómöguleikanum í þeim efnum. Klofin ríkisstjórn í afstöðu sinni til inngöngu í Evrópusambandið, og hvað þá ríkisstjórn alfarið andvíg inngöngu eins og núverandi stjórn, getur ekki beinlínis talizt ávísun á árangur í þeim efnum. Það reyndist ekki sérlega vel fyrir umsókn Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs 2009 enda stjórnarflokkarnir ekki samstíga í málinu. Meira að segja fulltrúar sambandsins sjálfs lýstu áhyggjum í þeim efnum. Vinstristjórnin þurfti þannig atkvæði frá stjórnarandstöðunni til þess að samþykkja þingsályktunartillögu um umsóknina um inngöngu í Evrópusambandið naumlega. Endalausar deilur geisuðu í kjölfarið um málið og leiddu meðal annars til þess að ráðherrar gerðu ítrekað fyrirvara við lokun einstakra kafla umsóknarferlisins, nokkrir þingmenn yfirgáfu þingflokk VG og að lokum til þess að umsóknin endaði uppi á skeri. Hefur ekki skilað sér í auknu fylgi Með útspili sínu setur Samfylkingarinnar Viðreisn í verulegan vanda. Viðreisn er nú eini stjórnmálaflokkurinn sem leggur áherslu á inngöngu í Evrópusambandið. Hins vegar hefur áhersla á inngöngu í sambandið ekki haft tilhneigingu til þess að skila flokkum fylgisaukningu. Nú síðast lagði Viðreisn aukna áherslu á málið í kjölfar innrásar rússneska hersins í Úkraínu en það hefur ekki skilað flokknum auknu fylgi. Minni líkur verða nú á því en áður að mynduð verði ríkisstjórn sem setji inngöngu í Evrópusambandið á dagskrá. Á sama tíma og útspil Samfylkingarinnar mun að öllum líkindum auðvelda flokknum að mynda ríkisstjórn með í raun öllum öðrum flokkum en Viðreisn mun Viðreisn ljóslega útiloka sig frá stjórnarsamstarfi ef sá flokkur setur það sem skilyrði í þeim efnum að tekin verði skref í átt að inngöngu í sambandið. Viðreisn situr þannig uppi með áherzlu á stefnumál sem hefur ekki skilað auknu fylgi. Ákall eftir þjóðaratkvæði, um það að setja málið á dagskrá, er ljóslega fyrst og fremst tilraun til þess að komast framhjá fylgisleysi þess í þingkosningum en flokkarnir tveir fengu minna fylgi í síðustu kosningum en Sjálfstæðisflokkurinn einn. Kristrún hefur áður réttilega vakið máls á því að ekki sé þingmeirihluti fyrir málinu á Alþingi. Stefna Samfylkingarinnar óbreytt Mikilvægt er að hafa í huga að grundvallarmunur er á Samfylkingunni á Viðreisn í þessu sambandi. Viðreisn var þannig beinlínis stofnuð í kringum það stefnumál að ganga í Evrópusambandið. Öll önnur stefnumál flokksins taka í raun mið af því. Þá annað hvort sem liður í undirbúningi fyrir inngöngu í sambandið eða að þau standi ekki í vegi fyrir henni. Samfylkingin var hins vegar aldrei stofnuð í kringum þann málstað. Hins vegar er full ástæða til þess að setja eðlilegan fyrirvara við breytta nálgun Samfylkingarinnar. Stefna flokksins er eftir sem áður innganga í Evrópusambandið. Miðað við stefnuræðu Kristrúnar er markmiðið, með því leggja ekki áherzlu á málið, fyrst og fremst að auka fylgi Samfylkingarinnar og nýta fylgisaukninguna meðal annars í þágu inngöngu í sambandið „þegar tækifærið gefst“ eins og hún orðaði það. Fyrir vikið er óvíst að breytt nálgun Samfylkingarinnar dugi til þess að sannfæra kjósendur á vinstrivængnum, sem andvígir eru inngöngu í Evrópusambandið, um það að óhætt sé að kjósa flokkinn og að atkvæði þeirra verði ekki notuð til þess að taka skref í átt að inngöngu í sambandið líkt og gerðist í tilfelli VG eftir þingkosningarnar 2009. Á meðan stefnan er óbreytt er að öllum líkindum ekki hægt að treysta á það. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Viðreisn Evrópusambandið Mest lesið Samráðsbörn, kílómetragjald og yfirvofandi brengluð verðvitund við dæluna Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Köngulóarvefur kerfisins Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Trump 2.0 Ameríka og ný heimsskipan Jun Þór Morikawa Skoðun Framtíð óperunnar á Íslandi Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hvað á að verja með íslensku vopnavaldi sem Íslendingar nenna ekki verja með lögum? Arnar Þór Jónsson Skoðun Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Rétti tíminn er núna! Kjósum Björn! Valur Brynjar Antonsson Skoðun Bréf til síungra sósíalista um land allt Oddný Eir Ævarsdóttir Skoðun Samorka – Sterk samtök í 30 ár Finnur Beck Skoðun Tökum höndum saman og kveðum niður þennan mannskæða faraldur! Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leyfum loganum að lifa í Grindavík Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvað á að verja með íslensku vopnavaldi sem Íslendingar nenna ekki verja með lögum? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Trump 2.0 Ameríka og ný heimsskipan Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Framtíð óperunnar á Íslandi Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Köngulóarvefur kerfisins Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Samorka – Sterk samtök í 30 ár Finnur Beck skrifar Skoðun Samráðsbörn, kílómetragjald og yfirvofandi brengluð verðvitund við dæluna Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Rétti tíminn er núna! Kjósum Björn! Valur Brynjar Antonsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur félagsráðgjafar Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Lýðræði, gagnsæi og valddreifing í Sósíalistaflokknum Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tökum höndum saman og kveðum niður þennan mannskæða faraldur! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forystukrísa Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði á sér margar kostulegar birtingarmyndir! Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Utanríkis- og varnarmál Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Samkeppni er lykillinn að arðsemi fyrirtækja Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Bréf til síungra sósíalista um land allt Oddný Eir Ævarsdóttir skrifar Skoðun Hamas; orsök eða afleiðing? Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Foreldrar – tæmið öskubakkana og setjið börnin í bílstóla Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög og brothættar byggðir – leið til sjálfbærrar þróunar Ásdís Helga Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að rjúfa vopnahlé – 300 myrt á svipstundu Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir,Yousef Tamimi skrifar Skoðun A Strong International University Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Þrjú lykilskref í átt að betri háskóla. Ingibjörg Gunnarsdóttir mun stíga þau Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kirsuberjatínsla félagsmálaráðherra Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Hreint vatn frá Heiðmörk til framtíðar Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna skipta raddir ungmenna af erlendum uppruna máli? Guðrún Elsa Tryggvadóttir skrifar Skoðun Skrautfjöðurin jafnlaunavottun Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fjármál og akademískt frelsi Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára rektor Háskóla Íslands Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Við kjósum Silju Báru í dag! Agla Elín Davíðsdóttir,Ari Borg Helgason,Hekla Sól Hafsteinsdóttir,Margrét Bo Wan Waage Reynisdóttir,Nína Kristín Gunnarsdóttir,Ragnheiður Dóra H. Jónsdóttir skrifar Skoðun Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Gervigreind í skólastarfi – hvað getum við lært af Eistlandi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Sjá meira
Með breyttri nálgun Samfylkingarinnar gagnvart Evrópusambandinu, þar sem ekki verður lengur litið á inngöngu í sambandið sem forgangsmál, er ljóst að möguleikar flokksins á þátttöku í ríkisstjórnarsamstarfi hafa aukizt verulega hvort sem horft er til hægri eða vinstri. Hins vegar er ljóst að staða Viðreisnar, hins flokksins í íslenzkum stjórnmálum sem hlynntur er inngöngu í sambandið, er á sama tíma orðin þrengri en áður. Kristrún Frostadóttir, nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar, sagði í stefnuræðu sinni á landsfundi flokksins um helgina að innganga í Evrópusambandið yrði ekki sett fram sem forgangsmál af hálfu hans nema að undangengnu víðtæku samtali og uppfærðri rannsókn á kostum og göllum hennar. Innganga væri alls engin töfralausn. Þess í stað yrði lögð áherzla á þau mál sem sameinaði vinstrimenn í stað þess sem sundraði þeim. Hins vegar má segja að þessi breytta nálgun Samfylkingarinnar feli í sér tilraun til ákveðinnar endurræsingar. Með stofnun flokksins í lok síðustu aldar var hugmyndin að sameina vinstrimenn í einum flokki. Samfylking vinstrimanna er aldargamalt hugtak í þeim efnum. Lögð var einmitt áhersla á það sem sameinaði fólk á vinstrivængnum en umdeild mál, eins og innganga í Evrópusambandið, voru lögð til hliðar. Pólitíski ómöguleikinn er víða Forveri Kristrúnar, Logi Már Einarsson, gaf í raun tóninn í kjölfar þingkosninganna haustið 2017 þegar hann lýsti því yfir fáeinum dögum eftir kjördag að Samfylkingin myndi ekki setja skref í átt að inngöngu í sambandið að skilyrði fyrir þátttöku í ríkisstjórn. Skömmu síðar gerði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, slíkt hið sama. Væntanlega hafa þau gert sér grein fyrir pólitíska ómöguleikanum í þeim efnum. Klofin ríkisstjórn í afstöðu sinni til inngöngu í Evrópusambandið, og hvað þá ríkisstjórn alfarið andvíg inngöngu eins og núverandi stjórn, getur ekki beinlínis talizt ávísun á árangur í þeim efnum. Það reyndist ekki sérlega vel fyrir umsókn Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs 2009 enda stjórnarflokkarnir ekki samstíga í málinu. Meira að segja fulltrúar sambandsins sjálfs lýstu áhyggjum í þeim efnum. Vinstristjórnin þurfti þannig atkvæði frá stjórnarandstöðunni til þess að samþykkja þingsályktunartillögu um umsóknina um inngöngu í Evrópusambandið naumlega. Endalausar deilur geisuðu í kjölfarið um málið og leiddu meðal annars til þess að ráðherrar gerðu ítrekað fyrirvara við lokun einstakra kafla umsóknarferlisins, nokkrir þingmenn yfirgáfu þingflokk VG og að lokum til þess að umsóknin endaði uppi á skeri. Hefur ekki skilað sér í auknu fylgi Með útspili sínu setur Samfylkingarinnar Viðreisn í verulegan vanda. Viðreisn er nú eini stjórnmálaflokkurinn sem leggur áherslu á inngöngu í Evrópusambandið. Hins vegar hefur áhersla á inngöngu í sambandið ekki haft tilhneigingu til þess að skila flokkum fylgisaukningu. Nú síðast lagði Viðreisn aukna áherslu á málið í kjölfar innrásar rússneska hersins í Úkraínu en það hefur ekki skilað flokknum auknu fylgi. Minni líkur verða nú á því en áður að mynduð verði ríkisstjórn sem setji inngöngu í Evrópusambandið á dagskrá. Á sama tíma og útspil Samfylkingarinnar mun að öllum líkindum auðvelda flokknum að mynda ríkisstjórn með í raun öllum öðrum flokkum en Viðreisn mun Viðreisn ljóslega útiloka sig frá stjórnarsamstarfi ef sá flokkur setur það sem skilyrði í þeim efnum að tekin verði skref í átt að inngöngu í sambandið. Viðreisn situr þannig uppi með áherzlu á stefnumál sem hefur ekki skilað auknu fylgi. Ákall eftir þjóðaratkvæði, um það að setja málið á dagskrá, er ljóslega fyrst og fremst tilraun til þess að komast framhjá fylgisleysi þess í þingkosningum en flokkarnir tveir fengu minna fylgi í síðustu kosningum en Sjálfstæðisflokkurinn einn. Kristrún hefur áður réttilega vakið máls á því að ekki sé þingmeirihluti fyrir málinu á Alþingi. Stefna Samfylkingarinnar óbreytt Mikilvægt er að hafa í huga að grundvallarmunur er á Samfylkingunni á Viðreisn í þessu sambandi. Viðreisn var þannig beinlínis stofnuð í kringum það stefnumál að ganga í Evrópusambandið. Öll önnur stefnumál flokksins taka í raun mið af því. Þá annað hvort sem liður í undirbúningi fyrir inngöngu í sambandið eða að þau standi ekki í vegi fyrir henni. Samfylkingin var hins vegar aldrei stofnuð í kringum þann málstað. Hins vegar er full ástæða til þess að setja eðlilegan fyrirvara við breytta nálgun Samfylkingarinnar. Stefna flokksins er eftir sem áður innganga í Evrópusambandið. Miðað við stefnuræðu Kristrúnar er markmiðið, með því leggja ekki áherzlu á málið, fyrst og fremst að auka fylgi Samfylkingarinnar og nýta fylgisaukninguna meðal annars í þágu inngöngu í sambandið „þegar tækifærið gefst“ eins og hún orðaði það. Fyrir vikið er óvíst að breytt nálgun Samfylkingarinnar dugi til þess að sannfæra kjósendur á vinstrivængnum, sem andvígir eru inngöngu í Evrópusambandið, um það að óhætt sé að kjósa flokkinn og að atkvæði þeirra verði ekki notuð til þess að taka skref í átt að inngöngu í sambandið líkt og gerðist í tilfelli VG eftir þingkosningarnar 2009. Á meðan stefnan er óbreytt er að öllum líkindum ekki hægt að treysta á það. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Samráðsbörn, kílómetragjald og yfirvofandi brengluð verðvitund við dæluna Arnar Þór Ingólfsson Skoðun
Hvað á að verja með íslensku vopnavaldi sem Íslendingar nenna ekki verja með lögum? Arnar Þór Jónsson Skoðun
Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Hvað á að verja með íslensku vopnavaldi sem Íslendingar nenna ekki verja með lögum? Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Samráðsbörn, kílómetragjald og yfirvofandi brengluð verðvitund við dæluna Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Tökum höndum saman og kveðum niður þennan mannskæða faraldur! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Forystukrísa Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði á sér margar kostulegar birtingarmyndir! Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Foreldrar – tæmið öskubakkana og setjið börnin í bílstóla Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar
Skoðun Samvinnufélög og brothættar byggðir – leið til sjálfbærrar þróunar Ásdís Helga Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Að rjúfa vopnahlé – 300 myrt á svipstundu Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir,Yousef Tamimi skrifar
Skoðun Þrjú lykilskref í átt að betri háskóla. Ingibjörg Gunnarsdóttir mun stíga þau Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta raddir ungmenna af erlendum uppruna máli? Guðrún Elsa Tryggvadóttir skrifar
Skoðun Við kjósum Silju Báru í dag! Agla Elín Davíðsdóttir,Ari Borg Helgason,Hekla Sól Hafsteinsdóttir,Margrét Bo Wan Waage Reynisdóttir,Nína Kristín Gunnarsdóttir,Ragnheiður Dóra H. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Gervigreind í skólastarfi – hvað getum við lært af Eistlandi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar
Samráðsbörn, kílómetragjald og yfirvofandi brengluð verðvitund við dæluna Arnar Þór Ingólfsson Skoðun
Hvað á að verja með íslensku vopnavaldi sem Íslendingar nenna ekki verja með lögum? Arnar Þór Jónsson Skoðun
Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson Skoðun