„Við erum ólíkir menn“ Árni Sæberg skrifar 30. október 2022 16:27 Guðlaugur Þór Þórsson ætlar sér að verða næsti formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Ívar F Guðlaugur Þór Þórðarson ákvað í gærmorgun að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins. Hann tilkynnti mótherja sínum í formannsslagnum, Bjarna Benediktssyni, ákvörðun sína í morgun en gefur ekkert upp um það hvað fór þeim á milli áður en hann tilkynnti ákvörðun sína opinberlega. Guðlaugur Þór tilkynnti ákvörðun sína fyrir troðfullum fundarsal í Valhöll í dag. Guðlaugur þór hóf ræðu sína á því að segja að enginn stjórnmálamaður ætti betri vini og stuðningsmenn en hann. Þá sagði hann fólkið í salnum vita hvernig staðan í Sjálfstæðisflokknum væri. Flokkurinn væri lengi búinn að vera að vinna varnarsigra og nú þyrfti að snúa vörn í sókn. Í samtali við fréttastofu að lokinni ræðu sagði Guðlaugur Þór að hann hefði ekki tekið ákvörðun fyrr en í gærmorgun. Það hafi hann gert eftir að hafa fundið fyrir miklum vilja innan flokksins fyrir breytingum. „Þegar maður heyrir þennan tón frá Sjálfstæðismönnum um allt land, að við verðum að gera betur, þá hlustar maður eftir því,“ sagði Guðlaugur Þór. Hann segir fundinn í dag vera staðfestingu á því að mjög margir séu þeirrar skoðunar að tími sé kominn á breytingar í forystu Sjálfstæðisflokksins. Stuðningsmenn Guðlaugs Þórs fögnuðu innilega þegar hann tilkynnti framboð sitt.Vísir/Berghildur Hefur ekki hugsað um ráðherrakapal Guðlaugur Þór segir vangaveltur um fyrirséðan ráðherrakapal innan ríkisstjórnarinnar ekki hafa haft áhrif á ákvörðun hans um að gefa kost á sér í formannsembættið. Þá hafi hann ekki hugleitt það enn hvernig breytingar hann myndi gera á ráðherraskipan verði hann kosinn formaður. Bjarni Benediktsson, sitjandi formaður, sagði í morgun að hann myndi hætta í pólitík tapi hann gegn Guðlaugi Þór á landsfundi næstu helgi. „Því er ljóst að skipa mun þurfa í fjármálaráðherrastól fari svo að Guðlaugur Þór fari með sigur af hólmi. „Það er allt of snemmt að spá í nokkurn hlut og í fyrsta lagi eigum við eftir að kjósa. Það eru landsfundarfulltrúar sem taka ákvörðun og svo þurfum við að virða þá niðurstöðu,“ segir Guðlaugur Þór. „Við erum ólíkir menn“ Haft hefur verið eftir Bjarna Benediktssyni að lítill munur sé á stefnumálum þeirra Guðlaugs Þórs. „Það er nú ekki alveg sanngjarnt. Auðvitað eigum við margt sameiginlegt en við erum ólíkir menn og með ólíka nálgun. En ég ætla ekkert að rekja það nákvæmlega,“ segir Guðlaugur Þór. Fréttamaður okkar spurði Guðlaug Þór Þórðarson spjörunum úr að lokinni ræðu hans þar sem hann tilkynnti framboð sitt til embættis formanns Sjálfstæðisflokksins. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan: Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Fleiri fréttir Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Sjá meira
Guðlaugur Þór tilkynnti ákvörðun sína fyrir troðfullum fundarsal í Valhöll í dag. Guðlaugur þór hóf ræðu sína á því að segja að enginn stjórnmálamaður ætti betri vini og stuðningsmenn en hann. Þá sagði hann fólkið í salnum vita hvernig staðan í Sjálfstæðisflokknum væri. Flokkurinn væri lengi búinn að vera að vinna varnarsigra og nú þyrfti að snúa vörn í sókn. Í samtali við fréttastofu að lokinni ræðu sagði Guðlaugur Þór að hann hefði ekki tekið ákvörðun fyrr en í gærmorgun. Það hafi hann gert eftir að hafa fundið fyrir miklum vilja innan flokksins fyrir breytingum. „Þegar maður heyrir þennan tón frá Sjálfstæðismönnum um allt land, að við verðum að gera betur, þá hlustar maður eftir því,“ sagði Guðlaugur Þór. Hann segir fundinn í dag vera staðfestingu á því að mjög margir séu þeirrar skoðunar að tími sé kominn á breytingar í forystu Sjálfstæðisflokksins. Stuðningsmenn Guðlaugs Þórs fögnuðu innilega þegar hann tilkynnti framboð sitt.Vísir/Berghildur Hefur ekki hugsað um ráðherrakapal Guðlaugur Þór segir vangaveltur um fyrirséðan ráðherrakapal innan ríkisstjórnarinnar ekki hafa haft áhrif á ákvörðun hans um að gefa kost á sér í formannsembættið. Þá hafi hann ekki hugleitt það enn hvernig breytingar hann myndi gera á ráðherraskipan verði hann kosinn formaður. Bjarni Benediktsson, sitjandi formaður, sagði í morgun að hann myndi hætta í pólitík tapi hann gegn Guðlaugi Þór á landsfundi næstu helgi. „Því er ljóst að skipa mun þurfa í fjármálaráðherrastól fari svo að Guðlaugur Þór fari með sigur af hólmi. „Það er allt of snemmt að spá í nokkurn hlut og í fyrsta lagi eigum við eftir að kjósa. Það eru landsfundarfulltrúar sem taka ákvörðun og svo þurfum við að virða þá niðurstöðu,“ segir Guðlaugur Þór. „Við erum ólíkir menn“ Haft hefur verið eftir Bjarna Benediktssyni að lítill munur sé á stefnumálum þeirra Guðlaugs Þórs. „Það er nú ekki alveg sanngjarnt. Auðvitað eigum við margt sameiginlegt en við erum ólíkir menn og með ólíka nálgun. En ég ætla ekkert að rekja það nákvæmlega,“ segir Guðlaugur Þór. Fréttamaður okkar spurði Guðlaug Þór Þórðarson spjörunum úr að lokinni ræðu hans þar sem hann tilkynnti framboð sitt til embættis formanns Sjálfstæðisflokksins. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan:
Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Fleiri fréttir Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Sjá meira