Umhverfissinnar uggandi yfir áhrifum Shein Árni Sæberg skrifar 29. október 2022 17:35 Tinna Hallgrímsdóttir, formaður Ungra umhverfissinna. Vísir/Einar Fatasmásölurisinn Shein hefur rutt sér rúms á íslenskum markaði. Föt fyrirtækisins hafa mælst eitruð og umhverfisfótspor þeirra er gríðarlegt. Ungir umhverfissinnar hafa áhyggjur af stöðunni og markaðstorg fyrir notaðar flíkur hefur tekið vörur fyrirtækisins úr umferð. Kínverska fatafyrirtækið Shein er orðinn stærsti smásali fatnaðar á netinu í heiminum og verðmætara en H&M og Zara samanlagt. Þetta kemur fram í umfjöllun Kjarnans þar sem rætt er við Jönu Maren Óskarsdóttur, annan eigenda Hringekjunnar, sem bannaði nýverið sölu vara Shein í verslunum sínum. Þar er haft eftir Jönu Maren að Sorpa hafi ákveðið að flokka fatnað fyrirtækisins sem eitraðan úrgang. Í samtali við fréttastofu segir upplýsingafulltrúi Sorpu þó að það sé byggt á misskilningi. View this post on Instagram A post shared by Hringekjan (@hringekjanverslun) Það breytir því þó ekki að fatnaður Shein er í í mörgum tilvikum sannanlega eitraður. Í honum hefur meðal annars fundist blý, PFAS, þalöt og önnur eiturefni. Hraðtískan hættuleg mönnum og umhverfi Shein hefur sérhæft sig í svokallaðri hraðtísku sem talin er talinn einn mest mengandi iðnaður heimsins. Tinna Hallgrímsdóttir, forseti ungra umhverfissinna, segir umhverfissinna hafa miklar áhyggjur af auknum viðskiptum Íslendinga við fyrirtæki á borð við Shein. Fyrirtækið er nú með um átta prósent markaðshlutdeild í netverslun með fatnað hér á landi. „Það að fólk sé í síauknum mæli að kaupa sér föt frá þessum hraðtískurisum, þá annað hvort í gegnum netið eða í búðum, er gríðarlega varhugaverð þróun og það eru aðrir kostir í boði, sem eru auðvitað mun sjálfbærari. En við verðum líka að gera okkur grein fyrir því að þetta er ákveðið stéttavandamál líka. Það hafa ekki öll efni á því að kaupa sér dýr föt þó að oft sé það ódýrara til lengri tíma litið, það er hægt að kaupa vandaðri flíkur og eiga þær til lengri tíma,“ segir Tinna í samtali við Vísi. Hún segir hraðtískufyrirtækin gagngert stíla inn á það að fólk sem minna hefur á milli handanna falli í þá gildru að kaupa mikið af ódýrum en lélegum fötum. Þá segist hún hafa haldið að það væri liðin tíð að fólk færi í utanlandsferðir að kaupa mikið magn hraðtískufatnaðar eða keypti sér mikið magn fatnaðar og skilaði honum strax í endurvinnslu. Mikill falinn kostnaður Tinna segir að þrátt fyrir að fatnaður fyrirtækja á borð við Shein sé ekki dýr í krónum talið sé gríðarlegur falinn kostnaður á bak við hverja einustu flík. „Iðnaðurinn hefur gríðarlega slæm umhverfisáhrif, á mjög marga vegu. Ef við horfum til dæmis bara á losun gróðurhúsalofttegunda þá er tískuiðnaðurinn ábyrgur fyrir tvö til átta prósent af hnattrænni losun,“ segir hún. Þá fylgi iðnaðinum gríðarleg vatnsnotkun. „Ég held að við áttum okkur ekki alveg á því. Til dæmis að framleiða einar gallabuxur, það þarf tíu þúsund lítra í það. Það þarf 2700 lítra til að framleiða einn stuttermabol. Sé litið til þess hversu dýrmæt auðlind vatn er, er þetta afar ósjálfbært,“ segir hún. Ástæða fyrir því að við getum keypt stuttermabol á 700 krónur Tinna segir enga tilviljun að fólk geti pantað sér flíkur á netinu fyrir smáaura enda séu þær framleiddar á stöðum þar sem reglugerðir varðandi vinnuréttindi eru virtar að vettugi. Þau sem framleiði ódýru fötin okkar fái ekki að ganga í stéttarfélög, vinni gríðarlega langa vinnudaga, eru á ómannsæmandi launum og séu í mörgum tilvikum börn. „Allt þetta er að valda því að við getum keypt stuttermabol á 700 krónur. Það er engin tilviljun heldur er það bara ákveðinn falinn kostnaður sem við erum ekki að greiða fyrir, sem veldur bæði skaða á fólki og lífríki. Við getum gert betur Að lokum hvetur Tinna fólk til að breyta kauphegðun sinni, umhverfinu og því sjálfu til hagsbóta. „Það er enginn að segja fólki alfarið að hætta að kaupa nýjar flíkur, einungis að velja betur og einmitt velja flíkur sem eru ekki skaðlegar eigin heilsu og lífríkinu í heild. Ég held að það ætti að vera eitthvað sem er okkur öllum ofarlega í huga,“ segir hún. Að lokum bendir Tinna fólki á að kaupa vandaðri flíkur sem endast mun lengur og á mikinn fjölda verslana sem býður upp á notuð föt, sem og fataleigur líkt og Spjara. Þar sé hægt að leigja fín föt fyrir ákveðin tilefni í stað þess að kaupa ný hvert skipti. Umhverfismál Loftslagsmál Tíska og hönnun Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Kínverska fatafyrirtækið Shein er orðinn stærsti smásali fatnaðar á netinu í heiminum og verðmætara en H&M og Zara samanlagt. Þetta kemur fram í umfjöllun Kjarnans þar sem rætt er við Jönu Maren Óskarsdóttur, annan eigenda Hringekjunnar, sem bannaði nýverið sölu vara Shein í verslunum sínum. Þar er haft eftir Jönu Maren að Sorpa hafi ákveðið að flokka fatnað fyrirtækisins sem eitraðan úrgang. Í samtali við fréttastofu segir upplýsingafulltrúi Sorpu þó að það sé byggt á misskilningi. View this post on Instagram A post shared by Hringekjan (@hringekjanverslun) Það breytir því þó ekki að fatnaður Shein er í í mörgum tilvikum sannanlega eitraður. Í honum hefur meðal annars fundist blý, PFAS, þalöt og önnur eiturefni. Hraðtískan hættuleg mönnum og umhverfi Shein hefur sérhæft sig í svokallaðri hraðtísku sem talin er talinn einn mest mengandi iðnaður heimsins. Tinna Hallgrímsdóttir, forseti ungra umhverfissinna, segir umhverfissinna hafa miklar áhyggjur af auknum viðskiptum Íslendinga við fyrirtæki á borð við Shein. Fyrirtækið er nú með um átta prósent markaðshlutdeild í netverslun með fatnað hér á landi. „Það að fólk sé í síauknum mæli að kaupa sér föt frá þessum hraðtískurisum, þá annað hvort í gegnum netið eða í búðum, er gríðarlega varhugaverð þróun og það eru aðrir kostir í boði, sem eru auðvitað mun sjálfbærari. En við verðum líka að gera okkur grein fyrir því að þetta er ákveðið stéttavandamál líka. Það hafa ekki öll efni á því að kaupa sér dýr föt þó að oft sé það ódýrara til lengri tíma litið, það er hægt að kaupa vandaðri flíkur og eiga þær til lengri tíma,“ segir Tinna í samtali við Vísi. Hún segir hraðtískufyrirtækin gagngert stíla inn á það að fólk sem minna hefur á milli handanna falli í þá gildru að kaupa mikið af ódýrum en lélegum fötum. Þá segist hún hafa haldið að það væri liðin tíð að fólk færi í utanlandsferðir að kaupa mikið magn hraðtískufatnaðar eða keypti sér mikið magn fatnaðar og skilaði honum strax í endurvinnslu. Mikill falinn kostnaður Tinna segir að þrátt fyrir að fatnaður fyrirtækja á borð við Shein sé ekki dýr í krónum talið sé gríðarlegur falinn kostnaður á bak við hverja einustu flík. „Iðnaðurinn hefur gríðarlega slæm umhverfisáhrif, á mjög marga vegu. Ef við horfum til dæmis bara á losun gróðurhúsalofttegunda þá er tískuiðnaðurinn ábyrgur fyrir tvö til átta prósent af hnattrænni losun,“ segir hún. Þá fylgi iðnaðinum gríðarleg vatnsnotkun. „Ég held að við áttum okkur ekki alveg á því. Til dæmis að framleiða einar gallabuxur, það þarf tíu þúsund lítra í það. Það þarf 2700 lítra til að framleiða einn stuttermabol. Sé litið til þess hversu dýrmæt auðlind vatn er, er þetta afar ósjálfbært,“ segir hún. Ástæða fyrir því að við getum keypt stuttermabol á 700 krónur Tinna segir enga tilviljun að fólk geti pantað sér flíkur á netinu fyrir smáaura enda séu þær framleiddar á stöðum þar sem reglugerðir varðandi vinnuréttindi eru virtar að vettugi. Þau sem framleiði ódýru fötin okkar fái ekki að ganga í stéttarfélög, vinni gríðarlega langa vinnudaga, eru á ómannsæmandi launum og séu í mörgum tilvikum börn. „Allt þetta er að valda því að við getum keypt stuttermabol á 700 krónur. Það er engin tilviljun heldur er það bara ákveðinn falinn kostnaður sem við erum ekki að greiða fyrir, sem veldur bæði skaða á fólki og lífríki. Við getum gert betur Að lokum hvetur Tinna fólk til að breyta kauphegðun sinni, umhverfinu og því sjálfu til hagsbóta. „Það er enginn að segja fólki alfarið að hætta að kaupa nýjar flíkur, einungis að velja betur og einmitt velja flíkur sem eru ekki skaðlegar eigin heilsu og lífríkinu í heild. Ég held að það ætti að vera eitthvað sem er okkur öllum ofarlega í huga,“ segir hún. Að lokum bendir Tinna fólki á að kaupa vandaðri flíkur sem endast mun lengur og á mikinn fjölda verslana sem býður upp á notuð föt, sem og fataleigur líkt og Spjara. Þar sé hægt að leigja fín föt fyrir ákveðin tilefni í stað þess að kaupa ný hvert skipti.
Umhverfismál Loftslagsmál Tíska og hönnun Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira