Fúsi segir ekki mark takandi á Stefáni sem sitji sjálfur í áttunda sæti Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. október 2022 08:01 Landsliðslínumaðurinn fyrrverandi skaut létt á Stefán Rafn Sigurmannsson, leikmanna Hauka. Lars Ronbog/FrontzoneSport via Getty Images Silfurdrengurinn Sigfús Sigurðsson, fyrrverandi landsliðslínumaður Íslands, segir ekki mark takandi á Stefáni Rafni Sigurmannssyni, leikmanni Hauka, eftir að sá síðarnefndi sagði að sigur Vals gegn ungverska liðinu Ferencváros hafi verið nokkuð auðveldur, eins og hann sjálfur hafði búist við. Stefán Rafn var gestur í hlaðvarpi Seinni bylgjunnar í vikunni og þar ræddi hann meðal annars um sigur Vals gegn Ferencváros í Evrópudeildinni í handbolta. Valsmenn unnu fjögurra marka sigur, 43-39, eftir að hafa mest náð tíu marka forskoti í leiknum. Stefán sagði að ungverska liðið hafi verið „rankað“ frekar hátt, en staða þeirra í deildinni heima fyrir gæfi réttari mynd af getustigi liðsins. „Maður sá það á allri umfjöllun að þeir voru „rankaðir“ frekar hátt í Ungverjalandi miðað við allt á Íslandi. Eins og staðan er í dag eru þeir í 7. sæti og að mínu mati eru þeir á réttum stað í deildinni,“ sagði Stefán Rafn meðal annars. Arnar Daði Arnarsson, sérfærðingur Seinni bylgjunnar og stjórnandi hlaðvarpsins Handkastsins, benti þó á þá staðreynd á Twitter-síðu sinni að Ferencváros hafi aðeins leikið fimm deildarleiki á tímabilinu á meðan öll önnur lið deildarinnar hafi leikið sex eða sjö leiki. Þá hafi tveir af þessum leikjum verið gegn Pick Szeged og Tatabanya, efstu tveimur liðum deildarinnar, og þeim tveimur liðum sem Stefán nefndi sérstaklega sem sterkustu lið ungversku deildarinnar. Silfurdrengurinn Sigfús Sigurðsson svaraði Arnari svo á Twitter og skaut létt á Stefán og lið hans, Hauka, sem hafa ekki farið jafn vel af stað í Olís-deildinni og vonast var eftir. „Eigum við nokkuð að taka mark á manni sem er í 8.sæti með sínu liði í íslensku deildinni?“ spurði Sigfús léttur, og lét blikkandi broskall fylgja með. Eigum við nokkuð að taka mark á manni sem er í 8.sæti með sínu liði í íslensku deildinni😉— fusi (@fusi69) October 28, 2022 Haukar hafa aðeins náð í fimm stig í fyrstu sex leikjum sínum í Olís-deild karla á tímabilinu og sitja í 8.-10. sæti deildarinnar með jafn mörg stig og Grótta og KA. Liðið mætir Fram í næstu umferð deildarinnar næstkomandi mánudag og fari allt á versta veg fyrir Haukana gæti liðið endað í fallsæti að sjöundu umferðinni lokinni. Handbolti Handkastið Seinni bylgjan Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Stefán Rafn var gestur í hlaðvarpi Seinni bylgjunnar í vikunni og þar ræddi hann meðal annars um sigur Vals gegn Ferencváros í Evrópudeildinni í handbolta. Valsmenn unnu fjögurra marka sigur, 43-39, eftir að hafa mest náð tíu marka forskoti í leiknum. Stefán sagði að ungverska liðið hafi verið „rankað“ frekar hátt, en staða þeirra í deildinni heima fyrir gæfi réttari mynd af getustigi liðsins. „Maður sá það á allri umfjöllun að þeir voru „rankaðir“ frekar hátt í Ungverjalandi miðað við allt á Íslandi. Eins og staðan er í dag eru þeir í 7. sæti og að mínu mati eru þeir á réttum stað í deildinni,“ sagði Stefán Rafn meðal annars. Arnar Daði Arnarsson, sérfærðingur Seinni bylgjunnar og stjórnandi hlaðvarpsins Handkastsins, benti þó á þá staðreynd á Twitter-síðu sinni að Ferencváros hafi aðeins leikið fimm deildarleiki á tímabilinu á meðan öll önnur lið deildarinnar hafi leikið sex eða sjö leiki. Þá hafi tveir af þessum leikjum verið gegn Pick Szeged og Tatabanya, efstu tveimur liðum deildarinnar, og þeim tveimur liðum sem Stefán nefndi sérstaklega sem sterkustu lið ungversku deildarinnar. Silfurdrengurinn Sigfús Sigurðsson svaraði Arnari svo á Twitter og skaut létt á Stefán og lið hans, Hauka, sem hafa ekki farið jafn vel af stað í Olís-deildinni og vonast var eftir. „Eigum við nokkuð að taka mark á manni sem er í 8.sæti með sínu liði í íslensku deildinni?“ spurði Sigfús léttur, og lét blikkandi broskall fylgja með. Eigum við nokkuð að taka mark á manni sem er í 8.sæti með sínu liði í íslensku deildinni😉— fusi (@fusi69) October 28, 2022 Haukar hafa aðeins náð í fimm stig í fyrstu sex leikjum sínum í Olís-deild karla á tímabilinu og sitja í 8.-10. sæti deildarinnar með jafn mörg stig og Grótta og KA. Liðið mætir Fram í næstu umferð deildarinnar næstkomandi mánudag og fari allt á versta veg fyrir Haukana gæti liðið endað í fallsæti að sjöundu umferðinni lokinni.
Handbolti Handkastið Seinni bylgjan Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira