Verjendur í Rauðagerðismálinu telja réttarkerfið hafa brugðist og segja niðurstöðu Landsréttar koma verulega á óvart. Dómur yfir Angjelin Sterkaj sem skaut Armando Beqirai til bana var þyngdur og sýknu þriggja samverkamanna var snúið við. Við heyrum í verjendum og förum yfir málið með afbrotafræðingi.
Formaður dýravelferðarsambands Íslands segir að grípa þurfi til aðgerða í Borgarbyggð þar sem vísbendingar séu um að nautgripir búi við slæman aðbúnað. Efla þurfi allt eftirlit með dýravelferð. Við förum yfir málið en hún segir að efla þurfi allt eftirlit með dýravelferð.
Þá verðum við í beinni frá London þar sem mikil bjartsýni ríkir á ferðaþjónustukynningu þrátt fyrir þrengingar í efnahagslífinu, fylgjumst með skákmeisturum sem fóru að leiði Bobby Fischer í dag og verðum í beinni frá nýsköpunarkeppninni Gullegginu.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.