Forsetahjónin funduðu með hinsegin fólki sem lifir í ótta í Slóvakíu Heimir Már Pétursson skrifar 28. október 2022 14:21 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid forsetafrú á fundi með eiganda skemmtistaðarins Tepláreň (tv við forsetann) og sex fulltrúum samtaka hinsegin fólks, og fleiri samtaka í Bratislava í gær. forsetaembættið Forseti Íslands segir Íslendinga og Slóvaka geta unnið saman að uppbygginu á nýtingu jarðhita þar í landi en samkomulag var undirritað um samvinnu þjóðanna í þeim efnum í heimsókn forsetans til Slóvakíu sem lýkur í dag. Forsetahjónin vottuðu tveimur ungum samkynhneigðum mönnum sem myrtir voru í Bratislava virðingu sína í gær. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid forsetafrú komu í opinbera heimsókn til Bratislava höfuðborgar Slóvakíu í gær í boði Zuzönu Caputová forseta landsins og lýkur heimsókninni í dag. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra er í fylgd forseta ásamt viðskiptasendinefnd. Margir Íslendingar læra læknisfræði í Slóvakíu og fundaði forsetinn með hópi þeirra í morgun. Guðni segir heimsóknir sem þessar geta eflt jákvæð samskipti ríkjanna. Í gær hafi verið boðað til viðskiptaþings þar sem meðal annars var hefði verið staðfest samkomulag um samvinnu þjóðanna um nýtingu jarðhita í Slóvakíu. „Hann má nýta hér víða. Í þeirri orkukrísu sem nú ríkir og vegna þess að við þurfum að nýta græna orku í enn ríkari mæli en áður liggur beint við að Slóvakar horfi niður á við og nýti sinn jarðhita. Þeir vilja þá nýta þekkingu okkar og reynslu í þeim efnum. Nú þegar er ljóst að heimsóknin hefur borið árangur að því leytinu til,“ segir Guðni. Guðni th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid forsetafrú votta þeim sem voru myrtir virðingu sína. Annar þeirra var starfsmaður Tepláreň skemmtistaðarins en eigandi staðarins stendur til vinstri aftan við Elizu.forsetaembættið Það vakti athygli fjölmiðla í Slóvakíu að forsetahjónin heimsóttu Tepláreň skemmtistaðinn í Bratislava en þar fyrir utan skaut nítján ára maður tvo unga samkynhneigða menn til bana og særði unga konu fyrir hálfum mánuði. Forsetahjónin lögðu blóm að morðstaðnum og funduðu síðan með fulltrúum félaga hinsegin fólks og ýmissa annarra mannréttindasamtaka. Zuzana Caputova forseti Slóvakíu er ötull talsmaður mannréttinda og vakti sjálf athygli á heimsókn íslensku forsetahjónanna á Tepláreň skemmtistaðinn og fund þeirra með fulltrúum ýmissa mannréttindasamtaka.Getty/Carsten Koal Guðni segir Slóvakíu íhaldssama þjóð þegar komi að réttindum samkynhneigðra. Forseti landsins væri hins vegar ötull talsmaður umburðarlyndis og víðsýni og hafi sjálf vakið athygli landa sinna á viðburðinum og fundi íslensku forsetahjónanna með fulltrúum mannréttindasamtakanna. Hvernig lýsti þetta fólk sem þið rædduð við aðstæðum ef þú berð það saman við það sem þú þekkir uppi á Íslandi? „Það lifir í ótta. Sífelldum ótta um aðkast, ofbeldi, það lifir í sífelldum ótta um útskúfun heima fyrir. Vissulega er það svo heima á Íslandi að við getum gert ýmislegt betur. Sumt fólk talar um bakslag í réttindabaráttu hinsegin fólks og við sjáum teikn þess. En ég ætla samt að leyfa mér að halda því fram að heima getum við þó þakkað fyrir það sem hefur áunnist,“sagði Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands. Með forsetahjónunum á myndinni eru: Roman Samotný, LGBTIQ+ aðgerðarsinni og eigandi Tepláreň staðarins (við hlið Elizu), Martin Macko, LGBTIQ+ formaður samtakanna Inakost, Andrej Kuruc, sérfræðingur á meðferðarstöð fyrir þolendur kynbundins ofbeldis, Silvía Porubänová forstöðumaður Mannréttindiasamtaka Slóvakíu, Olga Pietruchova sérfræðingur hjá Flóttamannastofnun SÞ í Bratislava, Barbara Holubová jafnréttissérfræðingur hjá CELSI félagasamtökunum, Barbora Burajová forstöðumaður Meðferðarstöðvar fyrir þolendur kynbundins ofbeldisforsetaembættið Forseti Íslands Slóvakía Jarðhiti Hinsegin Guðni Th. Jóhannesson Tengdar fréttir Önnur árás framin á meðan forsetahjónin heiðruðu fórnarlömb Forsetahjón Íslands eru í opinberri heimsókn í Slóvakíu þessa dagana. Í morgun lögðu þau kerti á minnisvarða um tvö fórnarlömb skotárásar sem framin var fyrir framan skemmtistað hinsegin fólks í landinu á dögunum. Á sama tíma og þau gerðu það bárust fregnir af annarri árás á hinsegin hjón. 27. október 2022 19:10 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid forsetafrú komu í opinbera heimsókn til Bratislava höfuðborgar Slóvakíu í gær í boði Zuzönu Caputová forseta landsins og lýkur heimsókninni í dag. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra er í fylgd forseta ásamt viðskiptasendinefnd. Margir Íslendingar læra læknisfræði í Slóvakíu og fundaði forsetinn með hópi þeirra í morgun. Guðni segir heimsóknir sem þessar geta eflt jákvæð samskipti ríkjanna. Í gær hafi verið boðað til viðskiptaþings þar sem meðal annars var hefði verið staðfest samkomulag um samvinnu þjóðanna um nýtingu jarðhita í Slóvakíu. „Hann má nýta hér víða. Í þeirri orkukrísu sem nú ríkir og vegna þess að við þurfum að nýta græna orku í enn ríkari mæli en áður liggur beint við að Slóvakar horfi niður á við og nýti sinn jarðhita. Þeir vilja þá nýta þekkingu okkar og reynslu í þeim efnum. Nú þegar er ljóst að heimsóknin hefur borið árangur að því leytinu til,“ segir Guðni. Guðni th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid forsetafrú votta þeim sem voru myrtir virðingu sína. Annar þeirra var starfsmaður Tepláreň skemmtistaðarins en eigandi staðarins stendur til vinstri aftan við Elizu.forsetaembættið Það vakti athygli fjölmiðla í Slóvakíu að forsetahjónin heimsóttu Tepláreň skemmtistaðinn í Bratislava en þar fyrir utan skaut nítján ára maður tvo unga samkynhneigða menn til bana og særði unga konu fyrir hálfum mánuði. Forsetahjónin lögðu blóm að morðstaðnum og funduðu síðan með fulltrúum félaga hinsegin fólks og ýmissa annarra mannréttindasamtaka. Zuzana Caputova forseti Slóvakíu er ötull talsmaður mannréttinda og vakti sjálf athygli á heimsókn íslensku forsetahjónanna á Tepláreň skemmtistaðinn og fund þeirra með fulltrúum ýmissa mannréttindasamtaka.Getty/Carsten Koal Guðni segir Slóvakíu íhaldssama þjóð þegar komi að réttindum samkynhneigðra. Forseti landsins væri hins vegar ötull talsmaður umburðarlyndis og víðsýni og hafi sjálf vakið athygli landa sinna á viðburðinum og fundi íslensku forsetahjónanna með fulltrúum mannréttindasamtakanna. Hvernig lýsti þetta fólk sem þið rædduð við aðstæðum ef þú berð það saman við það sem þú þekkir uppi á Íslandi? „Það lifir í ótta. Sífelldum ótta um aðkast, ofbeldi, það lifir í sífelldum ótta um útskúfun heima fyrir. Vissulega er það svo heima á Íslandi að við getum gert ýmislegt betur. Sumt fólk talar um bakslag í réttindabaráttu hinsegin fólks og við sjáum teikn þess. En ég ætla samt að leyfa mér að halda því fram að heima getum við þó þakkað fyrir það sem hefur áunnist,“sagði Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands. Með forsetahjónunum á myndinni eru: Roman Samotný, LGBTIQ+ aðgerðarsinni og eigandi Tepláreň staðarins (við hlið Elizu), Martin Macko, LGBTIQ+ formaður samtakanna Inakost, Andrej Kuruc, sérfræðingur á meðferðarstöð fyrir þolendur kynbundins ofbeldis, Silvía Porubänová forstöðumaður Mannréttindiasamtaka Slóvakíu, Olga Pietruchova sérfræðingur hjá Flóttamannastofnun SÞ í Bratislava, Barbara Holubová jafnréttissérfræðingur hjá CELSI félagasamtökunum, Barbora Burajová forstöðumaður Meðferðarstöðvar fyrir þolendur kynbundins ofbeldisforsetaembættið
Forseti Íslands Slóvakía Jarðhiti Hinsegin Guðni Th. Jóhannesson Tengdar fréttir Önnur árás framin á meðan forsetahjónin heiðruðu fórnarlömb Forsetahjón Íslands eru í opinberri heimsókn í Slóvakíu þessa dagana. Í morgun lögðu þau kerti á minnisvarða um tvö fórnarlömb skotárásar sem framin var fyrir framan skemmtistað hinsegin fólks í landinu á dögunum. Á sama tíma og þau gerðu það bárust fregnir af annarri árás á hinsegin hjón. 27. október 2022 19:10 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Önnur árás framin á meðan forsetahjónin heiðruðu fórnarlömb Forsetahjón Íslands eru í opinberri heimsókn í Slóvakíu þessa dagana. Í morgun lögðu þau kerti á minnisvarða um tvö fórnarlömb skotárásar sem framin var fyrir framan skemmtistað hinsegin fólks í landinu á dögunum. Á sama tíma og þau gerðu það bárust fregnir af annarri árás á hinsegin hjón. 27. október 2022 19:10