Brotist inn á heimili Pelosi og ráðist á eiginmann hennar Samúel Karl Ólason skrifar 28. október 2022 13:23 Paul Pelosi, eiginmaður Nancy Pelosi. Hann er 82 ára gamall. AP/Andrew Harnik Paul Pelosi, eiginmaður Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, varð fyrir árás eftir að maður braust inn á heimili þeirra hjóna í San Francisco. Paul var fluttur á sjúkrahús er talið að hann muni ná sér að fullu en Nancy var ekki á heimilinu. Paul Pelosi er 82 ára gamall. Ekki liggur fyrir hvar Nancy Pelosi var en hún hefur verið á ferð og flugi um landið undanfarna daga vegna kosningabaráttunnar fyrir þingkosningarnar þann 9. nóvember. Innbrotið og árásin mun hafa átt sér stað í nótt og hefur árásarmaðurinn verið handtekinn. Samkvæmt yfirlýsingu frá skrifstofu Nancy Pelosi liggja tildrög árásarinnar ekki fyrir og árásin til rannsóknar. Fjölmiðlar vestanhafs segja karlmann hafa ráðist á Paul Pelosi með hamri. Þinglögregla Bandaríkjanna sér um að vernda háttsetta þingmenn. Þingmenn hafa fengið fjárveitingar til að byggja upp öryggiskerfi á heimilum sínum. Þeir hafa þó viljað frekari öryggisgæslu vegna mikillar fjölgunar hótana og ógnana gegn þingmönnum. Bandaríski blaðamaðurinn Jake Sherman sagði frá því í dag að geta lögreglunnar hefði dregist verulega saman á undanförnum árum. Margir lögregluþjónar hefðu hætt og lögreglan þyrfti á sama tíma að vernda mun fleiri þingmenn en áður. Remember: Capitol Police -- and specifically its dignitary protection division -- have been stretched very, very thin in recent years.They are protecting more lawmakers than ever before. many people have left the force. I hear this all of the time from sources there.— Jake Sherman (@JakeSherman) October 28, 2022 Paul Pelosi er auðugur fjárfestir sem heldur yfirleitt til í heimili þeirra hjóna í San Francisco. Hann játaði nýverið að hafa ekið bíl undir áhrifum áfengis eftir árekstur í Kaliforníu og var dæmdur til fimm daga fangelsisvistar og þriggja ára skilorðs. Viðbrögð fréttamanna Fox News við árásinni hafa vakið athygli vestanhafs. Hún þykir til marks um glæpaöldum sem á að vera að ganga yfir Bandaríkin. Fox News instantly plugs the Pelosi home invasion and assault on Paul Pelosi into its GOP talking points, saying this shows that "crime hits everybody" and "this can happen anywhere, crime is random and that's why it's such a significant part of this election story." We'll see. pic.twitter.com/WfkGZUU7tX— Matthew Gertz (@MattGertz) October 28, 2022 Bandaríkin Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Sjá meira
Paul Pelosi er 82 ára gamall. Ekki liggur fyrir hvar Nancy Pelosi var en hún hefur verið á ferð og flugi um landið undanfarna daga vegna kosningabaráttunnar fyrir þingkosningarnar þann 9. nóvember. Innbrotið og árásin mun hafa átt sér stað í nótt og hefur árásarmaðurinn verið handtekinn. Samkvæmt yfirlýsingu frá skrifstofu Nancy Pelosi liggja tildrög árásarinnar ekki fyrir og árásin til rannsóknar. Fjölmiðlar vestanhafs segja karlmann hafa ráðist á Paul Pelosi með hamri. Þinglögregla Bandaríkjanna sér um að vernda háttsetta þingmenn. Þingmenn hafa fengið fjárveitingar til að byggja upp öryggiskerfi á heimilum sínum. Þeir hafa þó viljað frekari öryggisgæslu vegna mikillar fjölgunar hótana og ógnana gegn þingmönnum. Bandaríski blaðamaðurinn Jake Sherman sagði frá því í dag að geta lögreglunnar hefði dregist verulega saman á undanförnum árum. Margir lögregluþjónar hefðu hætt og lögreglan þyrfti á sama tíma að vernda mun fleiri þingmenn en áður. Remember: Capitol Police -- and specifically its dignitary protection division -- have been stretched very, very thin in recent years.They are protecting more lawmakers than ever before. many people have left the force. I hear this all of the time from sources there.— Jake Sherman (@JakeSherman) October 28, 2022 Paul Pelosi er auðugur fjárfestir sem heldur yfirleitt til í heimili þeirra hjóna í San Francisco. Hann játaði nýverið að hafa ekið bíl undir áhrifum áfengis eftir árekstur í Kaliforníu og var dæmdur til fimm daga fangelsisvistar og þriggja ára skilorðs. Viðbrögð fréttamanna Fox News við árásinni hafa vakið athygli vestanhafs. Hún þykir til marks um glæpaöldum sem á að vera að ganga yfir Bandaríkin. Fox News instantly plugs the Pelosi home invasion and assault on Paul Pelosi into its GOP talking points, saying this shows that "crime hits everybody" and "this can happen anywhere, crime is random and that's why it's such a significant part of this election story." We'll see. pic.twitter.com/WfkGZUU7tX— Matthew Gertz (@MattGertz) October 28, 2022
Bandaríkin Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Sjá meira