Alvarlegt að jaðarsetja trú og skilning á henni hjá börnum Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 27. október 2022 12:38 Kristrún Heimisdóttir, fyrsti varaforseti kirkjuþings þjóðkirkjunnar. Vísir/Sigurjón Kristrún Heimisdóttur, fyrsti varaforseti kirkjuþings þjóðkirkjunnar segir nauðsynlegt að börn læri að skilja menningu Íslands og þar á meðal trúna. Skilgreina þurfi einnig hvað flokkist sem trúfélag. Kristrún vakti athygli á máli sínu á nýliðnu kirkjuþingi. Kristrún mætti í Bítið í morgun og ræddi við Gulla og Heimi um sína sýn á aðgengi barna að Jesú Krist. Viðtalið við Kristrúnu í heild sinni má hlusta á hér að neðan. Hún segir Reykjavíkurborg hafa tekið þá ákvörðun rétt eftir hrun að setja hömlur á það hvernig starf kirkjunnar og kirkjan sjálf sé kynnt fyrir börnum. Prestar hafi sagt henni að þeir geti ekki auglýst sunnudagaskóla lengur en börn fari á mis við ýmislegt þegar þau geti illa nálgast sunnudagaskóla eoms og dæmisögu á borð við þá um miskunnsama samverjann. „Af 54 krökkum sem voru að koma í fermingarfræðslu voru bara tvö sem vissu hvað hann var að tala um þegar hann fór að tala um miskunnsama samverjann,“ hefur Kristrún eftir prest sem talaði við hana um þessi mál. Kristrún segir börn ekki læra að skilja mikilvæga íslenska menningarþætti fari þau á mis við hluti eins og dæmisögurnar. Íslensk menning innihaldi mikið magn mikilvægra tákna og sagna. Hún segir orð sem koma frá kirkjunni eins og „Sá yðar sem syndlaus er, kasti fyrsta steininum“ hafa djúpa merkingu og segi eitthvað sem erfitt sé að setja í orð. Mikilvægt sé að börn skilji menningararfinn. „Sá yðar sem syndlaus er, kasti fyrsta steininum, sko krakkar sem ekki hafa fengið þetta útskýrt þau skilja ekki neitt þessa setningu, hvað er eiginlega átt við, syndir, er það einhver sundbolur? Þið vitið, sá ykkar sem er í sundbol hann fari og kasti steini,“ segir Kristrún. Lögin þurfi að móta á grunni trúfrelsis Á kirkjuþingi sagði Kristrún lög um trúfélög vera bastarð en þörf sé á frekari skilgreiningu á því hvað sé trúfélag, engin mörk séu til staðar hverjir eða hvað geti skilgreint sig sem slíkt. Lögin séu ekki nógu vel samin fyrir íslenskt samfélag. „Mér finnst Zúista málið vera hneyksli og dæmi um það hvað getur gerst þegar lög eru mótuð með þessum hætti,“ segir Kristrún. Hún segir lögin þurfa að vera mótuð á grunni trúfrelsis en trúfrelsi felist í því „að menn þoli og virði það að aðrir þurfi að iðka trú.“ Hún segir alþjóðlegar skilgreiningar vera til staðar til þess að skilgreina hvað sé trú og staðan á Íslandi sé orðin skrítin hvað þetta varðar. Hún segir alvarlegt að jaðarsetja trú og skilning á henni hjá börnum, þau verði þá ólæs á trú „hinna nýju Íslendinga.“ „Íslenskt samfélag er að verða miklu fjölbreyttara en það var og ég held að það sé algjör forsenda þess að það verði farsæl sambúð að við viðurkennum okkar trúar hefð og jafnframt á grundvelli þess að skilja okkar eigin hefð, kunnum að bera virðingu fyrir öðrum hefðum,“ segir Kristrún. Viðtalið við Kristrúnu í heild sinni má hlusta á hér að ofan. Fréttin hefur verið uppfærð. Trúmál Þjóðkirkjan Börn og uppeldi Bítið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Sjá meira
Kristrún mætti í Bítið í morgun og ræddi við Gulla og Heimi um sína sýn á aðgengi barna að Jesú Krist. Viðtalið við Kristrúnu í heild sinni má hlusta á hér að neðan. Hún segir Reykjavíkurborg hafa tekið þá ákvörðun rétt eftir hrun að setja hömlur á það hvernig starf kirkjunnar og kirkjan sjálf sé kynnt fyrir börnum. Prestar hafi sagt henni að þeir geti ekki auglýst sunnudagaskóla lengur en börn fari á mis við ýmislegt þegar þau geti illa nálgast sunnudagaskóla eoms og dæmisögu á borð við þá um miskunnsama samverjann. „Af 54 krökkum sem voru að koma í fermingarfræðslu voru bara tvö sem vissu hvað hann var að tala um þegar hann fór að tala um miskunnsama samverjann,“ hefur Kristrún eftir prest sem talaði við hana um þessi mál. Kristrún segir börn ekki læra að skilja mikilvæga íslenska menningarþætti fari þau á mis við hluti eins og dæmisögurnar. Íslensk menning innihaldi mikið magn mikilvægra tákna og sagna. Hún segir orð sem koma frá kirkjunni eins og „Sá yðar sem syndlaus er, kasti fyrsta steininum“ hafa djúpa merkingu og segi eitthvað sem erfitt sé að setja í orð. Mikilvægt sé að börn skilji menningararfinn. „Sá yðar sem syndlaus er, kasti fyrsta steininum, sko krakkar sem ekki hafa fengið þetta útskýrt þau skilja ekki neitt þessa setningu, hvað er eiginlega átt við, syndir, er það einhver sundbolur? Þið vitið, sá ykkar sem er í sundbol hann fari og kasti steini,“ segir Kristrún. Lögin þurfi að móta á grunni trúfrelsis Á kirkjuþingi sagði Kristrún lög um trúfélög vera bastarð en þörf sé á frekari skilgreiningu á því hvað sé trúfélag, engin mörk séu til staðar hverjir eða hvað geti skilgreint sig sem slíkt. Lögin séu ekki nógu vel samin fyrir íslenskt samfélag. „Mér finnst Zúista málið vera hneyksli og dæmi um það hvað getur gerst þegar lög eru mótuð með þessum hætti,“ segir Kristrún. Hún segir lögin þurfa að vera mótuð á grunni trúfrelsis en trúfrelsi felist í því „að menn þoli og virði það að aðrir þurfi að iðka trú.“ Hún segir alþjóðlegar skilgreiningar vera til staðar til þess að skilgreina hvað sé trú og staðan á Íslandi sé orðin skrítin hvað þetta varðar. Hún segir alvarlegt að jaðarsetja trú og skilning á henni hjá börnum, þau verði þá ólæs á trú „hinna nýju Íslendinga.“ „Íslenskt samfélag er að verða miklu fjölbreyttara en það var og ég held að það sé algjör forsenda þess að það verði farsæl sambúð að við viðurkennum okkar trúar hefð og jafnframt á grundvelli þess að skilja okkar eigin hefð, kunnum að bera virðingu fyrir öðrum hefðum,“ segir Kristrún. Viðtalið við Kristrúnu í heild sinni má hlusta á hér að ofan. Fréttin hefur verið uppfærð.
Trúmál Þjóðkirkjan Börn og uppeldi Bítið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Sjá meira