Bjarni segir engin átök hafa verið á milli hans og Guðlaugs Þórs Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. október 2022 06:50 Bjarni segist ekki vilja gefa sér neitt um mögulegt formannsframboð Guðlaugs Þórs. Enn sem komið er sé hann einn í framboði. Vísir/Vilhelm „Við höfum ekki rætt þessi mál. Það hafa ekki verið nein átök á milli okkar, bara ágætis samstarf verð ég að segja. Að því leytinu til kæmi mér á óvart ef þetta endaði með einhverjum átökum um forystuna í flokknum,“ segir Bjarni Benediktsson um mögulegt formannsframboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. Ummælin lét Bjarni, núverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, falla í viðtali við Morgunblaðið. Orðrómur er á sveimi um að Guðlaugur Þór, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hyggist bjóða sig fram gegn Bjarna á landsfundi flokksins þar næstu helgi. Bjarni sagði í viðtalinu að formaðurinn ætti ekki embættið; hann þyrfti að endurnýja umboð sitt á hverjum landsfundi. Hins vegar þætti honum óhyggilegt að hræra í flokksforystunni eins og sakir stæðu. Spurður að því hvort það breytti ekki áferð landsfundarins ef einn af ráðherrum flokksins væri að þreifa fyrir sér með að fella formanninn sagðist Bjarni vilja forðast að gefa sér neitt. „Við skulum sjá hvað setur. Það getur vel verið að menn séu að máta sig en ég vil ekki fara að rekja hvað myndi gerast ef eitthvað,“ svaraði hann. Bjarni var einnig spurður um mögulega kergju vegna vals á landsfundarfulltrúum í stöku flokksfélagi þar sem stuðningsmenn Guðlaugs hefðu undirtökin. „Við skulum sjá. Ég held að þessi tilvik séu undantekning og kannski regla að einhverjir séu ósáttir við að komast ekki að,“ svaraði Bjarni. „Það er gríðarlegur metnaður í flokknum til þess að sækja fram. Við sem störfum fyrir flokkinn finnum það að við ættum að geta gert aðeins meira og sótt meiri stuðning, sem sé innan seilingar. Staðreyndin er sú að þetta er barátta upp á hvern einasta dag og við höfum reynt ýmsar nýjar aðferðir en það er ekkert eitt svar til við því hvernig er betra að lifa af í stjórnmálum í dag en áður,“ sagði Bjarni um kurr í flokknum vegna minnkandi fylgis. „Við erum þrátt fyrir allt stærsti flokkurinn. Við erum leiðandi afl, bæði í sveitarstjórnum og í þinginu, með flesta ráðherra og svo framvegis. Þetta er staða sem skiptir miklu um framgang sjálfstæðisstefnunnar og þeirra stefnumála sem við höfum komið okkur saman um og setjum á oddinn.“ Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Sjá meira
Ummælin lét Bjarni, núverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, falla í viðtali við Morgunblaðið. Orðrómur er á sveimi um að Guðlaugur Þór, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hyggist bjóða sig fram gegn Bjarna á landsfundi flokksins þar næstu helgi. Bjarni sagði í viðtalinu að formaðurinn ætti ekki embættið; hann þyrfti að endurnýja umboð sitt á hverjum landsfundi. Hins vegar þætti honum óhyggilegt að hræra í flokksforystunni eins og sakir stæðu. Spurður að því hvort það breytti ekki áferð landsfundarins ef einn af ráðherrum flokksins væri að þreifa fyrir sér með að fella formanninn sagðist Bjarni vilja forðast að gefa sér neitt. „Við skulum sjá hvað setur. Það getur vel verið að menn séu að máta sig en ég vil ekki fara að rekja hvað myndi gerast ef eitthvað,“ svaraði hann. Bjarni var einnig spurður um mögulega kergju vegna vals á landsfundarfulltrúum í stöku flokksfélagi þar sem stuðningsmenn Guðlaugs hefðu undirtökin. „Við skulum sjá. Ég held að þessi tilvik séu undantekning og kannski regla að einhverjir séu ósáttir við að komast ekki að,“ svaraði Bjarni. „Það er gríðarlegur metnaður í flokknum til þess að sækja fram. Við sem störfum fyrir flokkinn finnum það að við ættum að geta gert aðeins meira og sótt meiri stuðning, sem sé innan seilingar. Staðreyndin er sú að þetta er barátta upp á hvern einasta dag og við höfum reynt ýmsar nýjar aðferðir en það er ekkert eitt svar til við því hvernig er betra að lifa af í stjórnmálum í dag en áður,“ sagði Bjarni um kurr í flokknum vegna minnkandi fylgis. „Við erum þrátt fyrir allt stærsti flokkurinn. Við erum leiðandi afl, bæði í sveitarstjórnum og í þinginu, með flesta ráðherra og svo framvegis. Þetta er staða sem skiptir miklu um framgang sjálfstæðisstefnunnar og þeirra stefnumála sem við höfum komið okkur saman um og setjum á oddinn.“
Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Sjá meira