Treysta ekki ESB í varnarmálum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 27. október 2022 10:01 Við getum ekki treyst á Evrópusambandið þegar kemur að varnarmálum. Fyrir vikið var ákveðið að sækja um aðild að NATO. Þetta kom efnislega fram í máli Pekka Haavisto, utanríkisráðherra Finnlands, fyrr í vikunni á ráðstefnu NATO-þingsins í Helsinki, höfuðborg landsins, samkvæmt frétt mbl.is. Haavisto sagði þannig ekki hægt að treysta á grein 42.7 í Lissabon-sáttmála Evrópusambandsins um aðstoð frá öðrum ríkjum þess ef ráðist væri á eitt þeirra. Ráðherrann sagði ákvæðið enda ekki stutt af neinum innviðum, hersveitum eða heræfingum. Veran í sambandinu tryggði því ekki varnir Finnlands. Fulltrúi Svíþjóðar á þinginu tók undir þessi ummæli finnska utanríkisráðherrans inntur eftir því af Njáli Trausta Friðbertssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins og formanni Íslandsdeildar NATO-þingsins, en sænsk stjórnvöld líkt og finnsk sóttu sem kunnugt er formlega um aðild að NATO fyrr á þessu ári. Hverju ætti ESB að bæta við? Hérlendir stuðningsmenn þess að Íslandi gangi í Evrópusambandið hafa ítrekað haldið því fram í kjölfar innrásar rússneska hersins í Úkraínu að innganga í sambandið væri nauðsynleg til þess að tryggja varnir landsins og að aðildin að NATO og varnarsamningurinn við Bandaríkin væru ekki nóg til þess. Minna hefur hins vegar farið fyrir haldbærum rökum fyrir því hverju nákvæmlega Evrópusambandið ætti að bæta við í þeim efnum. Ekki sízt í ljósi þess að eftir aðild Finnlands og Svíþjóðar að NATO verða 23 af 27 ríkjum sambandsins þar innanborðs. Eftir standa Austurríki, Írland, Kýpur og Malta. Hafa má einnig í huga í þessu sambandi að þau aðildarríki NATO sem eru ekki innan Evrópusambandsins standa undir 80% af útgjöldum aðildarríkja bandalagsins til varnarmála. Þar vega Bandaríkin langþyngst með um 70% þeirra eða rúmlega þreföld samanlögð útgjöld allra hinna aðildarríkjanna. Ófært um að tryggja eigið öryggi Fullyrðingar um að nauðsynlegt sé fyrir Ísland að ganga í Evrópusambandið til þess að tryggja varnir landsins standast þannig enga skoðun. Fyrir utan það sem innganga í sambandið hefði í för með sér. Þá ekki sízt framsal valds yfir flestum málum þjóðarinnar og vægi við ákvarðanatöku út frá íbúafjölda. Viðbrögð stuðningsmanna inngöngu í Evrópusambandið, þegar bent hefur verið á dugleysi þess í varnarmálum, hafa verið þau að segja inngönguna snúast um efnahagslegt öryggi. Á sama tíma liggur fyrir að sambandið hefur reynzt alls ófært um að tryggja eigið efnahagslegt öryggi gagnvart Rússlandi. Fyrir liggur einfaldlega að Bandaríkin verða áfram hryggjarstykkið í vörnum vestrænna ríkja enda eina ríkið í þeim hópi sem hefur burði til þess að verja bæði sig sjálf og aðra. Varnarhagsmunir Íslands verða fyrir vikið áfram bezt tryggðir með aðildinni að NATO og varnarsamningnum við Bandaríkin. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Utanríkismál Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Við getum ekki treyst á Evrópusambandið þegar kemur að varnarmálum. Fyrir vikið var ákveðið að sækja um aðild að NATO. Þetta kom efnislega fram í máli Pekka Haavisto, utanríkisráðherra Finnlands, fyrr í vikunni á ráðstefnu NATO-þingsins í Helsinki, höfuðborg landsins, samkvæmt frétt mbl.is. Haavisto sagði þannig ekki hægt að treysta á grein 42.7 í Lissabon-sáttmála Evrópusambandsins um aðstoð frá öðrum ríkjum þess ef ráðist væri á eitt þeirra. Ráðherrann sagði ákvæðið enda ekki stutt af neinum innviðum, hersveitum eða heræfingum. Veran í sambandinu tryggði því ekki varnir Finnlands. Fulltrúi Svíþjóðar á þinginu tók undir þessi ummæli finnska utanríkisráðherrans inntur eftir því af Njáli Trausta Friðbertssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins og formanni Íslandsdeildar NATO-þingsins, en sænsk stjórnvöld líkt og finnsk sóttu sem kunnugt er formlega um aðild að NATO fyrr á þessu ári. Hverju ætti ESB að bæta við? Hérlendir stuðningsmenn þess að Íslandi gangi í Evrópusambandið hafa ítrekað haldið því fram í kjölfar innrásar rússneska hersins í Úkraínu að innganga í sambandið væri nauðsynleg til þess að tryggja varnir landsins og að aðildin að NATO og varnarsamningurinn við Bandaríkin væru ekki nóg til þess. Minna hefur hins vegar farið fyrir haldbærum rökum fyrir því hverju nákvæmlega Evrópusambandið ætti að bæta við í þeim efnum. Ekki sízt í ljósi þess að eftir aðild Finnlands og Svíþjóðar að NATO verða 23 af 27 ríkjum sambandsins þar innanborðs. Eftir standa Austurríki, Írland, Kýpur og Malta. Hafa má einnig í huga í þessu sambandi að þau aðildarríki NATO sem eru ekki innan Evrópusambandsins standa undir 80% af útgjöldum aðildarríkja bandalagsins til varnarmála. Þar vega Bandaríkin langþyngst með um 70% þeirra eða rúmlega þreföld samanlögð útgjöld allra hinna aðildarríkjanna. Ófært um að tryggja eigið öryggi Fullyrðingar um að nauðsynlegt sé fyrir Ísland að ganga í Evrópusambandið til þess að tryggja varnir landsins standast þannig enga skoðun. Fyrir utan það sem innganga í sambandið hefði í för með sér. Þá ekki sízt framsal valds yfir flestum málum þjóðarinnar og vægi við ákvarðanatöku út frá íbúafjölda. Viðbrögð stuðningsmanna inngöngu í Evrópusambandið, þegar bent hefur verið á dugleysi þess í varnarmálum, hafa verið þau að segja inngönguna snúast um efnahagslegt öryggi. Á sama tíma liggur fyrir að sambandið hefur reynzt alls ófært um að tryggja eigið efnahagslegt öryggi gagnvart Rússlandi. Fyrir liggur einfaldlega að Bandaríkin verða áfram hryggjarstykkið í vörnum vestrænna ríkja enda eina ríkið í þeim hópi sem hefur burði til þess að verja bæði sig sjálf og aðra. Varnarhagsmunir Íslands verða fyrir vikið áfram bezt tryggðir með aðildinni að NATO og varnarsamningnum við Bandaríkin. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun