Vantrauststillaga lögð fram gegn stjórn FÍ á morgun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. október 2022 12:59 Kristín gagnrýnir að stjórn félagsins hafi ekki viljað svara spurningum sínum skriflega. Vísir/Arnar Kristín I. Pálsdóttir, félagi í Ferðafélagi Íslands til margra ára, hyggst leggja fram vantrauststillögu á hendur stjórnar félagsins á félagsfundi á morgun, í kjölfar fundar með stjórninni í gær. Hún var boðuð á fundinn eftir að hafa sent stjórninni fyrirspurn um áreitni- og ofbeldismál innan félagsins. „Eftir fund okkar í gær og nokkra íhugun hef ég ákveðið að leggja fram vantrauststillögu á stjórn og framkvæmdastjóra Ferðafélags Íslands á félagsfundi 27. október. Ég óska því eftir að vantrauststillagan verð sett á formlega dagskrá fundarins og að leynileg atkvæðagreiðsla fari fram um hana,“ segir Kristín í erindi sem hún sendi stjórn FÍ í morgun. Hún segir að á fundinum hafi hún orðið þess áskynja að stjórn og framkvæmdastjóri virtust ekki gera sér fyllilega grein fyrir því hversu alvarlegt það væri að taka kvartanir um áreitni og ofbeldi ekki alvarlega. Kristín segir að á fundinum hafi meðal annars verið farið yfir fimm af sex málum sem stjórn félagsins viðurkennir að hafi komið upp á síðustu fimm árum. „Af þeim fimm málum sem við fórum yfir á fundinum enduðu fjögur með því að þolendur þurftu að axla alla ábyrgð á lausn málsins á meðan að menn sem hafa gerst brotlegir við reglur félagsins og landslög, hafa sumir fengið fleiri en eitt tækifæri til að brjóta aftur af sér. Fimmta málið var leyst snaggaralega, en ekki án mótbyrs innan stjórnar, af Önnu Dóru Sæþórsdóttur sem nú hefur sagt af sér embætti m.a. vegna þess hversu lítinn stuðning hún fékk til faglegra og ábyrgra vinnubragða til að leysa slík mál.“ Segir áreitnimál er varða fararstjóra mögulega skipta tugum Mikil ólga hefur ríkt innan Ferðafélagsins frá því að Anna Dóra steig fram og sagði af sér eftir að hafa lent upp á kant við aðra stjórnarmenn. Þeim ber ekki saman um hversu stórt vandamál áreitni- og ofbeldismál séu innan félagsins. „Á fundinum varð ljóst að stjórnendur halla sér að mjög þröngum skilgreiningum varðandi áreitnis- og ofbeldismál og er það líkleg skýring á því hversu fá atvik félagið viðurkennir. Þá er tilhneiging til að horfa fram hjá atvikum af völdum þeirra sem starfa fyrir félagið ef áreitnin/ofbeldið á sér stað utan vinnu eða yfirráðasvæða félagsins,“ segir Kristín í erindi sínu til stjórnar. „Undanfarna daga hef ég verið í sambandi við fjölda kvenna sem hafa sögur að segja sem tengjast Ferðafélaginu og auðheyrt er að þolendur hafa ekkert traust til félagsins til að leysa slík mál á farsælan hátt. Mér hafa t.d. borist upplýsingar um að atvik er varða einn fararstjóra félagsins skipti jafnvel tugum á vettvangi félagsins. Fjöldi erinda hefur borist mér varðandi sama aðila í störfum hans á öðrum vettvangi.“ Kristín segist draga þá ályktun að stjórn og framkvæmdastjóri hafi brugðist þolendum og fært ábyrgðina af áreitnis- og ofbeldismálum af höndum félagsins og gerenda og á axlir þolenda. Málunum sé ekki lokið af hálfu þolenda þó þeim sé það af hálfu FÍ. „Þó að nú sé verið að breyta vinnubrögðum með því að kalla til fagaðila er það of seint. Of mikill skaði hefur orðið á orðspori og trúverðugleika félagsins af völdum núverandi stjórnenda. Til að endurvinna traust þarf nýtt fólk að taka við stjórn félagsins sem fyrst svo hægt sé að hefja uppbyggingarstarf,“ segir Kristín. Bréf Kristínar í heild má finna á vefsíðu Stundarinnar. Ólga innan Ferðafélags Íslands MeToo Kynferðisofbeldi Félagasamtök Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Sjá meira
„Eftir fund okkar í gær og nokkra íhugun hef ég ákveðið að leggja fram vantrauststillögu á stjórn og framkvæmdastjóra Ferðafélags Íslands á félagsfundi 27. október. Ég óska því eftir að vantrauststillagan verð sett á formlega dagskrá fundarins og að leynileg atkvæðagreiðsla fari fram um hana,“ segir Kristín í erindi sem hún sendi stjórn FÍ í morgun. Hún segir að á fundinum hafi hún orðið þess áskynja að stjórn og framkvæmdastjóri virtust ekki gera sér fyllilega grein fyrir því hversu alvarlegt það væri að taka kvartanir um áreitni og ofbeldi ekki alvarlega. Kristín segir að á fundinum hafi meðal annars verið farið yfir fimm af sex málum sem stjórn félagsins viðurkennir að hafi komið upp á síðustu fimm árum. „Af þeim fimm málum sem við fórum yfir á fundinum enduðu fjögur með því að þolendur þurftu að axla alla ábyrgð á lausn málsins á meðan að menn sem hafa gerst brotlegir við reglur félagsins og landslög, hafa sumir fengið fleiri en eitt tækifæri til að brjóta aftur af sér. Fimmta málið var leyst snaggaralega, en ekki án mótbyrs innan stjórnar, af Önnu Dóru Sæþórsdóttur sem nú hefur sagt af sér embætti m.a. vegna þess hversu lítinn stuðning hún fékk til faglegra og ábyrgra vinnubragða til að leysa slík mál.“ Segir áreitnimál er varða fararstjóra mögulega skipta tugum Mikil ólga hefur ríkt innan Ferðafélagsins frá því að Anna Dóra steig fram og sagði af sér eftir að hafa lent upp á kant við aðra stjórnarmenn. Þeim ber ekki saman um hversu stórt vandamál áreitni- og ofbeldismál séu innan félagsins. „Á fundinum varð ljóst að stjórnendur halla sér að mjög þröngum skilgreiningum varðandi áreitnis- og ofbeldismál og er það líkleg skýring á því hversu fá atvik félagið viðurkennir. Þá er tilhneiging til að horfa fram hjá atvikum af völdum þeirra sem starfa fyrir félagið ef áreitnin/ofbeldið á sér stað utan vinnu eða yfirráðasvæða félagsins,“ segir Kristín í erindi sínu til stjórnar. „Undanfarna daga hef ég verið í sambandi við fjölda kvenna sem hafa sögur að segja sem tengjast Ferðafélaginu og auðheyrt er að þolendur hafa ekkert traust til félagsins til að leysa slík mál á farsælan hátt. Mér hafa t.d. borist upplýsingar um að atvik er varða einn fararstjóra félagsins skipti jafnvel tugum á vettvangi félagsins. Fjöldi erinda hefur borist mér varðandi sama aðila í störfum hans á öðrum vettvangi.“ Kristín segist draga þá ályktun að stjórn og framkvæmdastjóri hafi brugðist þolendum og fært ábyrgðina af áreitnis- og ofbeldismálum af höndum félagsins og gerenda og á axlir þolenda. Málunum sé ekki lokið af hálfu þolenda þó þeim sé það af hálfu FÍ. „Þó að nú sé verið að breyta vinnubrögðum með því að kalla til fagaðila er það of seint. Of mikill skaði hefur orðið á orðspori og trúverðugleika félagsins af völdum núverandi stjórnenda. Til að endurvinna traust þarf nýtt fólk að taka við stjórn félagsins sem fyrst svo hægt sé að hefja uppbyggingarstarf,“ segir Kristín. Bréf Kristínar í heild má finna á vefsíðu Stundarinnar.
Ólga innan Ferðafélags Íslands MeToo Kynferðisofbeldi Félagasamtök Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Sjá meira