Andstæðingur stéttarfélaga? Vilhjálmur Árnason skrifar 26. október 2022 10:00 Frelsi launafólks til að velja sér stéttarfélag hefur verið mikið til umræðu upp á síðkastið, bæði á Alþingi og í samfélaginu í kjölfar frumvarps til laga um félagafrelsi á vinnumarkaði sem við þingmenn Sjálfstæðisflokksins lögðum nýlega fram. Þrátt fyrir að frumvarpið mæli ekki fyrir um ógnvænlegri hluti en að afnema þær þvinganir til aðildar að tilteknum stéttarfélögum sem hvíla á launafólki og tryggi rétt allra launamanna til sjúkratrygginga hefur frumvarpið vakið upp mikinn ótta í verkalýðsforkólfum og ýmsum þingmönnum. Ótti þeirra og áhyggjur snúa að því að launafólk í stéttarfélögum taki sjálfstæða og óþvingaða ákvörðun um að ganga úr þeim með tilheyrandi lækkun á stéttarfélagsaðild á íslenskum vinnumarkaði sem muni veikja samstöðu launafólks. Ef litið er til íslensks vinnumarkaðs verður ekki séð að samstaða launafólks og há stéttarfélagsaðild haldist í hendur. Þrátt fyrir að hér sé rúmlega 90% launafólks í stéttarfélagi, sem er hæsta hlutfallið innan OECD ríkjanna, hefur ekki farið mikið fyrir samstöðu launafólks og má þá helst nefna ASÍ þingið sem haldið var um daginn, sem sýndi greinilegan klofning og grimmileg átök innan verkalýðshreyfingarinnar. Því er ljóst að ekki er hægt að ganga út frá því að há stéttarfélagsaðild leiði endilega af sér samstöðu innan stéttarfélaganna. Getur ekki verið að samstaða launafólks ráðist frekar af frelsi þeirra til að ákveða hvaða stéttarfélag gætir þeirra hagsmuna? Að stéttarfélag sé sterkara ef allir félagsmenn þess virkilega vilja eiga aðild að því. Gæti hugsast að samtakamáttur fjölmenns stéttarfélags sé ekki sérstaklega mikill ef launafólkið er þvingað til að ganga í félagið? Frumvarp Sjálfstæðisflokksins um félagafrelsi á vinnumarkaði er gert að fyrirmynd dönsku laganna um félagafrelsi á vinnumarkaði og myndi tryggja að félagafrelsi launafólks hér á landi nyti sömu verndar og kollega þeirra í Danmörku. Og ekki má ætla að slíku fyrirkomulagi fylgi sú ógn og skelfing sem andstæðingar frumvarpsins hafa haldið fram, enda er stéttarfélagsaðild í Danmörku sú næst hæsta innan OECD ríkjanna. Og mig grunar að samstaða og samtakamáttur launafólks þar í landi sé öllu meiri en á Íslandi sem stendur. Frelsi fylgir styrkur Að mati undirritaðs er ekki ástæða til að líta svo á að félagafrelsið, frekar en önnur mannréttindi, sé einhver andstæðingur eða óvinur stéttarfélaganna. Að ekki þurfi að velja á milli félagafrelsis og stéttarfélaga, heldur geti frelsið og félögin lifað í sátt og samlyndi. Nærtækara er að ætla að aukið félagafrelsi á vinnumarkaði styrki stéttarfélögin. Loksins þyrftu stéttarfélög, líkt og önnur félög, að hafa eitthvað fyrir því að fá til sín félagsmenn. Loksins væri kominn alvöru hvati fyrir stéttarfélög að veita félagsmönnum sínum framúrskarandi þjónustu, standa betur vörð um sína félagsmenn ef óánægður félagsmaður hefur möguleika á því að skipta um stéttarfélag. Stéttarfélög eiga ekki að geta verið í áskrift að launafólki, þau eiga ekki að fá félagsmenn og þeirra fjármuni í hendurnar sjálfkrafa. Launafólk á að geta ákveðið sjálft hvar hagsmunum þeirra er best borgið. Verði frumvarpið að lögum getur launafólk gert meiri kröfur til sinna stéttarfélaga sem mun án efa skila sér í öflugri stéttarfélögum, launafólki til hagsbóta. Höfundur er varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Árnason Stéttarfélög Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Frelsi launafólks til að velja sér stéttarfélag hefur verið mikið til umræðu upp á síðkastið, bæði á Alþingi og í samfélaginu í kjölfar frumvarps til laga um félagafrelsi á vinnumarkaði sem við þingmenn Sjálfstæðisflokksins lögðum nýlega fram. Þrátt fyrir að frumvarpið mæli ekki fyrir um ógnvænlegri hluti en að afnema þær þvinganir til aðildar að tilteknum stéttarfélögum sem hvíla á launafólki og tryggi rétt allra launamanna til sjúkratrygginga hefur frumvarpið vakið upp mikinn ótta í verkalýðsforkólfum og ýmsum þingmönnum. Ótti þeirra og áhyggjur snúa að því að launafólk í stéttarfélögum taki sjálfstæða og óþvingaða ákvörðun um að ganga úr þeim með tilheyrandi lækkun á stéttarfélagsaðild á íslenskum vinnumarkaði sem muni veikja samstöðu launafólks. Ef litið er til íslensks vinnumarkaðs verður ekki séð að samstaða launafólks og há stéttarfélagsaðild haldist í hendur. Þrátt fyrir að hér sé rúmlega 90% launafólks í stéttarfélagi, sem er hæsta hlutfallið innan OECD ríkjanna, hefur ekki farið mikið fyrir samstöðu launafólks og má þá helst nefna ASÍ þingið sem haldið var um daginn, sem sýndi greinilegan klofning og grimmileg átök innan verkalýðshreyfingarinnar. Því er ljóst að ekki er hægt að ganga út frá því að há stéttarfélagsaðild leiði endilega af sér samstöðu innan stéttarfélaganna. Getur ekki verið að samstaða launafólks ráðist frekar af frelsi þeirra til að ákveða hvaða stéttarfélag gætir þeirra hagsmuna? Að stéttarfélag sé sterkara ef allir félagsmenn þess virkilega vilja eiga aðild að því. Gæti hugsast að samtakamáttur fjölmenns stéttarfélags sé ekki sérstaklega mikill ef launafólkið er þvingað til að ganga í félagið? Frumvarp Sjálfstæðisflokksins um félagafrelsi á vinnumarkaði er gert að fyrirmynd dönsku laganna um félagafrelsi á vinnumarkaði og myndi tryggja að félagafrelsi launafólks hér á landi nyti sömu verndar og kollega þeirra í Danmörku. Og ekki má ætla að slíku fyrirkomulagi fylgi sú ógn og skelfing sem andstæðingar frumvarpsins hafa haldið fram, enda er stéttarfélagsaðild í Danmörku sú næst hæsta innan OECD ríkjanna. Og mig grunar að samstaða og samtakamáttur launafólks þar í landi sé öllu meiri en á Íslandi sem stendur. Frelsi fylgir styrkur Að mati undirritaðs er ekki ástæða til að líta svo á að félagafrelsið, frekar en önnur mannréttindi, sé einhver andstæðingur eða óvinur stéttarfélaganna. Að ekki þurfi að velja á milli félagafrelsis og stéttarfélaga, heldur geti frelsið og félögin lifað í sátt og samlyndi. Nærtækara er að ætla að aukið félagafrelsi á vinnumarkaði styrki stéttarfélögin. Loksins þyrftu stéttarfélög, líkt og önnur félög, að hafa eitthvað fyrir því að fá til sín félagsmenn. Loksins væri kominn alvöru hvati fyrir stéttarfélög að veita félagsmönnum sínum framúrskarandi þjónustu, standa betur vörð um sína félagsmenn ef óánægður félagsmaður hefur möguleika á því að skipta um stéttarfélag. Stéttarfélög eiga ekki að geta verið í áskrift að launafólki, þau eiga ekki að fá félagsmenn og þeirra fjármuni í hendurnar sjálfkrafa. Launafólk á að geta ákveðið sjálft hvar hagsmunum þeirra er best borgið. Verði frumvarpið að lögum getur launafólk gert meiri kröfur til sinna stéttarfélaga sem mun án efa skila sér í öflugri stéttarfélögum, launafólki til hagsbóta. Höfundur er varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun