Stefnir í tveggja og hálfrar gráðu hlýnun á meðan ríki draga lappirnar Kjartan Kjartansson skrifar 26. október 2022 08:42 Rústir húss sem eyðilagðist þegar fellibylurinn Ian gekk yfir Flórída í Bandaríkjunum fyrr í þessum mánuði. Auknar veðuröfgar eru einn af fylgifiskum hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. AP/Jay Reeves Útlit er fyrir að hnattræn hlýnun nái tveimur og hálfri gráðu fyrir lok aldarinnar ef ríki heims auka ekki metnað sinn í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Það er heilli gráðu meira en stefnt er að með Parísarsamkomulaginu til þess að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. Í skýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna er áætlað að losun mannkynsins aukist um 10,6% á milli áranna 2010 og 2030 sem er engu að síður nokkuð minna en spá frá því í fyrra sem hljóðaði upp á 13,7% aukningu. Það er víðsfjarri þeim 45% samdrætti sem vísindamenn segja að þurfi að nást fyrir lok áratugsins ef loftslagsmarkmiðin eiga að halda. Áætlun nefndarinnar um tveggja og hálfrar gráðu hlýnun byggir á núverandi landsmarkmiðum ríkja um samdrátt í losun. Hún er þannig háð því að ríkin standi við þau. Parísarsamkomulagið gerir ráð fyrir því að ríki uppfæri reglulega landsmarkmiðin og geri þau háleitari með tímanum. „Við erum enn hvergi nærri því umfangi og hraða samdráttar í losun sem við þurfum til þess að halda hlýnun við eina og hálfa gráðu. Til þess að halda þessu markmiði á lífi verða ríkisstjórnir heims að efla aðgerðaáætlanir sínar í loftslagsmálum strax og framfylgja þeim á næstu átta árunum,“ segir Simon Stiell, framkvæmdastjóri rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Næsta stóra loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna verður haldin í Sharm el-Sheikh í Egyptalandi í næsta mánuði. Þar er búist við því að ríki reyni að leggja fram metnaðarfyllri aðgerðir til þess að takmarka hnattræna hlýnun. Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Í skýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna er áætlað að losun mannkynsins aukist um 10,6% á milli áranna 2010 og 2030 sem er engu að síður nokkuð minna en spá frá því í fyrra sem hljóðaði upp á 13,7% aukningu. Það er víðsfjarri þeim 45% samdrætti sem vísindamenn segja að þurfi að nást fyrir lok áratugsins ef loftslagsmarkmiðin eiga að halda. Áætlun nefndarinnar um tveggja og hálfrar gráðu hlýnun byggir á núverandi landsmarkmiðum ríkja um samdrátt í losun. Hún er þannig háð því að ríkin standi við þau. Parísarsamkomulagið gerir ráð fyrir því að ríki uppfæri reglulega landsmarkmiðin og geri þau háleitari með tímanum. „Við erum enn hvergi nærri því umfangi og hraða samdráttar í losun sem við þurfum til þess að halda hlýnun við eina og hálfa gráðu. Til þess að halda þessu markmiði á lífi verða ríkisstjórnir heims að efla aðgerðaáætlanir sínar í loftslagsmálum strax og framfylgja þeim á næstu átta árunum,“ segir Simon Stiell, framkvæmdastjóri rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Næsta stóra loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna verður haldin í Sharm el-Sheikh í Egyptalandi í næsta mánuði. Þar er búist við því að ríki reyni að leggja fram metnaðarfyllri aðgerðir til þess að takmarka hnattræna hlýnun.
Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira