Innlent

Umhverfisstofnun leggur til gjaldtöku vegna nagladekkja

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Þorsteinn segir til mikils að vinna.
Þorsteinn segir til mikils að vinna. Vísir/Vilhelm

Umhverfisstofnun vinnur nú að því að uppfæra áætlun um loftgæði en meðal breytinga er að lagt verður til að sveitarfélög fái heimild til að leggja gjald á notkun nagladekkja.

Frá þessu greinir Fréttablaðið.

Ef þetta á að ganga eftir þarf að gera breytingu á umferðarlögum en Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur í loftgæðum hjá Umhverfisstofnun, segir í samtali við Fréttablaðið að til mikils sé að vinna þar sem breytingin myndi draga úr svifryki og sliti á götum.

Að sögn Þorsteins nemur gjaldið í Noregi 20 þúsund krónum fyrir veturinn, miðað við fjögur nagladekk.

„Það hefur verið gagn­rýnt að svona gjald yrði lands­byggðar­skattur en það er ekki þannig. Þetta yrði skattur á þá sem búa á höfuð­borgar­svæðinu og væri hægt að út­færa þannig að gestir á nöglum borgi dag­gjald, líkt og að leggja við stöðu­mæli,“ segir Þorsteinn.

Alexandra Briem, formaður borgarráðs Reykjavíkuborgar, segir sér lítast vel á tillöguna og vona að hún gangi eftir. „Við höfum kallað eftir að­ferðum til að draga úr notkun nagla­dekkja, sporna við svif­ryki og minnka slit á götum,“ segir hún.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×