„Þú færð svona tilfinningu eins og þú sért að spila úrslitaleik“ Jón Már Ferro skrifar 25. október 2022 21:55 Snorri Steinn Guðjónsson var eðlilega stoltur af sínum mönnum í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var að vonum mjög stoltur af sínum mönnum eftir órúlegan 44–39 sigur á móti Ferencváros. Leikurinn var magnaður frá a–ö. Fyrir leik bjuggust flestir við sigri Ungverjanna. Lærisveinar Snorra tóku það ekki í mál. „Við sprengdum upp hraðann og rúmlega það. Þeir áttu engin svör við því í fyrri hálfleik. Auðvitað keyra þeir svo bara á okkur í seinni hálfleik og við erum í vandræðum með það svosem. Þegar við náðum okkar vopnum að vera aðeins aggressivir, þá trufluðum við þá. Við lendum samt alveg í vandræðum með þá Lékai í stöðunni maður á mann. Þeir skora 39 mörk. Það er mjög mikið að fá á sig.“ Snorri var á því að þessi leikur hafi verið öðruvísi en aðrir leikir Vals á tímabilinu. „Ég ætla að segja að þetta sé gott lið. Auðvitað getum við lagað fullt en þetta er önnur dýnamík og þetta eru allt alvöru skrokkar. Frábærir maður á mann og góður línumaður. Það er bara erfiðara að eiga við þetta heldur en við erum vanir. Vonandi náum við að aðlaga okkur að þessu. Við þurfum að spila betri vörn og fá á okkur færri mörk en 39 held ég í framhaldinu.“ Það var mikið rætt og ritað um stærð leiksins í aðdragandanum. Allt stóðst að mati Snorra. „Það er erfitt að segja en auðvitað er öll umgjörð og umtal í kringum svona leiki og þú færð svona tilfinningu að þú sért að spila úrslitaleik. Þú þarft ekkert að gíra menn inn í þetta. Með fullri virðingu fyrir öllum deildarleikjum, þú getur borið þetta saman við Final 4 í bikarnum. Það þekkja það allir þjálfarar og leikmenn að spennustigið þar er bara öðruvísi heldur en í deildarleikjum.“ Snorri óttast ekki athyglina sem sumir af hans leikmönnum munu fá í kjölfar leiksins. „Ekkert eftir þennan leik. Ég vissi að þetta yrði svona og sagði það í viðtali um daginn. Það segir sig sjálft. Þeir sem standa sig vel þeir komast á kortið. Ég óttast það ekki. Ég yrði frekar ánægður fyrir þeirra hönd.“ Eins og sást í kvöld þá er munur á milli leikja í Olís deildinni og EHF Evrópukeppninni. Það er ein af áskorunum Valsara á komandi tímabili. „Alveg örugglega einhverntímann. Leiknum okkar á föstudaginn var frestað. Næsti leikur er úti á Benidorm, í þessari geggjuðu keppni. Það er flott, því við fáum góðan tíma til endurheimtar fyrir hann. Kúnstin hjá mér og leikmönnum verður að geta skipt á milli. Eðlilega fljúga menn svolítið hátt núna. Það er fegurðin í þessu fyrir mig sem þjálfara að þurfa glíma við þetta.“ Handbolti Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Ferencváros 43-39 | Ungverjarnir réðu ekkert við hraða Valsmanna Evrópuævintýri meistaraliðs Vals hófst í kvöld með öruggum marka sigri liðsins gegn ungverska liðinu Ferencváros, . Valsmenn keyrðu látlaust á Ungverjana í fyrri hálfleik og náðu mest tíu marka forskoti í leiknum. 25. október 2022 20:20 Mest lesið Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Sport Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Sjá meira
Leikurinn var magnaður frá a–ö. Fyrir leik bjuggust flestir við sigri Ungverjanna. Lærisveinar Snorra tóku það ekki í mál. „Við sprengdum upp hraðann og rúmlega það. Þeir áttu engin svör við því í fyrri hálfleik. Auðvitað keyra þeir svo bara á okkur í seinni hálfleik og við erum í vandræðum með það svosem. Þegar við náðum okkar vopnum að vera aðeins aggressivir, þá trufluðum við þá. Við lendum samt alveg í vandræðum með þá Lékai í stöðunni maður á mann. Þeir skora 39 mörk. Það er mjög mikið að fá á sig.“ Snorri var á því að þessi leikur hafi verið öðruvísi en aðrir leikir Vals á tímabilinu. „Ég ætla að segja að þetta sé gott lið. Auðvitað getum við lagað fullt en þetta er önnur dýnamík og þetta eru allt alvöru skrokkar. Frábærir maður á mann og góður línumaður. Það er bara erfiðara að eiga við þetta heldur en við erum vanir. Vonandi náum við að aðlaga okkur að þessu. Við þurfum að spila betri vörn og fá á okkur færri mörk en 39 held ég í framhaldinu.“ Það var mikið rætt og ritað um stærð leiksins í aðdragandanum. Allt stóðst að mati Snorra. „Það er erfitt að segja en auðvitað er öll umgjörð og umtal í kringum svona leiki og þú færð svona tilfinningu að þú sért að spila úrslitaleik. Þú þarft ekkert að gíra menn inn í þetta. Með fullri virðingu fyrir öllum deildarleikjum, þú getur borið þetta saman við Final 4 í bikarnum. Það þekkja það allir þjálfarar og leikmenn að spennustigið þar er bara öðruvísi heldur en í deildarleikjum.“ Snorri óttast ekki athyglina sem sumir af hans leikmönnum munu fá í kjölfar leiksins. „Ekkert eftir þennan leik. Ég vissi að þetta yrði svona og sagði það í viðtali um daginn. Það segir sig sjálft. Þeir sem standa sig vel þeir komast á kortið. Ég óttast það ekki. Ég yrði frekar ánægður fyrir þeirra hönd.“ Eins og sást í kvöld þá er munur á milli leikja í Olís deildinni og EHF Evrópukeppninni. Það er ein af áskorunum Valsara á komandi tímabili. „Alveg örugglega einhverntímann. Leiknum okkar á föstudaginn var frestað. Næsti leikur er úti á Benidorm, í þessari geggjuðu keppni. Það er flott, því við fáum góðan tíma til endurheimtar fyrir hann. Kúnstin hjá mér og leikmönnum verður að geta skipt á milli. Eðlilega fljúga menn svolítið hátt núna. Það er fegurðin í þessu fyrir mig sem þjálfara að þurfa glíma við þetta.“
Handbolti Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Ferencváros 43-39 | Ungverjarnir réðu ekkert við hraða Valsmanna Evrópuævintýri meistaraliðs Vals hófst í kvöld með öruggum marka sigri liðsins gegn ungverska liðinu Ferencváros, . Valsmenn keyrðu látlaust á Ungverjana í fyrri hálfleik og náðu mest tíu marka forskoti í leiknum. 25. október 2022 20:20 Mest lesið Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Sport Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Sjá meira
Leik lokið: Valur - Ferencváros 43-39 | Ungverjarnir réðu ekkert við hraða Valsmanna Evrópuævintýri meistaraliðs Vals hófst í kvöld með öruggum marka sigri liðsins gegn ungverska liðinu Ferencváros, . Valsmenn keyrðu látlaust á Ungverjana í fyrri hálfleik og náðu mest tíu marka forskoti í leiknum. 25. október 2022 20:20