„Þú færð svona tilfinningu eins og þú sért að spila úrslitaleik“ Jón Már Ferro skrifar 25. október 2022 21:55 Snorri Steinn Guðjónsson var eðlilega stoltur af sínum mönnum í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var að vonum mjög stoltur af sínum mönnum eftir órúlegan 44–39 sigur á móti Ferencváros. Leikurinn var magnaður frá a–ö. Fyrir leik bjuggust flestir við sigri Ungverjanna. Lærisveinar Snorra tóku það ekki í mál. „Við sprengdum upp hraðann og rúmlega það. Þeir áttu engin svör við því í fyrri hálfleik. Auðvitað keyra þeir svo bara á okkur í seinni hálfleik og við erum í vandræðum með það svosem. Þegar við náðum okkar vopnum að vera aðeins aggressivir, þá trufluðum við þá. Við lendum samt alveg í vandræðum með þá Lékai í stöðunni maður á mann. Þeir skora 39 mörk. Það er mjög mikið að fá á sig.“ Snorri var á því að þessi leikur hafi verið öðruvísi en aðrir leikir Vals á tímabilinu. „Ég ætla að segja að þetta sé gott lið. Auðvitað getum við lagað fullt en þetta er önnur dýnamík og þetta eru allt alvöru skrokkar. Frábærir maður á mann og góður línumaður. Það er bara erfiðara að eiga við þetta heldur en við erum vanir. Vonandi náum við að aðlaga okkur að þessu. Við þurfum að spila betri vörn og fá á okkur færri mörk en 39 held ég í framhaldinu.“ Það var mikið rætt og ritað um stærð leiksins í aðdragandanum. Allt stóðst að mati Snorra. „Það er erfitt að segja en auðvitað er öll umgjörð og umtal í kringum svona leiki og þú færð svona tilfinningu að þú sért að spila úrslitaleik. Þú þarft ekkert að gíra menn inn í þetta. Með fullri virðingu fyrir öllum deildarleikjum, þú getur borið þetta saman við Final 4 í bikarnum. Það þekkja það allir þjálfarar og leikmenn að spennustigið þar er bara öðruvísi heldur en í deildarleikjum.“ Snorri óttast ekki athyglina sem sumir af hans leikmönnum munu fá í kjölfar leiksins. „Ekkert eftir þennan leik. Ég vissi að þetta yrði svona og sagði það í viðtali um daginn. Það segir sig sjálft. Þeir sem standa sig vel þeir komast á kortið. Ég óttast það ekki. Ég yrði frekar ánægður fyrir þeirra hönd.“ Eins og sást í kvöld þá er munur á milli leikja í Olís deildinni og EHF Evrópukeppninni. Það er ein af áskorunum Valsara á komandi tímabili. „Alveg örugglega einhverntímann. Leiknum okkar á föstudaginn var frestað. Næsti leikur er úti á Benidorm, í þessari geggjuðu keppni. Það er flott, því við fáum góðan tíma til endurheimtar fyrir hann. Kúnstin hjá mér og leikmönnum verður að geta skipt á milli. Eðlilega fljúga menn svolítið hátt núna. Það er fegurðin í þessu fyrir mig sem þjálfara að þurfa glíma við þetta.“ Handbolti Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Ferencváros 43-39 | Ungverjarnir réðu ekkert við hraða Valsmanna Evrópuævintýri meistaraliðs Vals hófst í kvöld með öruggum marka sigri liðsins gegn ungverska liðinu Ferencváros, . Valsmenn keyrðu látlaust á Ungverjana í fyrri hálfleik og náðu mest tíu marka forskoti í leiknum. 25. október 2022 20:20 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Sjá meira
Leikurinn var magnaður frá a–ö. Fyrir leik bjuggust flestir við sigri Ungverjanna. Lærisveinar Snorra tóku það ekki í mál. „Við sprengdum upp hraðann og rúmlega það. Þeir áttu engin svör við því í fyrri hálfleik. Auðvitað keyra þeir svo bara á okkur í seinni hálfleik og við erum í vandræðum með það svosem. Þegar við náðum okkar vopnum að vera aðeins aggressivir, þá trufluðum við þá. Við lendum samt alveg í vandræðum með þá Lékai í stöðunni maður á mann. Þeir skora 39 mörk. Það er mjög mikið að fá á sig.“ Snorri var á því að þessi leikur hafi verið öðruvísi en aðrir leikir Vals á tímabilinu. „Ég ætla að segja að þetta sé gott lið. Auðvitað getum við lagað fullt en þetta er önnur dýnamík og þetta eru allt alvöru skrokkar. Frábærir maður á mann og góður línumaður. Það er bara erfiðara að eiga við þetta heldur en við erum vanir. Vonandi náum við að aðlaga okkur að þessu. Við þurfum að spila betri vörn og fá á okkur færri mörk en 39 held ég í framhaldinu.“ Það var mikið rætt og ritað um stærð leiksins í aðdragandanum. Allt stóðst að mati Snorra. „Það er erfitt að segja en auðvitað er öll umgjörð og umtal í kringum svona leiki og þú færð svona tilfinningu að þú sért að spila úrslitaleik. Þú þarft ekkert að gíra menn inn í þetta. Með fullri virðingu fyrir öllum deildarleikjum, þú getur borið þetta saman við Final 4 í bikarnum. Það þekkja það allir þjálfarar og leikmenn að spennustigið þar er bara öðruvísi heldur en í deildarleikjum.“ Snorri óttast ekki athyglina sem sumir af hans leikmönnum munu fá í kjölfar leiksins. „Ekkert eftir þennan leik. Ég vissi að þetta yrði svona og sagði það í viðtali um daginn. Það segir sig sjálft. Þeir sem standa sig vel þeir komast á kortið. Ég óttast það ekki. Ég yrði frekar ánægður fyrir þeirra hönd.“ Eins og sást í kvöld þá er munur á milli leikja í Olís deildinni og EHF Evrópukeppninni. Það er ein af áskorunum Valsara á komandi tímabili. „Alveg örugglega einhverntímann. Leiknum okkar á föstudaginn var frestað. Næsti leikur er úti á Benidorm, í þessari geggjuðu keppni. Það er flott, því við fáum góðan tíma til endurheimtar fyrir hann. Kúnstin hjá mér og leikmönnum verður að geta skipt á milli. Eðlilega fljúga menn svolítið hátt núna. Það er fegurðin í þessu fyrir mig sem þjálfara að þurfa glíma við þetta.“
Handbolti Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Ferencváros 43-39 | Ungverjarnir réðu ekkert við hraða Valsmanna Evrópuævintýri meistaraliðs Vals hófst í kvöld með öruggum marka sigri liðsins gegn ungverska liðinu Ferencváros, . Valsmenn keyrðu látlaust á Ungverjana í fyrri hálfleik og náðu mest tíu marka forskoti í leiknum. 25. október 2022 20:20 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Sjá meira
Leik lokið: Valur - Ferencváros 43-39 | Ungverjarnir réðu ekkert við hraða Valsmanna Evrópuævintýri meistaraliðs Vals hófst í kvöld með öruggum marka sigri liðsins gegn ungverska liðinu Ferencváros, . Valsmenn keyrðu látlaust á Ungverjana í fyrri hálfleik og náðu mest tíu marka forskoti í leiknum. 25. október 2022 20:20