Dyngjan gefst upp og lokar áfangaheimili sínu Jakob Bjarnar skrifar 25. október 2022 15:55 Áfangaheimili Dyngjunnar, hið eina sinnar tegundar sem tekur á móti og veitir konum athvarf sem koma úr vímuefnameðferð og eiga hvergi höfði sínu að halla, mun að öllu óbreyttu hætta starfsemi um næstu áramót. Í tilkynningu frá stjórn segir að um afar þungbæra ákvörðun sé að ræða en heimilið hefur verið starfrækt allt frá árinu 1988. Ástæðan er slæm fjárhagsstaða og ekki varð það til að bæta úr skák þegar upp kom grunur um misferli fyrrverandi forstöðukonu heimilisins. Vísir hefur fjallað ítarlega um það mál. „Seint í vor fékk stjórn ábendingar um misræmi í bókhaldi sem brugðist var við snarlega. Við ítarlega skoðun vaknaði grunur um að fjármunum félagsins hafi verið ráðstafað í annað en rekstur heimilisins. Einnig kom í ljós að fjárhagsstaða félagsins var mun alvarlegri en stjórn Dyngjunnar hafði vitneskju um,“ segir í tilkynningunni sem stjórnin sendir frá sér nú. Málaferlin ríða starfseminni á slig Þar kemur jafnframt fram að ekki hafi verið sýnd nægileg aðgæsla og aðhald í fjármálum undanfarin árin og fyrrverandi forstöðukona hafi ekki aflað styrkja í eins miklum mæli og æskilegt hefði verið. Eins og Vísir hefur greint frá var ætlunin að sækja forstöðukonuna til saka en hún setti fram gagnkröfur. Málaferlin virðast nú hafa riðið starfseminni endanlega á slig. „Stjórn Dyngjunnar telur að kröfur fyrrverandi forstöðukonu á hendur Dyngjunni og stjórnarformanni hennar séu tilhæfulausar og hefur verið stefnt fyrir dómstóla, þar sem brugðist verður við þeim, auk þess sem málið verður sett í kæruferli hjá lögreglu. Ljóst er að félagið stendur aldrei undir þeim skuldbindingum, félli mál forstöðukonunnar henni í vil.“ Breytt og í raun vonlaus rekstrarstaða Þannig liggja nú fyrir breyttar staða gagnvart viðkvæmum rekstri. Styrktaraðilum hefur fækkað til muna og forsendur fyrir rekstri eins og verið hefur eru brostnar. Stjórnin mun leita allra leiða til að fá aðra aðila að rekstri áfangaheimilisins en að öllu óbreyttu mun því verða lokað um næstu áramót. „Það sem tekur við nú er að tryggja dvalarstað fyrir núverandi skjólstæðinga og verður það gert í samstarfi við Reykjavíkurborg, og fleiri sem að rekstrinum koma. Stjórn Dyngjunnar harmar að þessi staða sé orðin að raunveruleika. Hún vill jafnframt koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem stutt hafa við starfið í gegnum tíðina, sem sjálfboðaliðar, styrktaraðilar eða starfsmenn,“ segir í niðurlagi tilkynningarinnar. Fjármál heimilisins Félagasamtök Fíkn Dómsmál Tengdar fréttir Dyngjan fullyrðir að fyrir liggi fjöldi óútskýrðra úttekta forstöðukonunnar Að sögn lögmanns stjórnar Dyngjunnar, áfangaheimili fyrir konur sem koma úr vímuefnameðferð, liggja fyrir fjöldi óútskýrðra úttekta sem fyrrverandi forstöðukona heimilisins hefur ekki skýrt. Stjórn heimilisins hafi því fundið sig knúna til að segja forstöðukonunni upp störfum. 7. september 2022 13:05 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Í tilkynningu frá stjórn segir að um afar þungbæra ákvörðun sé að ræða en heimilið hefur verið starfrækt allt frá árinu 1988. Ástæðan er slæm fjárhagsstaða og ekki varð það til að bæta úr skák þegar upp kom grunur um misferli fyrrverandi forstöðukonu heimilisins. Vísir hefur fjallað ítarlega um það mál. „Seint í vor fékk stjórn ábendingar um misræmi í bókhaldi sem brugðist var við snarlega. Við ítarlega skoðun vaknaði grunur um að fjármunum félagsins hafi verið ráðstafað í annað en rekstur heimilisins. Einnig kom í ljós að fjárhagsstaða félagsins var mun alvarlegri en stjórn Dyngjunnar hafði vitneskju um,“ segir í tilkynningunni sem stjórnin sendir frá sér nú. Málaferlin ríða starfseminni á slig Þar kemur jafnframt fram að ekki hafi verið sýnd nægileg aðgæsla og aðhald í fjármálum undanfarin árin og fyrrverandi forstöðukona hafi ekki aflað styrkja í eins miklum mæli og æskilegt hefði verið. Eins og Vísir hefur greint frá var ætlunin að sækja forstöðukonuna til saka en hún setti fram gagnkröfur. Málaferlin virðast nú hafa riðið starfseminni endanlega á slig. „Stjórn Dyngjunnar telur að kröfur fyrrverandi forstöðukonu á hendur Dyngjunni og stjórnarformanni hennar séu tilhæfulausar og hefur verið stefnt fyrir dómstóla, þar sem brugðist verður við þeim, auk þess sem málið verður sett í kæruferli hjá lögreglu. Ljóst er að félagið stendur aldrei undir þeim skuldbindingum, félli mál forstöðukonunnar henni í vil.“ Breytt og í raun vonlaus rekstrarstaða Þannig liggja nú fyrir breyttar staða gagnvart viðkvæmum rekstri. Styrktaraðilum hefur fækkað til muna og forsendur fyrir rekstri eins og verið hefur eru brostnar. Stjórnin mun leita allra leiða til að fá aðra aðila að rekstri áfangaheimilisins en að öllu óbreyttu mun því verða lokað um næstu áramót. „Það sem tekur við nú er að tryggja dvalarstað fyrir núverandi skjólstæðinga og verður það gert í samstarfi við Reykjavíkurborg, og fleiri sem að rekstrinum koma. Stjórn Dyngjunnar harmar að þessi staða sé orðin að raunveruleika. Hún vill jafnframt koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem stutt hafa við starfið í gegnum tíðina, sem sjálfboðaliðar, styrktaraðilar eða starfsmenn,“ segir í niðurlagi tilkynningarinnar.
Fjármál heimilisins Félagasamtök Fíkn Dómsmál Tengdar fréttir Dyngjan fullyrðir að fyrir liggi fjöldi óútskýrðra úttekta forstöðukonunnar Að sögn lögmanns stjórnar Dyngjunnar, áfangaheimili fyrir konur sem koma úr vímuefnameðferð, liggja fyrir fjöldi óútskýrðra úttekta sem fyrrverandi forstöðukona heimilisins hefur ekki skýrt. Stjórn heimilisins hafi því fundið sig knúna til að segja forstöðukonunni upp störfum. 7. september 2022 13:05 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Dyngjan fullyrðir að fyrir liggi fjöldi óútskýrðra úttekta forstöðukonunnar Að sögn lögmanns stjórnar Dyngjunnar, áfangaheimili fyrir konur sem koma úr vímuefnameðferð, liggja fyrir fjöldi óútskýrðra úttekta sem fyrrverandi forstöðukona heimilisins hefur ekki skýrt. Stjórn heimilisins hafi því fundið sig knúna til að segja forstöðukonunni upp störfum. 7. september 2022 13:05