Fjörutíu börn komast ekki í skóla Bjarki Sigurðsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 24. október 2022 23:08 Unnur Sverrisdóttir er forstjóri Vinnumálastofnunar. Vísir/Egill Ríflega fjörutíu börn flóttafólks komast ekki í grunnskóla vegna þess að ríki og nokkur sveitarfélög hafa enn ekki samið. Forstjóri Vinnumálastofnunar sem vistar um þúsund manns í skammtímavistun segir brýnt að leysa málið. Aldrei hafa fleiri sótt um alþjóðlega vernd hér á landi og á þessu ári en í dag eru þeir orðnir ríflega þrjú þúsund og þrjú hundruð af þeim hafa tæplega tvö þúsund manns komið frá Úkraínu. Fjöldahjálparstöð var opnuð í þessum mánuði til að útvega fólki húsnæði um hríð en verið að vinna í að finna fleiri varanleg úrræði. Vinnumálastofnun sér um að útvega fólki skammtímahúsnæði. Nú í vikunni á að opna nýtt húsnæðisúrræði fyrir nokkur hundruð karla á flótta. „Það er alltaf þannig að það er reynt að hafa þetta aðskilið, fjölskyldufólkið saman með börnin og svo karlmennina eina,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Stofnunin rekur nú um þrettán húseignir í samstarfi við Reykjavík, Hafnarfjörð og Reykjanesbæ fyrir um þúsund manns. Unnur segir um skammtímaúrræði að ræða og svo þurfi fleiri sveitarfélög að taka við. Það hafi hins vegar ekki gengið nógu vel. „Ferlið er hugsað þannig að þá taki sveitarfélögin við flóttafólkinu og komi þeim í skóla, aðstoði með húsnæði og svo framvegis. Það stendur ekki nógu vel, það vantar að sveitarfélögin gangi til samninga við ríkið. Það liggja fyrir drög af samningi sem þau hafa ekki skrifað undir,“ segir Unnur. Þetta hafi meðal annars valdið því að börn hafi ekki enn þá komist í skóla. „Við höfum átt í erfiðleikum með að koma börnum í skóla sem eru ekki komin í varanlega búsetu hjá sveitarfélögum.“ Er það ekki alvarlegt fyrir börn sem eru nú þegar í veikri stöðu að komast ekki inn í skóla? „Jú það segir sig sjálft að þetta er mjög viðkvæm staða. Við erum að vinna að lausn að þessu og ég trúi ekki öðru en að þetta leysist á allra næstu dögum,“ segir Unnur. Vantar meira fjármagn Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að í rammasamningi sem gerður var í sumar um samræmda móttöku flóttamanna hafi vantað upp á varðandi húsnæðismál, þá sérstaklega varðandi börn. „Svo við getum jafnað stöðu barna. Það hefur strandað á því en við erum vonandi að sjá til lands. Ég heyri og finn að það eru sveitarfélögin sem ætla að semja um það,“ segir Heiða. Um hvað hefur helst verið deilt þarna? „Það hefur aðallega verið varðandi börnin. Það er mjög mikilvægt þegar börn koma inn í sveitarfélagið að gera það vel, taka vel á móti þeim og jafna þeirra stöðu á við annarra barna. Okkur fannst einfaldlega ekki nægilegt fjármagn með,“ segir Heiða en það ríkið sem sér um að taka á móti fólki og sér um að bjóða það velkomið hingað til lands. Heiða Björg er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.Vísir/Vilhelm Heiða segir sveitarfélögin gjarnan vilja fá fleiri íbúa og fá fleiri börn í skólana. Þó hafi ekki verið gert ráð fyrir svo hraðri og mikilli fjölgun. Því þurfi aukið fjármagn til að geta staðið vel að þessu líkt og sveitarfélögin vilja. „Við erum að sjá núna að þetta skiptir gríðarlegu máli. Það eru að koma svo margir, sveitarfélögin eiga eftir að þurfa að fara inn í það að byggja nýja skóla og leikskóla. Við eigum eftir að gera ýmislegt til að taka vel á móti þessum börnum og við þurfum að gera það,“ segir Heiða. Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Sveitarstjórnarmál Innflytjendamál Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira
Aldrei hafa fleiri sótt um alþjóðlega vernd hér á landi og á þessu ári en í dag eru þeir orðnir ríflega þrjú þúsund og þrjú hundruð af þeim hafa tæplega tvö þúsund manns komið frá Úkraínu. Fjöldahjálparstöð var opnuð í þessum mánuði til að útvega fólki húsnæði um hríð en verið að vinna í að finna fleiri varanleg úrræði. Vinnumálastofnun sér um að útvega fólki skammtímahúsnæði. Nú í vikunni á að opna nýtt húsnæðisúrræði fyrir nokkur hundruð karla á flótta. „Það er alltaf þannig að það er reynt að hafa þetta aðskilið, fjölskyldufólkið saman með börnin og svo karlmennina eina,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Stofnunin rekur nú um þrettán húseignir í samstarfi við Reykjavík, Hafnarfjörð og Reykjanesbæ fyrir um þúsund manns. Unnur segir um skammtímaúrræði að ræða og svo þurfi fleiri sveitarfélög að taka við. Það hafi hins vegar ekki gengið nógu vel. „Ferlið er hugsað þannig að þá taki sveitarfélögin við flóttafólkinu og komi þeim í skóla, aðstoði með húsnæði og svo framvegis. Það stendur ekki nógu vel, það vantar að sveitarfélögin gangi til samninga við ríkið. Það liggja fyrir drög af samningi sem þau hafa ekki skrifað undir,“ segir Unnur. Þetta hafi meðal annars valdið því að börn hafi ekki enn þá komist í skóla. „Við höfum átt í erfiðleikum með að koma börnum í skóla sem eru ekki komin í varanlega búsetu hjá sveitarfélögum.“ Er það ekki alvarlegt fyrir börn sem eru nú þegar í veikri stöðu að komast ekki inn í skóla? „Jú það segir sig sjálft að þetta er mjög viðkvæm staða. Við erum að vinna að lausn að þessu og ég trúi ekki öðru en að þetta leysist á allra næstu dögum,“ segir Unnur. Vantar meira fjármagn Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að í rammasamningi sem gerður var í sumar um samræmda móttöku flóttamanna hafi vantað upp á varðandi húsnæðismál, þá sérstaklega varðandi börn. „Svo við getum jafnað stöðu barna. Það hefur strandað á því en við erum vonandi að sjá til lands. Ég heyri og finn að það eru sveitarfélögin sem ætla að semja um það,“ segir Heiða. Um hvað hefur helst verið deilt þarna? „Það hefur aðallega verið varðandi börnin. Það er mjög mikilvægt þegar börn koma inn í sveitarfélagið að gera það vel, taka vel á móti þeim og jafna þeirra stöðu á við annarra barna. Okkur fannst einfaldlega ekki nægilegt fjármagn með,“ segir Heiða en það ríkið sem sér um að taka á móti fólki og sér um að bjóða það velkomið hingað til lands. Heiða Björg er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.Vísir/Vilhelm Heiða segir sveitarfélögin gjarnan vilja fá fleiri íbúa og fá fleiri börn í skólana. Þó hafi ekki verið gert ráð fyrir svo hraðri og mikilli fjölgun. Því þurfi aukið fjármagn til að geta staðið vel að þessu líkt og sveitarfélögin vilja. „Við erum að sjá núna að þetta skiptir gríðarlegu máli. Það eru að koma svo margir, sveitarfélögin eiga eftir að þurfa að fara inn í það að byggja nýja skóla og leikskóla. Við eigum eftir að gera ýmislegt til að taka vel á móti þessum börnum og við þurfum að gera það,“ segir Heiða.
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Sveitarstjórnarmál Innflytjendamál Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira