Mundi varla eftir því að hafa skorað síðustu tvö mörkin gegn Barcelona Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. október 2022 09:01 Ómar Ingi Magnússon nýtti öll sjö vítaköst sín gegn Barcelona. getty/Frederic Scheidemann Það var þreyttur en sæll Ómar Ingi Magnússon sem ræddi við blaðamann Vísis daginn eftir að Magdeburg varði heimsmeistaratitil félagsliða í handbolta með sigri á Barcelona eftir framlengingu, 41-39. Ómar skoraði tólf mörk og var markahæstur á vellinum í úrslitaleiknum í fyrradag. Hann skoraði meðal annars síðustu tvö mörk Magdeburg í leiknum. „Það er fyrst og fremst geggjað að vinna og að verja titilinn finnst mér sterkt. Að vinna Barcelona í úrslitaleiknum tvö ár í röð. Þeir eru með hörkulið og þetta var hörkuleikur. Aðalmálið var að vinna,“ sagði Ómar, nýkominn heim til Þýskalands frá Sádí-Arabíu þar sem HM fór fram. Magdeburg var sterkari aðilinn framan af og komst mest sex mörkum yfir. En Barcelona breytti um vörn í upphafi seinni hálfleiks, komst inn í leikinn og jafnaði. Lokamínúturnar og framlengingin voru svo æsispennandi en þýsku meistararnir höfðu sigur. „Þeir breyttu um vörn og þá þurftum við aðeins að breyta um takt og finna nýjar lausnir. Síðan kom smá þreyta í okkur út af okkar leikstíl. Þetta verður erfiðara og erfiðara þegar líður á leiki og við vorum mestmegnis að spila á sömu mönnunum,“ sagði Ómar sem spilaði 68 mínútur í leiknum í fyrradag. Eina hvíldin sem Selfyssingurinn fékk var þegar hann var rekinn út af í seinni hálfleik. Sem fyrr sagði skoraði Ómar síðustu tvö mörk leiksins. Hann kannaðist þó varla við það þegar það var hermt upp á hann. „Jafnvel, ég man það ekki. Þetta er í svolítilli móðu,“ sagði Ómar. Ómar hefur unnið fjóra titla með Magdeburg.getty/Gregor Fischer Athygli vakti að þegar Magdeburg lenti í vandræðum með framliggjandi vörn Barcelona gerði Bennet Wiegert ekki breytingar á liðsskipan. Ómar og Gísli Þorgeir Kristjánsson voru inni á allan tímann en Michael Damgaard og Philip Weber skiptu stöðu vinstri skyttu með sér. „Okkur þykir vænt um það. Við Gísli fáum mikið traust og erum mjög frjálsir,“ sagði Ómar. Gísli átti einnig stórleik; skoraði sex mörk og gaf átta stoðsendingar. Ómar lék ekki með íslenska landsliðinu í leikjunum tveimur í undankeppni EM 2024 fyrr í mánuðinum vegna persónulegra ástæðna. Seinna gaf Magdeburg það út að hann hefði gengist undir ítarlega læknisrannsókn. Niðurstöður þeirra voru jákvæðar. Aðspurður vildi Ómar ekki tjá sig um hvað hafi verið að hrjá hann. Hann fer þó fljótlega í fyrirbyggjandi aðgerð en ætti ekki að missa af nema einum leik vegna hennar. „Það var allt í góðu. Ég vil ekki fara út í öll smáatriði en þetta var ekkert alvarlegt.“ Ómar og félagar í Magdeburg urðu þýskir meistarar á síðasta tímabili og taka því þátt í Meistaradeild Evrópu í vetur. „Þetta er frábært tækifæri, að spila fleiri erfiða leiki,“ sagði Ómar. „Við ætlum okkur langt og getum unnið öll lið. En við getum líka tapað fyrir öllum.“ Þýski handboltinn Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Sjá meira
Ómar skoraði tólf mörk og var markahæstur á vellinum í úrslitaleiknum í fyrradag. Hann skoraði meðal annars síðustu tvö mörk Magdeburg í leiknum. „Það er fyrst og fremst geggjað að vinna og að verja titilinn finnst mér sterkt. Að vinna Barcelona í úrslitaleiknum tvö ár í röð. Þeir eru með hörkulið og þetta var hörkuleikur. Aðalmálið var að vinna,“ sagði Ómar, nýkominn heim til Þýskalands frá Sádí-Arabíu þar sem HM fór fram. Magdeburg var sterkari aðilinn framan af og komst mest sex mörkum yfir. En Barcelona breytti um vörn í upphafi seinni hálfleiks, komst inn í leikinn og jafnaði. Lokamínúturnar og framlengingin voru svo æsispennandi en þýsku meistararnir höfðu sigur. „Þeir breyttu um vörn og þá þurftum við aðeins að breyta um takt og finna nýjar lausnir. Síðan kom smá þreyta í okkur út af okkar leikstíl. Þetta verður erfiðara og erfiðara þegar líður á leiki og við vorum mestmegnis að spila á sömu mönnunum,“ sagði Ómar sem spilaði 68 mínútur í leiknum í fyrradag. Eina hvíldin sem Selfyssingurinn fékk var þegar hann var rekinn út af í seinni hálfleik. Sem fyrr sagði skoraði Ómar síðustu tvö mörk leiksins. Hann kannaðist þó varla við það þegar það var hermt upp á hann. „Jafnvel, ég man það ekki. Þetta er í svolítilli móðu,“ sagði Ómar. Ómar hefur unnið fjóra titla með Magdeburg.getty/Gregor Fischer Athygli vakti að þegar Magdeburg lenti í vandræðum með framliggjandi vörn Barcelona gerði Bennet Wiegert ekki breytingar á liðsskipan. Ómar og Gísli Þorgeir Kristjánsson voru inni á allan tímann en Michael Damgaard og Philip Weber skiptu stöðu vinstri skyttu með sér. „Okkur þykir vænt um það. Við Gísli fáum mikið traust og erum mjög frjálsir,“ sagði Ómar. Gísli átti einnig stórleik; skoraði sex mörk og gaf átta stoðsendingar. Ómar lék ekki með íslenska landsliðinu í leikjunum tveimur í undankeppni EM 2024 fyrr í mánuðinum vegna persónulegra ástæðna. Seinna gaf Magdeburg það út að hann hefði gengist undir ítarlega læknisrannsókn. Niðurstöður þeirra voru jákvæðar. Aðspurður vildi Ómar ekki tjá sig um hvað hafi verið að hrjá hann. Hann fer þó fljótlega í fyrirbyggjandi aðgerð en ætti ekki að missa af nema einum leik vegna hennar. „Það var allt í góðu. Ég vil ekki fara út í öll smáatriði en þetta var ekkert alvarlegt.“ Ómar og félagar í Magdeburg urðu þýskir meistarar á síðasta tímabili og taka því þátt í Meistaradeild Evrópu í vetur. „Þetta er frábært tækifæri, að spila fleiri erfiða leiki,“ sagði Ómar. „Við ætlum okkur langt og getum unnið öll lið. En við getum líka tapað fyrir öllum.“
Þýski handboltinn Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Sjá meira