Ungliðar leggjast gegn nafnatillögu Marðar og Kristjáns Atli Ísleifsson skrifar 24. október 2022 13:33 Ragna Sigurðardóttir, fyrrverandi formaður UJ, og Arnór Heiðar Benónýsson, núverandi formaður. XS Ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, Ungt jafnaðarfólk, leggst gegn þeirri tillögu að nafni Samfylkingarinnar verði breytt í Jafnaðarflokkurinn. Tillagan hefur verið lögð fyrir landsfund flokksins sem hefst á föstudag og stendur fram á laugardag. Í tilkynningu frá Ungu jafnaðarfólki segir að hreyfingin hafni umræðu síðustu vikna um að nauðsynlegt sé að breyta um nafn Samfylkingarinnar en lýsi þó yfir stuðningi við að sett verði í lög flokksins að merki hans skuli vera rós. Hreyfingin styður hins vegar lagabreytingatillögu þess efnis að lagfæra nafnið örlítið, það er að aftari hluta nafns flokksins verði breytt úr Samfylkingin - Jafnaðarmannaflokkur Íslands í Samfylkingin - Jafnaðarflokkur Íslands. „Það væri einungis minniháttar lagfæring og myndi færa nafnið í takt við tímann.“ Tillaga Marðar og Kristjáns Það eru tveir fyrrverandi þingmenn Samfylkingarinnar sem hafa lagt fram tillögu um nafnabreytinguna. Það eru þeir Kristján L. Möller, fyrrverandi samgönguráðherra og þingmaður á árunum 1999 til 2016, og Mörður Árnason sem sat á þingi fyrir flokkinn á árunum 2003 til 2007 og aftur 2010 til 2013. Haft er eftir Arnóri Heiðari Benónýssyni, forseta UJ, að það séu spennandi tímar í Samfylkingunni. „Við bindum miklar vonir við nýja forystu í flokknum. Og það má geta þess að í fyrsta sinn mun formaður flokksins nú koma úr röðum Ungs jafnaðarfólks,“ segir Arnór og vísar þar til Kristrúnar Frostadóttur þingmanns sem er ein í framboði til formanns. Logi Einarsson hefur tilkynnt að hann sækist ekki eftir endurkjöri. Segir breiða sátt meðal ungs fólks í flokknum Arnór Heiðar segir breið sátt vera meðal ungs fólks í flokknum um að taka upp rós sem merki flokksins. „Við teljum það rakið mál, þetta er einfaldlega alþjóðlegt tákn jafnaðarfólks um allan heim. Og rósin er nú þegar í merki Ungs jafnaðarfólks. Hins vegar erum við ánægð með nafn Samfylkingarinnar og teljum óþarft að hringla með það. Miðstjórn UJ samþykkti ályktun sem leggst gegn því að nafni flokksins verði kastaða á haugana. En ég hef, ásamt Rögnu Sigurðardóttur fyrrum forseta UJ, lagt fram tillögu um að nafn flokksins verði Samfylkingin – Jafnaðarflokkur Íslands. Það er engin kollvörpun heldur frekar lítilsháttar lagfæring og stytting frá því sem nú er,“ segir Arnór Heiðar. Samfylkingin Alþingi Tengdar fréttir Kristrún ein í framboði til formanns Frestur til að skila inn framboði til formanns Samfylkingarinnar rann út í hádeginu og er nú ljóst að Kristrún Frostadóttir verður ein í framboði. Kosning formanns fer fram á landsfundi flokksins eftir viku. 21. október 2022 14:28 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira
Í tilkynningu frá Ungu jafnaðarfólki segir að hreyfingin hafni umræðu síðustu vikna um að nauðsynlegt sé að breyta um nafn Samfylkingarinnar en lýsi þó yfir stuðningi við að sett verði í lög flokksins að merki hans skuli vera rós. Hreyfingin styður hins vegar lagabreytingatillögu þess efnis að lagfæra nafnið örlítið, það er að aftari hluta nafns flokksins verði breytt úr Samfylkingin - Jafnaðarmannaflokkur Íslands í Samfylkingin - Jafnaðarflokkur Íslands. „Það væri einungis minniháttar lagfæring og myndi færa nafnið í takt við tímann.“ Tillaga Marðar og Kristjáns Það eru tveir fyrrverandi þingmenn Samfylkingarinnar sem hafa lagt fram tillögu um nafnabreytinguna. Það eru þeir Kristján L. Möller, fyrrverandi samgönguráðherra og þingmaður á árunum 1999 til 2016, og Mörður Árnason sem sat á þingi fyrir flokkinn á árunum 2003 til 2007 og aftur 2010 til 2013. Haft er eftir Arnóri Heiðari Benónýssyni, forseta UJ, að það séu spennandi tímar í Samfylkingunni. „Við bindum miklar vonir við nýja forystu í flokknum. Og það má geta þess að í fyrsta sinn mun formaður flokksins nú koma úr röðum Ungs jafnaðarfólks,“ segir Arnór og vísar þar til Kristrúnar Frostadóttur þingmanns sem er ein í framboði til formanns. Logi Einarsson hefur tilkynnt að hann sækist ekki eftir endurkjöri. Segir breiða sátt meðal ungs fólks í flokknum Arnór Heiðar segir breið sátt vera meðal ungs fólks í flokknum um að taka upp rós sem merki flokksins. „Við teljum það rakið mál, þetta er einfaldlega alþjóðlegt tákn jafnaðarfólks um allan heim. Og rósin er nú þegar í merki Ungs jafnaðarfólks. Hins vegar erum við ánægð með nafn Samfylkingarinnar og teljum óþarft að hringla með það. Miðstjórn UJ samþykkti ályktun sem leggst gegn því að nafni flokksins verði kastaða á haugana. En ég hef, ásamt Rögnu Sigurðardóttur fyrrum forseta UJ, lagt fram tillögu um að nafn flokksins verði Samfylkingin – Jafnaðarflokkur Íslands. Það er engin kollvörpun heldur frekar lítilsháttar lagfæring og stytting frá því sem nú er,“ segir Arnór Heiðar.
Samfylkingin Alþingi Tengdar fréttir Kristrún ein í framboði til formanns Frestur til að skila inn framboði til formanns Samfylkingarinnar rann út í hádeginu og er nú ljóst að Kristrún Frostadóttir verður ein í framboði. Kosning formanns fer fram á landsfundi flokksins eftir viku. 21. október 2022 14:28 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira
Kristrún ein í framboði til formanns Frestur til að skila inn framboði til formanns Samfylkingarinnar rann út í hádeginu og er nú ljóst að Kristrún Frostadóttir verður ein í framboði. Kosning formanns fer fram á landsfundi flokksins eftir viku. 21. október 2022 14:28