Dönsk stjórnarskrá? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 24. október 2022 13:01 Helztu rökin, sem sett hafa verið fram því til stuðnings að skipta þurfi um stjórnarskrá, eru þau að stjórnarskrá lýðveldisins sé erlend að uppruna. Nánar tiltekið að hún eigi sér danskar rætur. Er óhætt að segja að þetta hafi verið ákveðinn rauður þráður í gegnum málflutning þeirra sem talað hafa fyrir umræddum málstað. Hefur jafnvel verið gengið svo langt í þeim efnum að gera lítið úr Danmörku og ýmsu því sem danskt er. Varla þarf að fara mörgum orðum um þá staðreynd að margt af því sem íslenzkt er á sér einhvern uppruna utan landsteinanna og er ekkert minna þjóðlegt fyrir vikið. Það sama á við um lýðveldisstjórnarskrána og allar aðrar stjórnarskrár. Engin þeirra varð til úr engu. Allar hafa þær verið byggðar á fyrirmyndum eða grunni annars staðar frá. Sjálf hugmyndin um stjórnarskrá er erlend að uppruna svo ekki sé talað um lýðræðið. Fullyrt hefur verið að fyrir vikið sé stjórnarskrá lýðveldisins úreld og alls ónothæf. Hins vegar hefur á sama tíma komið fram í málflutningi fulltrúa þessa málstaðar, þar á meðal á vettvangi Stjórnarskrárfélagsins sem verið hefur þar fremst í flokki, að um það bil 80% af lýðveldisstjórnarskránni sé að finna í tillögu stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá sem þeir vilja í stað hennar. Er tillaga ráðsins þá ekki að stóru leyti dönsk? Felur ekki í sér valdaframsal úr landi Með öðrum orðum er stjórnarskrá lýðveldisins ekki úreldari en svo að mikill meirihluti hennar er ljóslega í góðu lagi að mati hörðustu gagnrýnenda hennar. Vert er þó að hafa í huga að stjórnlagaráði var aldrei falið að semja nýja stjórnarskrá heldur einungis að „gera tillögur um breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins Íslands“ eins og segir í þingsályktun Alþingis um skipun ráðsins. Til annars hafði ráðið einfaldlega ekki umboð. Hafa má einnig í huga að margir af þeim, sem fundið hafa lýðveldisstjórnarskránni það einkum til foráttu að eiga sér erlendar rætur, sjá á sama tíma alls ekkert athugavert við það að Ísland taki í vaxandi mæli upp regluverk frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn og vilja í mörgum tilfellum einnig að landið gangi í sambandið hvar löggjöf þess er álitin æðri lagasetningu ríkjanna og þar með töldum stjórnarskrám þeirra. Dönsk stjórnvöld hafa ekkert yfir Íslandi að segja þó stjórnarskrá lýðveldisins eigi sér ákveðnar danskar rætur. Þvert á móti hefur tilgangur hennar ekki sízt verið sá að tryggja að valdið yfir íslenzkum málum væri innanlands. Regluverkið frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn snýst hins vegar í vaxandi mæli um það að færa vald yfir íslenzkum málum úr landi og svo yrði í enn ríkari mæli ef gengið yrði í sambandið. Frumkvæði Alþingis forsenda breytinga Málflutningur stuðningsmanna þess að skipta um stjórnarskrá, um það að lýðveldisstjórnarskráin sé dönsk, stenzt þannig einfaldlega enga skoðun. Vonandi eru enn fremur flestir sammála um það að sú orðræða, að eitthvað sé slæmt vegna þess að það sé af erlendum uppruna, geti engan veginn talizt boðleg. Það geta vart talizt meðmæli með viðkomandi málstað að þörf sé talin á því að reisa hann á slíkum málflutningi. Fátt bendir annars til þess að Íslendingar hafi einhvern sérstakan áhuga á því að skipta um stjórnarskrá þrátt fyrir fullyrðingar stuðningsmanna þess um annað. Það hefur til dæmis sést vel á dræmum árangri framboða hlynntum þeim málstað í þingkosningum undanfarinn áratug en hvort sem horft er til lýðveldisstjórnarskrárinnar eða tillagna stjórnlagaráðs er ljóst að frumkvæði Alþingis er forsenda stjórnarskrárbreytinga. Hins vegar er ljóst að flestir eru sammála um það að gera þurfi ákveðnar breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins en stjórnlagaráði var einmitt sem fyrr segir falið það verkefni að leggja fram ráðgefandi tillögur í þeim efnum en ekki að semja nýja stjórnarskrá. Miklu líklegra er að um slíkt geti náðst samstaða en það að skipta út stjórnarskrá sem fyrir liggur að jafnvel hörðustu andstæðingar hennar telja að langmestu leyti í góðu lagi. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Stjórnarskrá Utanríkismál Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Helztu rökin, sem sett hafa verið fram því til stuðnings að skipta þurfi um stjórnarskrá, eru þau að stjórnarskrá lýðveldisins sé erlend að uppruna. Nánar tiltekið að hún eigi sér danskar rætur. Er óhætt að segja að þetta hafi verið ákveðinn rauður þráður í gegnum málflutning þeirra sem talað hafa fyrir umræddum málstað. Hefur jafnvel verið gengið svo langt í þeim efnum að gera lítið úr Danmörku og ýmsu því sem danskt er. Varla þarf að fara mörgum orðum um þá staðreynd að margt af því sem íslenzkt er á sér einhvern uppruna utan landsteinanna og er ekkert minna þjóðlegt fyrir vikið. Það sama á við um lýðveldisstjórnarskrána og allar aðrar stjórnarskrár. Engin þeirra varð til úr engu. Allar hafa þær verið byggðar á fyrirmyndum eða grunni annars staðar frá. Sjálf hugmyndin um stjórnarskrá er erlend að uppruna svo ekki sé talað um lýðræðið. Fullyrt hefur verið að fyrir vikið sé stjórnarskrá lýðveldisins úreld og alls ónothæf. Hins vegar hefur á sama tíma komið fram í málflutningi fulltrúa þessa málstaðar, þar á meðal á vettvangi Stjórnarskrárfélagsins sem verið hefur þar fremst í flokki, að um það bil 80% af lýðveldisstjórnarskránni sé að finna í tillögu stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá sem þeir vilja í stað hennar. Er tillaga ráðsins þá ekki að stóru leyti dönsk? Felur ekki í sér valdaframsal úr landi Með öðrum orðum er stjórnarskrá lýðveldisins ekki úreldari en svo að mikill meirihluti hennar er ljóslega í góðu lagi að mati hörðustu gagnrýnenda hennar. Vert er þó að hafa í huga að stjórnlagaráði var aldrei falið að semja nýja stjórnarskrá heldur einungis að „gera tillögur um breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins Íslands“ eins og segir í þingsályktun Alþingis um skipun ráðsins. Til annars hafði ráðið einfaldlega ekki umboð. Hafa má einnig í huga að margir af þeim, sem fundið hafa lýðveldisstjórnarskránni það einkum til foráttu að eiga sér erlendar rætur, sjá á sama tíma alls ekkert athugavert við það að Ísland taki í vaxandi mæli upp regluverk frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn og vilja í mörgum tilfellum einnig að landið gangi í sambandið hvar löggjöf þess er álitin æðri lagasetningu ríkjanna og þar með töldum stjórnarskrám þeirra. Dönsk stjórnvöld hafa ekkert yfir Íslandi að segja þó stjórnarskrá lýðveldisins eigi sér ákveðnar danskar rætur. Þvert á móti hefur tilgangur hennar ekki sízt verið sá að tryggja að valdið yfir íslenzkum málum væri innanlands. Regluverkið frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn snýst hins vegar í vaxandi mæli um það að færa vald yfir íslenzkum málum úr landi og svo yrði í enn ríkari mæli ef gengið yrði í sambandið. Frumkvæði Alþingis forsenda breytinga Málflutningur stuðningsmanna þess að skipta um stjórnarskrá, um það að lýðveldisstjórnarskráin sé dönsk, stenzt þannig einfaldlega enga skoðun. Vonandi eru enn fremur flestir sammála um það að sú orðræða, að eitthvað sé slæmt vegna þess að það sé af erlendum uppruna, geti engan veginn talizt boðleg. Það geta vart talizt meðmæli með viðkomandi málstað að þörf sé talin á því að reisa hann á slíkum málflutningi. Fátt bendir annars til þess að Íslendingar hafi einhvern sérstakan áhuga á því að skipta um stjórnarskrá þrátt fyrir fullyrðingar stuðningsmanna þess um annað. Það hefur til dæmis sést vel á dræmum árangri framboða hlynntum þeim málstað í þingkosningum undanfarinn áratug en hvort sem horft er til lýðveldisstjórnarskrárinnar eða tillagna stjórnlagaráðs er ljóst að frumkvæði Alþingis er forsenda stjórnarskrárbreytinga. Hins vegar er ljóst að flestir eru sammála um það að gera þurfi ákveðnar breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins en stjórnlagaráði var einmitt sem fyrr segir falið það verkefni að leggja fram ráðgefandi tillögur í þeim efnum en ekki að semja nýja stjórnarskrá. Miklu líklegra er að um slíkt geti náðst samstaða en það að skipta út stjórnarskrá sem fyrir liggur að jafnvel hörðustu andstæðingar hennar telja að langmestu leyti í góðu lagi. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun