Tvö lík fundist eftir flugslysið undan strönd Kosta Ríka Atli Ísleifsson skrifar 24. október 2022 08:40 Rainer Schaller stofnaði líkamsræktarstöðvakeðjuna McFit árið 1997. EPA Fimm þýskir ríkisborgarar og svissneskur flugmaður eru talin af eftir að flugvél fórst í Karíbahafi, undan strönd Kosta Ríka, á föstudaginn. Þýski auðjöfurinn Rainer Schaller, stofnandi líkamsræktarstöðvanna McFit, var um borð í vélinni. Samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum í Kosta Ríka hafa lík af einum fullorðnum og einu barni fundist í sjónum, nærri þeim stað þar sem brakið fannst. Leit stendur enn yfir á hafsvæði um 28 kílómetra frá Limon-flugvelli. Jorge Torres, ráðherra málefna almannavarna í Kosta Ríka, segir að svo virðist sem að vélin hafi skollið á yfirborð sjávar af miklum krafti. Vélin, sem var af gerðinni Piaggio P.180 Avanti, hvarf af ratsjám þegar hún var á leiðinni frá Palenque í Mexíkó til Limon-flugvallar í Kosta Ríka á föstudaginn. Talsmaður þýski líkamsræktarstöðvarkeðjunnar McFit, Jeanine Minaty, staðfesti í samtali við þýska blaðið Bild, að Schaller, kærasta hans Christiane Schikorsky, og tvö börn þeirra hafi verið um borð í vélinni. Þar að auki hafi flugmaður og einn maður til viðbótar verið um borð. McFit er stærsta líkamsræktarstöðvarkeðja Þýskalandi og rekur rúmlega tvö hundruð slíkar stöðvar í Þýskalandi. Að auki eru reknar stöðvar undir merkjum McFit í Austurríki, Ítalíu, Póllandi og Spáni og eru meðlimir stöðvanna rúmlega 1,4 milljónir manna. Auðævi Schaller voru metin á rúmlega 250 milljónir evra árið 2019, um 35 milljarða íslenskra króna. Schaller var eigandi félags sem rak raftónlistarhátíðina Love Parade þar sem 21 gestur tróðst undir í Duisburg árið 2010. Eftir hátíðina tilkynnti Schaller að hátíðin yrði ekki haldin aftur. Þýskaland Kosta Ríka Fréttir af flugi Tengdar fréttir Þýskur líkamsræktarfrömuður um borð í vélinni sem hvarf Þýski líkamsræktarfrömuðurinn Rainer Schaller er talinn hafa verið um borð í flugvélinni sem hvarf í gærkvöldi. Förinni var heitið frá Mexíkó til Kosta ríka. Yfirvöld telja sig hafa fundið flak vélarinnar í Karíbahafi en hættu við leit í gær vegna slæms veðurs. 22. október 2022 16:38 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum í Kosta Ríka hafa lík af einum fullorðnum og einu barni fundist í sjónum, nærri þeim stað þar sem brakið fannst. Leit stendur enn yfir á hafsvæði um 28 kílómetra frá Limon-flugvelli. Jorge Torres, ráðherra málefna almannavarna í Kosta Ríka, segir að svo virðist sem að vélin hafi skollið á yfirborð sjávar af miklum krafti. Vélin, sem var af gerðinni Piaggio P.180 Avanti, hvarf af ratsjám þegar hún var á leiðinni frá Palenque í Mexíkó til Limon-flugvallar í Kosta Ríka á föstudaginn. Talsmaður þýski líkamsræktarstöðvarkeðjunnar McFit, Jeanine Minaty, staðfesti í samtali við þýska blaðið Bild, að Schaller, kærasta hans Christiane Schikorsky, og tvö börn þeirra hafi verið um borð í vélinni. Þar að auki hafi flugmaður og einn maður til viðbótar verið um borð. McFit er stærsta líkamsræktarstöðvarkeðja Þýskalandi og rekur rúmlega tvö hundruð slíkar stöðvar í Þýskalandi. Að auki eru reknar stöðvar undir merkjum McFit í Austurríki, Ítalíu, Póllandi og Spáni og eru meðlimir stöðvanna rúmlega 1,4 milljónir manna. Auðævi Schaller voru metin á rúmlega 250 milljónir evra árið 2019, um 35 milljarða íslenskra króna. Schaller var eigandi félags sem rak raftónlistarhátíðina Love Parade þar sem 21 gestur tróðst undir í Duisburg árið 2010. Eftir hátíðina tilkynnti Schaller að hátíðin yrði ekki haldin aftur.
Þýskaland Kosta Ríka Fréttir af flugi Tengdar fréttir Þýskur líkamsræktarfrömuður um borð í vélinni sem hvarf Þýski líkamsræktarfrömuðurinn Rainer Schaller er talinn hafa verið um borð í flugvélinni sem hvarf í gærkvöldi. Förinni var heitið frá Mexíkó til Kosta ríka. Yfirvöld telja sig hafa fundið flak vélarinnar í Karíbahafi en hættu við leit í gær vegna slæms veðurs. 22. október 2022 16:38 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Þýskur líkamsræktarfrömuður um borð í vélinni sem hvarf Þýski líkamsræktarfrömuðurinn Rainer Schaller er talinn hafa verið um borð í flugvélinni sem hvarf í gærkvöldi. Förinni var heitið frá Mexíkó til Kosta ríka. Yfirvöld telja sig hafa fundið flak vélarinnar í Karíbahafi en hættu við leit í gær vegna slæms veðurs. 22. október 2022 16:38