„Held að hann komi pirraður til Íslands“ Sindri Sverrisson skrifar 24. október 2022 08:31 Björgvin Páll Gústavsson og félagar í Val unnu allt sem hægt var að vinna á Íslandi á síðustu leiktíð og skráðu sig svo í Evrópudeildina, næststerkustu Evrópukeppnina í handbolta. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson er spenntur fyrir stóru verkefni með Val en liðið spilar á næstu mánuðum tíu leiki í Evrópudeildinni í handbolta. Björgvin segir Íslandsmeistarana „nógu klikkaða“ til að stefna á sigur annað kvöld þegar ungverska liðið Ferencváros, með stjörnur á borð við Maté Lékai innanborðs, mætir í Origo-höllina að Hlíðarenda. Það er fyrsti leikur Valsara sem eftir viku fara svo til Benidorm að spila við heimamenn. Í liði Ferencváros eru leikmenn sem töpuðu fyrir Íslandi, 31-30, á heimavelli í Búdapest á Evrópumótinu í janúar síðastliðnum. Tapið þýddi að Ungverjar féllu úr keppni en Ísland komst áfram. „Við þekkjum Ungverjana vel, frá landsliðinu til dæmis. Þeir eru til dæmis með [Maté] Lékai í fararbroddi, sem hefur leikið okkur grátt í landsliðinu síðustu ár. Ég held að hann komi pirraður til Íslands, því ég varði síðasta skotið frá honum á síðasta stórmóti, þegar við hentum þeim út úr mótinu. Honum líkar því kannski ekkert voðalega vel við Ísland akkúrat núna,“ segir Björgvin. Mate Lekai sækir gegn uppalda Valsmanninum Ými Erni Gíslasyni á EM í janúar, þar sem Ísland hafði betur.EPA-EFE/Tamas Kovacs „En þeir hafa spilað við okkur mörgum sinnum í landsliðinu og það verður gaman að mæta þeim hérna á þessum velli, bera saman deild á móti deild, og sjá hvar við stöndum. Þetta er auðvitað frábært lið með frábæra einstaklinga en við erum líka góðir. Við vitum ekki hversu góðir fyrr en við mætum þeim,“ segir Björgvin Páll í viðtali við Guðjón Guðmundsson sem sjá má hér að neðan Klippa: Björgvin Páll um Evrópuævintýri Vals Valsmenn leika fimm heimaleiki og fimm útileiki og mæta afar sterkum liðum á borð við þýska liðið Flensburg og franska liðið PAUC. Eftir leikinn við Ferencváros halda Valsmenn til Benidorm og spila þar við heimamenn í næstu viku, og sjötta liðið í riðlinum er svo Ystad frá Svíþjóð. Fjögur efstu liðin komast áfram í 16-liða úrslit. Upplifun fyrir „Hvolpasveitina og einn gamlan karl“ „Ég er þakklátur fyrir að fá að taka þátt í þessari keppni. Ég held að það sé gott fyrir íslenskan handbolta. Smá mælisteinn fyrir okkur til að vita hvar við erum staddir, ekki bara í landsliðinu heldur líka í félagsliðunum,“ segir Björgvin Páll. Björgvin hefur marga fjöruna sopið eftir að hafa verið landsliðsmarkvörður í vel á annan áratug en hann segir Evrópuleikina afar spennandi verkefni fyrir alla leikmenn Vals: „Sérstaklega fyrir unga leikmenn sem eru að spila vel hérna heima. Við vorum nú kallaðir „Hvolpasveitin“ í fyrra, og fyrir hvolpasveit og einn gamlan karl er það alltaf upplifun að reyna sig á móti bestu liðum í heiminum. Þetta er aldeilis verkefni; skemmtilegar þjóðir og skemmtileg lið, og alvöru kanónur sem mæta í Origo-höllina innan skamms,“ segir Björgvin en viðtalið við hann má sjá í heild hér að ofan. Leikur Vals og Ferencváros er klukkan 18:45 á morgun og er miðasala á tix.is. Allir leikir Vals í Evrópudeildinni eru sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Handbolti Valur Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Fram | Toppliðið tekur á móti meisturunum Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Sjá meira
Björgvin segir Íslandsmeistarana „nógu klikkaða“ til að stefna á sigur annað kvöld þegar ungverska liðið Ferencváros, með stjörnur á borð við Maté Lékai innanborðs, mætir í Origo-höllina að Hlíðarenda. Það er fyrsti leikur Valsara sem eftir viku fara svo til Benidorm að spila við heimamenn. Í liði Ferencváros eru leikmenn sem töpuðu fyrir Íslandi, 31-30, á heimavelli í Búdapest á Evrópumótinu í janúar síðastliðnum. Tapið þýddi að Ungverjar féllu úr keppni en Ísland komst áfram. „Við þekkjum Ungverjana vel, frá landsliðinu til dæmis. Þeir eru til dæmis með [Maté] Lékai í fararbroddi, sem hefur leikið okkur grátt í landsliðinu síðustu ár. Ég held að hann komi pirraður til Íslands, því ég varði síðasta skotið frá honum á síðasta stórmóti, þegar við hentum þeim út úr mótinu. Honum líkar því kannski ekkert voðalega vel við Ísland akkúrat núna,“ segir Björgvin. Mate Lekai sækir gegn uppalda Valsmanninum Ými Erni Gíslasyni á EM í janúar, þar sem Ísland hafði betur.EPA-EFE/Tamas Kovacs „En þeir hafa spilað við okkur mörgum sinnum í landsliðinu og það verður gaman að mæta þeim hérna á þessum velli, bera saman deild á móti deild, og sjá hvar við stöndum. Þetta er auðvitað frábært lið með frábæra einstaklinga en við erum líka góðir. Við vitum ekki hversu góðir fyrr en við mætum þeim,“ segir Björgvin Páll í viðtali við Guðjón Guðmundsson sem sjá má hér að neðan Klippa: Björgvin Páll um Evrópuævintýri Vals Valsmenn leika fimm heimaleiki og fimm útileiki og mæta afar sterkum liðum á borð við þýska liðið Flensburg og franska liðið PAUC. Eftir leikinn við Ferencváros halda Valsmenn til Benidorm og spila þar við heimamenn í næstu viku, og sjötta liðið í riðlinum er svo Ystad frá Svíþjóð. Fjögur efstu liðin komast áfram í 16-liða úrslit. Upplifun fyrir „Hvolpasveitina og einn gamlan karl“ „Ég er þakklátur fyrir að fá að taka þátt í þessari keppni. Ég held að það sé gott fyrir íslenskan handbolta. Smá mælisteinn fyrir okkur til að vita hvar við erum staddir, ekki bara í landsliðinu heldur líka í félagsliðunum,“ segir Björgvin Páll. Björgvin hefur marga fjöruna sopið eftir að hafa verið landsliðsmarkvörður í vel á annan áratug en hann segir Evrópuleikina afar spennandi verkefni fyrir alla leikmenn Vals: „Sérstaklega fyrir unga leikmenn sem eru að spila vel hérna heima. Við vorum nú kallaðir „Hvolpasveitin“ í fyrra, og fyrir hvolpasveit og einn gamlan karl er það alltaf upplifun að reyna sig á móti bestu liðum í heiminum. Þetta er aldeilis verkefni; skemmtilegar þjóðir og skemmtileg lið, og alvöru kanónur sem mæta í Origo-höllina innan skamms,“ segir Björgvin en viðtalið við hann má sjá í heild hér að ofan. Leikur Vals og Ferencváros er klukkan 18:45 á morgun og er miðasala á tix.is. Allir leikir Vals í Evrópudeildinni eru sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Handbolti Valur Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Fram | Toppliðið tekur á móti meisturunum Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Sjá meira