Jafnræði var með liðunum í upphafi leiks, en þegar fyrri hálfleikur var um það bil hálfnaður náðu gestirnir í Rhein-Neckar Löwen tökum á leiknum. Þeir náðu mest fjögurra marka forskoti í fyrri hálfleik, en heimamenn í Kiel náðu góðum spretti fyrir hálfleikshléið og jöfnuðu metin í 18-18 áður en flautað var til hálfleiks.
Það voru svo heimamenn í Kiel sem höfðu yfirhöndina í síðari hálfleik og liðið náði fjögurra marka forskoti þegar um sjö mínútur voru til leiksloka í stöðunni 30-26. Þá forystu létu þeir aldrei af hendi og unnu að lokum sterkan þriggja marka sigur, 32-29.
Rhein-Neckar Löwen og Kiel eru nú jöfn á toppi deildarinnar með 14 stigeftir átta leiki, stigi fyrir ofan Füchse Berlin sem á leik til góða.