Þetta kemur fram í tilkynningu frá embættinu. Þar segir að maðurinn hafi lamið til fólks með stól en var farinn af vettvangi er lögregla mætti í hús Rauða krossins á Strandgötu í Hafnarfirði. Málið er nú í rannsókn en ekki náðist í lögreglu þegar eftir því var leitað.
Í miðbænum var einnig tilkynnt um líkamsáras þar sem meintur gerandi var jafnframt farinn af vettvangi.
Þá var í miðbænum tilkynnt um framkvæmdir sem hófust á milli klukkan 8 og 9. Í tilkynningu lögreglunnar er árettað að slíkar framkvæmdir, sem hávaði fylgir, séu ekki leyfilegar fyrr en klukkan 10. Voru þessar framkvæmdir því stöðvaðar.