Ósammála félögum sínum í meirihlutanum: „Frumvarpið virðist hrein og bein aðför að réttindum launafólks“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 22. október 2022 15:21 Orri Páll Jóhannsson er þingflokksmaður Vinstri grænna. Vísir/Vilhelm Þingflokksformaður Vinstri grænna segir frumvarp um félagafrelsi á vinnumarkaði virðast vera hrein og bein aðför að réttindum launafólks. Atvinnurekendur gætu kosið að ráða aðeins til sín starfsmenn sem standa utan stéttarfélaga og lágmarksréttindi launafólks gætu orðið að engu. Allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins að frátöldum ráðherrum og forseta Alþingis lögðu fram frumvarpið í vikunni. Þar er meðal annars tekið fram að óheimilt yrði að draga félagsgjald af launafólki eða skrá það í stéttarfélag án ótvíræðs samþykkis þess og óheimilt yrði að skylda fólk til að ganga í tiltekið stéttarfélag. Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar hefur einnig gagnrýnt frumvarpið. Hann sagði í vikunni að næði frumvarpið fram að ganga yrði það til þess fallið að taka allt bit úr verkfallsvopninu og kippa rekstrargrundvelli undan stéttarfélögum á Íslandi. Stéttarfélög tryggi sjálfsögð réttindi Orri Páll Jóhannsson þingflokksformaður Vinstri grænna er ósammála félögum sínum í meirihlutanum. Hann segir í aðsendri skoðanagrein á Vísi að sterk verkalýðshreyfing hafi í áratugi verið aflvaki félagslegra réttinda og hreyfiafl í mótun réttlátara samfélags. Frumvarpið væri hins vegar til þess fallið að grafa undan áratugalangri sátt í stéttarfélagsmálum. „Stéttarfélög hafa skýrt hlutverk; að standa vörð um almenn réttindi og afkomu launafólks með kjarasamningum. Stéttarfélög og samtakamáttur vinnandi fólks tryggir sjálfsögð réttindi á vinnumarkaði eins og kaup og kjör, orlofs- og veikindarétt og vinnutíma. Sterk verkalýðshreyfing veitir stjórnvöldum aðhald, kemur brýnum málum á dagskrá og berst fyrir betri kjörum og réttindum til handa launafólki. Það gefur auga leið að kraftur stéttarfélaga, sér í lagi þar sem félagsaðildin er jafn há og hún er á Íslandi, er mun meiri en þar sem að félagsaðildin er lægri,“ segir Orri Páll. Allt í nafni frelsisins Hann tekur dæmi um tvo launþega sem báðir verða veikir. Annar þeirra í stéttarfélagi en hinn ekki. Orri reifar hvernig réttarstaða þess fyrrnefnda sé augljóslega miklu betri en þess sem ekki er í stéttarfélagi. Réttindi launafólks séu tryggð með þátttöku í stéttarfélögum. „Það er ástæða til að hafa áhyggjur af því nái frumvarp um félagafrelsi á vinnumarkaði fram að ganga því við nánari skoðun virðist frumvarpið vera hrein og bein aðför að réttindum launafólks. Það gæti meðal annars hæglega orðið til þess að atvinnurekendur gætu kosið að ráða aðeins til sín fólk sem stendur utan stéttarfélaga – allt í nafni frelsisins. Að sama skapi gæti það orðið til þess að sá samfélagssáttmáli sem við höfum sammælst um í áraraðir, að tryggja lágmarksréttindi allra á vinnumarkaði hvort sem þau tilheyra stéttarfélagi eða ekki, yrði að engu – allt í nafni frelsisins,“ segir Orri Páll að lokum. Vinnumarkaður Stéttarfélög Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir Réttindi launafólks og frelsið Nú er til umræðu á Alþingi frumvarp um félagafrelsi á vinnumarkaði og sitt sýnist hverjum um markmið þess. 22. október 2022 15:01 Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldugreiðslu til verkalýðsfélaga Þingmaður Samfylkingarinnar segir frumvarp þingmanna Sjálfstæðisflokksins um félagafrelsi grafa undan verkalýðsfélögunum og veikja stöðu launafólks. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins segir það þvert á móti styrkja stöðu launafólks og verkalýðsfélaganna. 18. október 2022 12:49 Vilja tryggja félagafrelsi með nýju lagafrumvarpi Í nýju lagafrumvarpi um félagafrelsi á vinnumarkaði á að tryggja á rétt launafólks til að velja sér stéttarfélag. Auk þess er lagt bann við forgangsréttarákvæðum í kjarasamningum, vernda á rétt launafólks til að standa utan verkfalla stéttarfélaga sem það tilheyrir ekki og afnema greiðsluskyldu ófélagsbundinna launamanna til stéttarfélaga þar sem þess er krafist í lögum eða kjarasamningum. Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokksins standa að frumvarpinu. 14. október 2022 12:04 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Sjá meira
Allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins að frátöldum ráðherrum og forseta Alþingis lögðu fram frumvarpið í vikunni. Þar er meðal annars tekið fram að óheimilt yrði að draga félagsgjald af launafólki eða skrá það í stéttarfélag án ótvíræðs samþykkis þess og óheimilt yrði að skylda fólk til að ganga í tiltekið stéttarfélag. Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar hefur einnig gagnrýnt frumvarpið. Hann sagði í vikunni að næði frumvarpið fram að ganga yrði það til þess fallið að taka allt bit úr verkfallsvopninu og kippa rekstrargrundvelli undan stéttarfélögum á Íslandi. Stéttarfélög tryggi sjálfsögð réttindi Orri Páll Jóhannsson þingflokksformaður Vinstri grænna er ósammála félögum sínum í meirihlutanum. Hann segir í aðsendri skoðanagrein á Vísi að sterk verkalýðshreyfing hafi í áratugi verið aflvaki félagslegra réttinda og hreyfiafl í mótun réttlátara samfélags. Frumvarpið væri hins vegar til þess fallið að grafa undan áratugalangri sátt í stéttarfélagsmálum. „Stéttarfélög hafa skýrt hlutverk; að standa vörð um almenn réttindi og afkomu launafólks með kjarasamningum. Stéttarfélög og samtakamáttur vinnandi fólks tryggir sjálfsögð réttindi á vinnumarkaði eins og kaup og kjör, orlofs- og veikindarétt og vinnutíma. Sterk verkalýðshreyfing veitir stjórnvöldum aðhald, kemur brýnum málum á dagskrá og berst fyrir betri kjörum og réttindum til handa launafólki. Það gefur auga leið að kraftur stéttarfélaga, sér í lagi þar sem félagsaðildin er jafn há og hún er á Íslandi, er mun meiri en þar sem að félagsaðildin er lægri,“ segir Orri Páll. Allt í nafni frelsisins Hann tekur dæmi um tvo launþega sem báðir verða veikir. Annar þeirra í stéttarfélagi en hinn ekki. Orri reifar hvernig réttarstaða þess fyrrnefnda sé augljóslega miklu betri en þess sem ekki er í stéttarfélagi. Réttindi launafólks séu tryggð með þátttöku í stéttarfélögum. „Það er ástæða til að hafa áhyggjur af því nái frumvarp um félagafrelsi á vinnumarkaði fram að ganga því við nánari skoðun virðist frumvarpið vera hrein og bein aðför að réttindum launafólks. Það gæti meðal annars hæglega orðið til þess að atvinnurekendur gætu kosið að ráða aðeins til sín fólk sem stendur utan stéttarfélaga – allt í nafni frelsisins. Að sama skapi gæti það orðið til þess að sá samfélagssáttmáli sem við höfum sammælst um í áraraðir, að tryggja lágmarksréttindi allra á vinnumarkaði hvort sem þau tilheyra stéttarfélagi eða ekki, yrði að engu – allt í nafni frelsisins,“ segir Orri Páll að lokum.
Vinnumarkaður Stéttarfélög Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir Réttindi launafólks og frelsið Nú er til umræðu á Alþingi frumvarp um félagafrelsi á vinnumarkaði og sitt sýnist hverjum um markmið þess. 22. október 2022 15:01 Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldugreiðslu til verkalýðsfélaga Þingmaður Samfylkingarinnar segir frumvarp þingmanna Sjálfstæðisflokksins um félagafrelsi grafa undan verkalýðsfélögunum og veikja stöðu launafólks. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins segir það þvert á móti styrkja stöðu launafólks og verkalýðsfélaganna. 18. október 2022 12:49 Vilja tryggja félagafrelsi með nýju lagafrumvarpi Í nýju lagafrumvarpi um félagafrelsi á vinnumarkaði á að tryggja á rétt launafólks til að velja sér stéttarfélag. Auk þess er lagt bann við forgangsréttarákvæðum í kjarasamningum, vernda á rétt launafólks til að standa utan verkfalla stéttarfélaga sem það tilheyrir ekki og afnema greiðsluskyldu ófélagsbundinna launamanna til stéttarfélaga þar sem þess er krafist í lögum eða kjarasamningum. Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokksins standa að frumvarpinu. 14. október 2022 12:04 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Sjá meira
Réttindi launafólks og frelsið Nú er til umræðu á Alþingi frumvarp um félagafrelsi á vinnumarkaði og sitt sýnist hverjum um markmið þess. 22. október 2022 15:01
Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldugreiðslu til verkalýðsfélaga Þingmaður Samfylkingarinnar segir frumvarp þingmanna Sjálfstæðisflokksins um félagafrelsi grafa undan verkalýðsfélögunum og veikja stöðu launafólks. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins segir það þvert á móti styrkja stöðu launafólks og verkalýðsfélaganna. 18. október 2022 12:49
Vilja tryggja félagafrelsi með nýju lagafrumvarpi Í nýju lagafrumvarpi um félagafrelsi á vinnumarkaði á að tryggja á rétt launafólks til að velja sér stéttarfélag. Auk þess er lagt bann við forgangsréttarákvæðum í kjarasamningum, vernda á rétt launafólks til að standa utan verkfalla stéttarfélaga sem það tilheyrir ekki og afnema greiðsluskyldu ófélagsbundinna launamanna til stéttarfélaga þar sem þess er krafist í lögum eða kjarasamningum. Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokksins standa að frumvarpinu. 14. október 2022 12:04