Sveitarfélagið tekur yfir rekstur laugarinnar og hyggst stórefla starfið Atli Ísleifsson skrifar 20. október 2022 22:00 Haraldur Þór Jónsson sveitarstjóri segir að mikið standi til í hreppnum. Framundan sé meðal annars úthlutun lóða í grennd við Skeiðalaug í Brautarholti. Skeiðgnúp Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps hyggst taka yfir rekstur Skeiðalaugar í Brautarholti um áramótin þegar samningur við verktaka rennur út. Stefnt er á að lengja opnunartíma laugarinnar verulega. Síðustu ár hefur laugin einungis verið opin tvo daga vikunnar í fjóra tíma í senn. Haraldur Þór Jónsson sveitarstjóri segir að til standi að stórefla starfið í Skeiðalaug. „Íbúar hafa lengi kallað eftir rýmri opnunartíma. Við erum lítið sveitarfélag sem sameinaðist fyrir um tuttugu árum, erum með 580 íbúa, og rekum tvær sundlaugar – Skeiðalaug og sundlaugina í Árnesi.“ Hann segir að með nýjum meirihluta sé markmiðið að taka laugina svolítið í gegn. „Við viljum lengja opnunartíma, efla þjónustu og þar með bæta búsetuskilyrðin. Við erum að fara að úthluta lóðum þarna nærri lauginni og við sjáum því fram á fjölgun íbúa.“ Opin í fjóra tíma, tvo daga í viku Skeiðalaug hefur síðustu ár einungis verið opin á mánudögum og fimmtudögum yfir vetrarmánuðina, milli 18 og 22 á kvöldin. Málið var tekið fyrir á fundi sveitarstjórnar í gær. Full samstaða var um að ráðast í að sveitarfélagið tæki yfir reksturinn. Haraldi sveitarstjóra hefur verið falið að ráða starfskraft til starfa í Skeiðalaug. Hann segir sveitarstjórn hafa verið í samskiptum við arkitekt laugarinnar með það að markmiði að endurbæta og efla laugina. Skeiðalaug var byggð af heimamönnum árið 1975 og er staðsett í Brautarholti.SkeiðGrúp Vill helst sjá hana opna alla daga vikunnar Haraldur gerir ráð fyrir að hægt verði að lengja opnunartíma laugarinnar strax um áramót. „Til lengri tíma litið vill maður auðvitað sjá laugina opna alla daga vikunnar. Við þurfum þó að komast þangað. Við þurfum að geta rekið hana en með lengri opnunartíma gæti skapast betri rekstrargrundvöllur. Það eru líka uppi hugmyndir um að byggja við sundlaugina og koma upp æfingaaðstöðu. Við lifum og hrærumst fyrir sundlaugar. Við vitum að það er fátt betra en að fara í laugina eftir langan vinnudag.“ Skeiðalaug var byggð af heimamönnum árið 1975 og er staðsett í Brautarholti. Á vef sveitarfélagsins kemur fram að laugin sé 16,68 metrar á lengd og átta metra breið. Þar er einnig að finna heitan pott, vatnsgufubaðstofu, og hvíldarbekki. Sundlaugar Skeiða- og Gnúpverjahreppur Tengdar fréttir Barátta grindvískra barna fyrir lengri opnun í sundlauginni skilar árangri Frístunda- og menningarnefnd Grindavíkurbæjar hefur lagt til að opnunartími sundlaugarinnar í bænum verði lengdur til klukkan 18 um helgar yfir vetrartímann í stað klukkan 16. Breytingin kemur í kjölfar undirskriftarsöfnunar grunnskólabarna í bænum. 19. október 2022 11:26 Gjaldskrá sundlaugarinnar í Grímsnesi standist ekki ákvæði stjórnarskrár Innviðaráðuneytið hefur óskað eftir umsögn sveitarfélagsins Grímsnes- og Grafningshrepps vegna þess fyrirkomulags sveitarfélagsins að láta þá sem ekki eru með lögheimili í sveitarfélaginu greiða margfalt hærra verð fyrir árskort í sund og líkamsrækt á Borg í Grímsnesi, samanborið við þá sem eru skráðir með lögheimili í sveitarfélaginu. 29. september 2022 08:00 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira
Haraldur Þór Jónsson sveitarstjóri segir að til standi að stórefla starfið í Skeiðalaug. „Íbúar hafa lengi kallað eftir rýmri opnunartíma. Við erum lítið sveitarfélag sem sameinaðist fyrir um tuttugu árum, erum með 580 íbúa, og rekum tvær sundlaugar – Skeiðalaug og sundlaugina í Árnesi.“ Hann segir að með nýjum meirihluta sé markmiðið að taka laugina svolítið í gegn. „Við viljum lengja opnunartíma, efla þjónustu og þar með bæta búsetuskilyrðin. Við erum að fara að úthluta lóðum þarna nærri lauginni og við sjáum því fram á fjölgun íbúa.“ Opin í fjóra tíma, tvo daga í viku Skeiðalaug hefur síðustu ár einungis verið opin á mánudögum og fimmtudögum yfir vetrarmánuðina, milli 18 og 22 á kvöldin. Málið var tekið fyrir á fundi sveitarstjórnar í gær. Full samstaða var um að ráðast í að sveitarfélagið tæki yfir reksturinn. Haraldi sveitarstjóra hefur verið falið að ráða starfskraft til starfa í Skeiðalaug. Hann segir sveitarstjórn hafa verið í samskiptum við arkitekt laugarinnar með það að markmiði að endurbæta og efla laugina. Skeiðalaug var byggð af heimamönnum árið 1975 og er staðsett í Brautarholti.SkeiðGrúp Vill helst sjá hana opna alla daga vikunnar Haraldur gerir ráð fyrir að hægt verði að lengja opnunartíma laugarinnar strax um áramót. „Til lengri tíma litið vill maður auðvitað sjá laugina opna alla daga vikunnar. Við þurfum þó að komast þangað. Við þurfum að geta rekið hana en með lengri opnunartíma gæti skapast betri rekstrargrundvöllur. Það eru líka uppi hugmyndir um að byggja við sundlaugina og koma upp æfingaaðstöðu. Við lifum og hrærumst fyrir sundlaugar. Við vitum að það er fátt betra en að fara í laugina eftir langan vinnudag.“ Skeiðalaug var byggð af heimamönnum árið 1975 og er staðsett í Brautarholti. Á vef sveitarfélagsins kemur fram að laugin sé 16,68 metrar á lengd og átta metra breið. Þar er einnig að finna heitan pott, vatnsgufubaðstofu, og hvíldarbekki.
Sundlaugar Skeiða- og Gnúpverjahreppur Tengdar fréttir Barátta grindvískra barna fyrir lengri opnun í sundlauginni skilar árangri Frístunda- og menningarnefnd Grindavíkurbæjar hefur lagt til að opnunartími sundlaugarinnar í bænum verði lengdur til klukkan 18 um helgar yfir vetrartímann í stað klukkan 16. Breytingin kemur í kjölfar undirskriftarsöfnunar grunnskólabarna í bænum. 19. október 2022 11:26 Gjaldskrá sundlaugarinnar í Grímsnesi standist ekki ákvæði stjórnarskrár Innviðaráðuneytið hefur óskað eftir umsögn sveitarfélagsins Grímsnes- og Grafningshrepps vegna þess fyrirkomulags sveitarfélagsins að láta þá sem ekki eru með lögheimili í sveitarfélaginu greiða margfalt hærra verð fyrir árskort í sund og líkamsrækt á Borg í Grímsnesi, samanborið við þá sem eru skráðir með lögheimili í sveitarfélaginu. 29. september 2022 08:00 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira
Barátta grindvískra barna fyrir lengri opnun í sundlauginni skilar árangri Frístunda- og menningarnefnd Grindavíkurbæjar hefur lagt til að opnunartími sundlaugarinnar í bænum verði lengdur til klukkan 18 um helgar yfir vetrartímann í stað klukkan 16. Breytingin kemur í kjölfar undirskriftarsöfnunar grunnskólabarna í bænum. 19. október 2022 11:26
Gjaldskrá sundlaugarinnar í Grímsnesi standist ekki ákvæði stjórnarskrár Innviðaráðuneytið hefur óskað eftir umsögn sveitarfélagsins Grímsnes- og Grafningshrepps vegna þess fyrirkomulags sveitarfélagsins að láta þá sem ekki eru með lögheimili í sveitarfélaginu greiða margfalt hærra verð fyrir árskort í sund og líkamsrækt á Borg í Grímsnesi, samanborið við þá sem eru skráðir með lögheimili í sveitarfélaginu. 29. september 2022 08:00