Finnur til með börnum safnaðarins sem búi við „þetta ofbeldi“ Ellen Geirsdóttir Håkansson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 19. október 2022 21:25 Fyrrverandi Vottur Jehóva segist finna til með börnum safnaðarins vegna kennslumyndbands Votta, „Einn maður, ein kona.“ Myndbandið hefur sætt harðri gagnrýni en það virðist ýja að því að hinsegin fólk geti ekki komist í „Paradís.“ Í myndbandinu sést móðir tala við dóttur sína og segir móðirin meðal annars eftirfarandi. „Margir hafa sínar eigin skoðanir hvað sé rétt og rangt en aðal atriðið er hvað Jehóva finnst. Hann vill að við séum glöð og veit hvað gerir okkur hamingjusöm, þess vegna skapaði hann hjónabandið eins og hann gerði.“ Dóttirin spyr þá hvort hún eigi við einn mann og eina konu og svarar móðirin því játandi. Einnig segir í myndbandinu að nauðsynlegt sé að skilja ýmislegt eftir til þess að komast til paradísar, það eigi við um allt sem Jehóva samþykki ekki. Myndbandið má sjá hér að neðan. Lilja Torfadóttir er samkynhneigð kona sem eitt sinn tilheyrði söfnuði Votta Jehóva. Hún kom út úr skápnum árið 2002 og segist í kjölfarið hafa verið rekin úr söfnuðinum vegna kynhneigðar sinnar. Aðspurð hver viðbrögð hennar voru við myndbandinu segist hún hafa verið slegin eftir áhorfið. „Ég var eiginlega orðlaus í fyrsta skipti á ævinni, aðallega út af því bara að ég fann svo til með öllum börnunum innan safnaðarins, að þurfa að búa við þetta ofbeldi,“ segir Lilja. Lilja tilheyrir hóp fyrrverandi votta sem komið hefur út úr söfnuðinum. Hópurinn berst fyrir breytingum og gagnrýnir að söfnuðurinn sé ríkisstyrktur. Hún segir hópinn bæði stuðningshóp fyrir þá sem komnir séu úr söfnuðinum og þrýstihóp. „Við erum alveg tilbúin núna til að berjast af því okkur finnst allt rangt við þetta, að það sé verið að beita fólk ofbeldi og þessi hatursorðræða er bara, þetta er gengið út í öfgar,“ segir Lilja. Viðtalið við Lilju má sjá efst í þessari frétt. Trúmál Hinsegin Börn og uppeldi Tengdar fréttir Sláandi og sorglegt að sjá hatur framsett á sakleysislegan hátt í barnaefni Umdeilt kennslumyndband Votta Jehóva þar sem samkynhneigð er rædd hefur sætt mikilli gagnrýni. Myndbandið hefur lengi verið sýnt börnum innan safnaðarins. Stofnandi Hinseginleikans segir hatur matreitt ofan í börnin og þau beri það síðan með sér í sitt nærumhverfi. Óásættanlegt sé að trúfélag sem ríkið styrki dreifi hatri í skjóli trúfrelsis. Lög landsins verði að eiga um þau líka. 19. október 2022 15:45 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Sjá meira
Í myndbandinu sést móðir tala við dóttur sína og segir móðirin meðal annars eftirfarandi. „Margir hafa sínar eigin skoðanir hvað sé rétt og rangt en aðal atriðið er hvað Jehóva finnst. Hann vill að við séum glöð og veit hvað gerir okkur hamingjusöm, þess vegna skapaði hann hjónabandið eins og hann gerði.“ Dóttirin spyr þá hvort hún eigi við einn mann og eina konu og svarar móðirin því játandi. Einnig segir í myndbandinu að nauðsynlegt sé að skilja ýmislegt eftir til þess að komast til paradísar, það eigi við um allt sem Jehóva samþykki ekki. Myndbandið má sjá hér að neðan. Lilja Torfadóttir er samkynhneigð kona sem eitt sinn tilheyrði söfnuði Votta Jehóva. Hún kom út úr skápnum árið 2002 og segist í kjölfarið hafa verið rekin úr söfnuðinum vegna kynhneigðar sinnar. Aðspurð hver viðbrögð hennar voru við myndbandinu segist hún hafa verið slegin eftir áhorfið. „Ég var eiginlega orðlaus í fyrsta skipti á ævinni, aðallega út af því bara að ég fann svo til með öllum börnunum innan safnaðarins, að þurfa að búa við þetta ofbeldi,“ segir Lilja. Lilja tilheyrir hóp fyrrverandi votta sem komið hefur út úr söfnuðinum. Hópurinn berst fyrir breytingum og gagnrýnir að söfnuðurinn sé ríkisstyrktur. Hún segir hópinn bæði stuðningshóp fyrir þá sem komnir séu úr söfnuðinum og þrýstihóp. „Við erum alveg tilbúin núna til að berjast af því okkur finnst allt rangt við þetta, að það sé verið að beita fólk ofbeldi og þessi hatursorðræða er bara, þetta er gengið út í öfgar,“ segir Lilja. Viðtalið við Lilju má sjá efst í þessari frétt.
Trúmál Hinsegin Börn og uppeldi Tengdar fréttir Sláandi og sorglegt að sjá hatur framsett á sakleysislegan hátt í barnaefni Umdeilt kennslumyndband Votta Jehóva þar sem samkynhneigð er rædd hefur sætt mikilli gagnrýni. Myndbandið hefur lengi verið sýnt börnum innan safnaðarins. Stofnandi Hinseginleikans segir hatur matreitt ofan í börnin og þau beri það síðan með sér í sitt nærumhverfi. Óásættanlegt sé að trúfélag sem ríkið styrki dreifi hatri í skjóli trúfrelsis. Lög landsins verði að eiga um þau líka. 19. október 2022 15:45 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Sjá meira
Sláandi og sorglegt að sjá hatur framsett á sakleysislegan hátt í barnaefni Umdeilt kennslumyndband Votta Jehóva þar sem samkynhneigð er rædd hefur sætt mikilli gagnrýni. Myndbandið hefur lengi verið sýnt börnum innan safnaðarins. Stofnandi Hinseginleikans segir hatur matreitt ofan í börnin og þau beri það síðan með sér í sitt nærumhverfi. Óásættanlegt sé að trúfélag sem ríkið styrki dreifi hatri í skjóli trúfrelsis. Lög landsins verði að eiga um þau líka. 19. október 2022 15:45