Grátbiðja Drake um að forða Arsenal frá bölvun Atli Arason skrifar 20. október 2022 07:00 Drake í treyju Arsenal í spilavíti í vikunni. The Sun Kanadíski tónlistarmaðurinn Drake er vinsælasti tónlistarmaðurinn á streymisveitunni Spotify frá upphafi en þykir ekki eins vinsæll í heimi íþróttanna eftir fjölda óheppilegra atvika undanfarin ár. Drake er mikill íþróttaáhugamaður og fylgist vel með. Um síðustu helgi var merki rapparans framan á keppnistreyjum Barcelona í stórleik liðsins gegn Real Madrid í spænska boltanum. Barcelona tapaði leiknum 3-1 og þótti einhverjum það endanlega staðfesta þá hjátrú að bölvun fylgir þeim kanadíska. Rapparinn sást í spilavíti í vikunni þar sem hann klæddist Arsenal treyju frá tímabilinu 2005/06. Hjátrúarfullir stuðningsmenn Arsenal óttast nú hið versta eftir bestu byrjun liðsins í enskri deildarkeppni frá árinu 1903. Til eru mörg dæmi um íþróttalið og afreksíþróttafólk sem hreinlega hrapa af toppnum eftir stuðningsyfirlýsingu Drake. Fórnarlömb Drake bölvunarinnar Fyrr á þessu ári birti Drake mynd í hringrás (e. story) á Instagram aðgangi sínum þar sem rapparinn lagði veðmál upp á 33 milljónir króna að Charles Leclerc myndi vinna Formúlu 1 kappaksturinn í Barcelona. Leclerc náði ekki að klára kappaksturinn þar sem vélin í Ferrari bifreið hans bilaði. Layvin Kurzawa, þá leikmaður PSG, birti mynd af sér með Drake í aðdraganda leik PSG og Lille í frönsku úrvalsdeildinni árið 2019. PSG tapaði leiknum 5-1, sem var stærsta tap PSG í frönsku deildinni í tæpan áratug og í fyrsta skipti sem liðið fékk á sig fimm mörk í einum leik frá árinu 2000. Drake og Conor McGregorGetty Images Bardagakappinn Conor McGregor, þá UFC meistari, fékk stuðningsyfirlýsingu frá Drake en rapparinn mætti einnig með írska fánan á viðburði tengda bardaga McGregor gegn hinum rússneska Khabib Nurmagomedov árið 2018. McGregor tapaði bardaganum. Jadon Sancho, fyrrum leikmaður Borussia Dortmund, birti mynd af sér með rapparanum degi áður en Dortmund steinlá, 5-0, gegn erkifjendunum í Bayern München. Árið 2015 leyndi Drake ekki áhuga sínum á tennisspilaranum Serena Williams. Rapparinn mætti á undanúrslita einvígi Williams, þá á toppi heimslistans, gegn Roberta Vinci. Williams tapaði þá afar óvænt gegn Vinci sem var á þeim tíma í 43. sæti heimslistans. Sergio Aguero, þá leikmaður Manchester City, sást umgangast Drake fyrir leik City gegn Tottenham í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar árið 2019. City tapaði leiknum 1-0 en Aguero klúðraði vítaspyrnu í leiknum. City átti svo eftir að falla úr leik í Meistaradeildinni eftir einvígið gegn Tottenham. Drake ásamt Anthony JoshuaTwitter Breski boxarinn Anthony Joshua birti mynd af sér með Drake áður en hann og Andy Ruiz Jr. mættust árið 2019 þar sem Joshua tapaði óvænt sínum fyrsta bardaga á ferlinum. Drake og Pierre-Emerick Aubameyang, þá framherji Arsenal, stilltu sér upp fyrir myndatöku skömmu fyrir leik Arsenal og Everton árið 2019. Þrátt fyrir að Aubameyang byrjaði þann leik á varamannabekknum þá tapaði Arsenal 1-0 en félagið missti af Meistaradeildarsæti það tímabil. Eftir að Drake birti áðurnefnd mynd af sér í Arsenal treyju spilavíti í vikunni fóru einhverjir stuðningsmenn liðsins að hafa áhyggjur en Arsenal er sem stendur í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar. Laura Woods, sparkspekingur hjá talkSPORT og stuðningsmaður Arsenal, bað Drake vinsamlegast um að halda sig fjarri Arsenal og klæðast frekar treyju Tottenham Hotspur eða Manchester City. „Ég er með skilaboð fyrir Drake. Þú ert frábær tónlistarmaður en vinsamlegast farðu úr þessari treyju og klæddu þig frekar í Spurs treyju. Við þurfum ekki áhuga þinn eða bölvun. Haltu þig við tónlistina,“ sagði Woods. 📸 Drake takes a picture with Sancho. His next game: Bayern 5 - 0 Dortmund 📸 Drake takes a picture with Aubameyang. His next game: Everton 1 - 0 Arsenal 📸 Drake takes a picture with Aguero. His next game: Misses a penalty vs TottenhamDrake curse confirmed 😳 pic.twitter.com/mp7rjiCXKi— ODDSbible (@ODDSbible) April 9, 2019 Enski boltinn Þýski boltinn Franski boltinn Akstursíþróttir Box MMA Tennis Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Barcelona spilar í sérstakri Drake treyju í El Clasico um helgina Barcelona mun heiðra kanadíska rapparann Drake í stórleik helgarinnar þar sem spænsku risarnir Barcelona og Real Madrid mætast á Santiago Bernabéu á sunnudaginn. 14. október 2022 09:01 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Íslenski boltinn Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Handbolti Fleiri fréttir John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjá meira
Drake er mikill íþróttaáhugamaður og fylgist vel með. Um síðustu helgi var merki rapparans framan á keppnistreyjum Barcelona í stórleik liðsins gegn Real Madrid í spænska boltanum. Barcelona tapaði leiknum 3-1 og þótti einhverjum það endanlega staðfesta þá hjátrú að bölvun fylgir þeim kanadíska. Rapparinn sást í spilavíti í vikunni þar sem hann klæddist Arsenal treyju frá tímabilinu 2005/06. Hjátrúarfullir stuðningsmenn Arsenal óttast nú hið versta eftir bestu byrjun liðsins í enskri deildarkeppni frá árinu 1903. Til eru mörg dæmi um íþróttalið og afreksíþróttafólk sem hreinlega hrapa af toppnum eftir stuðningsyfirlýsingu Drake. Fórnarlömb Drake bölvunarinnar Fyrr á þessu ári birti Drake mynd í hringrás (e. story) á Instagram aðgangi sínum þar sem rapparinn lagði veðmál upp á 33 milljónir króna að Charles Leclerc myndi vinna Formúlu 1 kappaksturinn í Barcelona. Leclerc náði ekki að klára kappaksturinn þar sem vélin í Ferrari bifreið hans bilaði. Layvin Kurzawa, þá leikmaður PSG, birti mynd af sér með Drake í aðdraganda leik PSG og Lille í frönsku úrvalsdeildinni árið 2019. PSG tapaði leiknum 5-1, sem var stærsta tap PSG í frönsku deildinni í tæpan áratug og í fyrsta skipti sem liðið fékk á sig fimm mörk í einum leik frá árinu 2000. Drake og Conor McGregorGetty Images Bardagakappinn Conor McGregor, þá UFC meistari, fékk stuðningsyfirlýsingu frá Drake en rapparinn mætti einnig með írska fánan á viðburði tengda bardaga McGregor gegn hinum rússneska Khabib Nurmagomedov árið 2018. McGregor tapaði bardaganum. Jadon Sancho, fyrrum leikmaður Borussia Dortmund, birti mynd af sér með rapparanum degi áður en Dortmund steinlá, 5-0, gegn erkifjendunum í Bayern München. Árið 2015 leyndi Drake ekki áhuga sínum á tennisspilaranum Serena Williams. Rapparinn mætti á undanúrslita einvígi Williams, þá á toppi heimslistans, gegn Roberta Vinci. Williams tapaði þá afar óvænt gegn Vinci sem var á þeim tíma í 43. sæti heimslistans. Sergio Aguero, þá leikmaður Manchester City, sást umgangast Drake fyrir leik City gegn Tottenham í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar árið 2019. City tapaði leiknum 1-0 en Aguero klúðraði vítaspyrnu í leiknum. City átti svo eftir að falla úr leik í Meistaradeildinni eftir einvígið gegn Tottenham. Drake ásamt Anthony JoshuaTwitter Breski boxarinn Anthony Joshua birti mynd af sér með Drake áður en hann og Andy Ruiz Jr. mættust árið 2019 þar sem Joshua tapaði óvænt sínum fyrsta bardaga á ferlinum. Drake og Pierre-Emerick Aubameyang, þá framherji Arsenal, stilltu sér upp fyrir myndatöku skömmu fyrir leik Arsenal og Everton árið 2019. Þrátt fyrir að Aubameyang byrjaði þann leik á varamannabekknum þá tapaði Arsenal 1-0 en félagið missti af Meistaradeildarsæti það tímabil. Eftir að Drake birti áðurnefnd mynd af sér í Arsenal treyju spilavíti í vikunni fóru einhverjir stuðningsmenn liðsins að hafa áhyggjur en Arsenal er sem stendur í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar. Laura Woods, sparkspekingur hjá talkSPORT og stuðningsmaður Arsenal, bað Drake vinsamlegast um að halda sig fjarri Arsenal og klæðast frekar treyju Tottenham Hotspur eða Manchester City. „Ég er með skilaboð fyrir Drake. Þú ert frábær tónlistarmaður en vinsamlegast farðu úr þessari treyju og klæddu þig frekar í Spurs treyju. Við þurfum ekki áhuga þinn eða bölvun. Haltu þig við tónlistina,“ sagði Woods. 📸 Drake takes a picture with Sancho. His next game: Bayern 5 - 0 Dortmund 📸 Drake takes a picture with Aubameyang. His next game: Everton 1 - 0 Arsenal 📸 Drake takes a picture with Aguero. His next game: Misses a penalty vs TottenhamDrake curse confirmed 😳 pic.twitter.com/mp7rjiCXKi— ODDSbible (@ODDSbible) April 9, 2019
Enski boltinn Þýski boltinn Franski boltinn Akstursíþróttir Box MMA Tennis Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Barcelona spilar í sérstakri Drake treyju í El Clasico um helgina Barcelona mun heiðra kanadíska rapparann Drake í stórleik helgarinnar þar sem spænsku risarnir Barcelona og Real Madrid mætast á Santiago Bernabéu á sunnudaginn. 14. október 2022 09:01 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Íslenski boltinn Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Handbolti Fleiri fréttir John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjá meira
Barcelona spilar í sérstakri Drake treyju í El Clasico um helgina Barcelona mun heiðra kanadíska rapparann Drake í stórleik helgarinnar þar sem spænsku risarnir Barcelona og Real Madrid mætast á Santiago Bernabéu á sunnudaginn. 14. október 2022 09:01