Berst gegn vindmyllum við nýju sjóböðin: „Ég held að menn myndu sjá eftir þessu samstundis“ Snorri Másson skrifar 20. október 2022 08:50 Skúli Mogensen athafnamaður opnaði lúxussjóböð í Hvammsvík í Hvalfirði í júlí og útkoman er einstök náttúruperla. En um svipað leyti og starfsemin hófst birtist matsáætlun fyrir vindmyllur ofan á fjallið hinum megin við fjörðinn, sem myndu skyggja á útsýnið í böðunum ef hugmyndirnar yrðu að veruleika. Nú berst Skúli við vindmyllur í Hvalfirði. Sýnt er frá sjóböðunum í innslaginu hér að ofan og sömuleiðis farið ítarlega yfir umhverfi vindorku hér á landi. Einnig er rætt við frumkvöðul verkefnisins sem Skúli er að mótmæla. „Alveg galin staðsetning“ Skúli er ekki einn um að vera á móti vindmylluáformunum, flestir íbúar sem gert hafa athugasemdir eru það líka, en hann tekur sterkt til orða. Hann telur áformin einkennast af firringu, enda sé Hvalfjörðurinn í miðjum uppbyggingarfasa. Hvalfjörðurinn sé fyrst núna að vakna úr sínum dvala og komin þar vænleg þjónusta og uppbygging, sem er enn á byrjunarreit. Ljósmynd með tölvugerðri grafík. Ekkert liggur fyrir um það hvernig vindmyllurnar yrðu á endanum en á tölvuteikningum fréttastofu má sjá hvernig þetta gæti litið út. Í innslaginu að ofan eru einnig sýnd tölvuteiknuð myndbönd.Vísir/Bjarni „Ég byrja á að segja að vindorka er áhugaverður kostur og eitthvað sem við eigum að vera að skoða öllu jafna. Hins vegar finnst mér þessi staðsetning alveg galin,“ segir Skúli. „Það væri mikil skammsýni ef þetta yrði að veruleika. Auðvitað hef ég sjálfur hagsmuni, það gefur augaleið. En bara svo að við áttum okkur á stærðinni, þá erum við að tala um að byggja vindmyllur í um 600 metra hæð, sem rísa síðan 250 metra í viðbót. Þannig að þú ert kominn með vindmyllugarð í álíka hæð og Esjan, sem gnæfir yfir allt og alla. Þannig að ég held að það væri gríðarleg skammsýni að setja slíkan garð akkúrat hér. Ég held að það væru margir aðrir staðir sem væru kannski hentugri,“ segir Skúli. Má ekki taka svona ákvarðanir einhliða Ekkert liggur fyrir um það hvernig vindmyllurnar yrðu á endanum en á tölvuteikningum fréttastofu má sjá hvernig þetta gæti litið út. „Ég held að menn myndu sjá eftir því samstundis og þetta væri risið. Þegar menn sæju raunveruleg áhrif þess. Þetta er ekki bara sjónmengun, þetta myndi líka hafa mikla hljóðmengun í för með sér. Ég held að þetta væru mikil mistök.“ Fjárfest hefur verið fyrir fleiri hundruð milljónir í sjóböðum við Hvammsvík, sem hófu starfsemi í júlí.Vísir/Bjarni Skúli bendir á að áformin um vindmyllurnar liggi í Hvalfjarðarsveit, norðanmegin við fjörðinn, en hans land liggur í Kjósarhreppi. Þar sem hagsmunir alls fjarðarins séu þó undir, þurfi að tryggja að hagsmunir beggja sveitarfélaga liggi fyrir. „Það gengur ekki að það sé hægt að taka svona afdrifaríkar ákvarðanir einhliða. Því held ég að það sé mikilvægt að stjórnvöld og sveitarfélög móti skýran ramma hvað þetta varðar,“ segir Skúli. Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Ísland í dag Kjósarhreppur Tengdar fréttir Tvöfalda þarf orkuframleiðsluna vegna orkuskiptanna Tvöfalda þarf orkuframleiðslu í landinu á næstu átján árum til að ná fram markmiðum um orkuskipti miðað við núverandi orkunýtingu Íslendinga. Umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir að flókið geti reynst að ná fram nauðsynlegri pólitískri samstöðu um þetta en telur alla sammála um markmiðin. 18. október 2022 19:20 Forsætisráðherra vill regluverk um vindorkuver Forsætisráðherra segir ekki hægt að ræða uppbyggingu einkaaðila á vindorkuverum að neinu viti fyrr en formleg stefna stjórnvalda liggi fyrir, mögulega með frumvarpi á vorþingi. Fjöldi einkaaðila hugsar sér vel til glóðarinnar en ráðherra segir undirstöðu orkuframleiðslu eiga að vera á höndum almennings. 30. september 2022 20:01 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Sjá meira
Sýnt er frá sjóböðunum í innslaginu hér að ofan og sömuleiðis farið ítarlega yfir umhverfi vindorku hér á landi. Einnig er rætt við frumkvöðul verkefnisins sem Skúli er að mótmæla. „Alveg galin staðsetning“ Skúli er ekki einn um að vera á móti vindmylluáformunum, flestir íbúar sem gert hafa athugasemdir eru það líka, en hann tekur sterkt til orða. Hann telur áformin einkennast af firringu, enda sé Hvalfjörðurinn í miðjum uppbyggingarfasa. Hvalfjörðurinn sé fyrst núna að vakna úr sínum dvala og komin þar vænleg þjónusta og uppbygging, sem er enn á byrjunarreit. Ljósmynd með tölvugerðri grafík. Ekkert liggur fyrir um það hvernig vindmyllurnar yrðu á endanum en á tölvuteikningum fréttastofu má sjá hvernig þetta gæti litið út. Í innslaginu að ofan eru einnig sýnd tölvuteiknuð myndbönd.Vísir/Bjarni „Ég byrja á að segja að vindorka er áhugaverður kostur og eitthvað sem við eigum að vera að skoða öllu jafna. Hins vegar finnst mér þessi staðsetning alveg galin,“ segir Skúli. „Það væri mikil skammsýni ef þetta yrði að veruleika. Auðvitað hef ég sjálfur hagsmuni, það gefur augaleið. En bara svo að við áttum okkur á stærðinni, þá erum við að tala um að byggja vindmyllur í um 600 metra hæð, sem rísa síðan 250 metra í viðbót. Þannig að þú ert kominn með vindmyllugarð í álíka hæð og Esjan, sem gnæfir yfir allt og alla. Þannig að ég held að það væri gríðarleg skammsýni að setja slíkan garð akkúrat hér. Ég held að það væru margir aðrir staðir sem væru kannski hentugri,“ segir Skúli. Má ekki taka svona ákvarðanir einhliða Ekkert liggur fyrir um það hvernig vindmyllurnar yrðu á endanum en á tölvuteikningum fréttastofu má sjá hvernig þetta gæti litið út. „Ég held að menn myndu sjá eftir því samstundis og þetta væri risið. Þegar menn sæju raunveruleg áhrif þess. Þetta er ekki bara sjónmengun, þetta myndi líka hafa mikla hljóðmengun í för með sér. Ég held að þetta væru mikil mistök.“ Fjárfest hefur verið fyrir fleiri hundruð milljónir í sjóböðum við Hvammsvík, sem hófu starfsemi í júlí.Vísir/Bjarni Skúli bendir á að áformin um vindmyllurnar liggi í Hvalfjarðarsveit, norðanmegin við fjörðinn, en hans land liggur í Kjósarhreppi. Þar sem hagsmunir alls fjarðarins séu þó undir, þurfi að tryggja að hagsmunir beggja sveitarfélaga liggi fyrir. „Það gengur ekki að það sé hægt að taka svona afdrifaríkar ákvarðanir einhliða. Því held ég að það sé mikilvægt að stjórnvöld og sveitarfélög móti skýran ramma hvað þetta varðar,“ segir Skúli.
Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Ísland í dag Kjósarhreppur Tengdar fréttir Tvöfalda þarf orkuframleiðsluna vegna orkuskiptanna Tvöfalda þarf orkuframleiðslu í landinu á næstu átján árum til að ná fram markmiðum um orkuskipti miðað við núverandi orkunýtingu Íslendinga. Umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir að flókið geti reynst að ná fram nauðsynlegri pólitískri samstöðu um þetta en telur alla sammála um markmiðin. 18. október 2022 19:20 Forsætisráðherra vill regluverk um vindorkuver Forsætisráðherra segir ekki hægt að ræða uppbyggingu einkaaðila á vindorkuverum að neinu viti fyrr en formleg stefna stjórnvalda liggi fyrir, mögulega með frumvarpi á vorþingi. Fjöldi einkaaðila hugsar sér vel til glóðarinnar en ráðherra segir undirstöðu orkuframleiðslu eiga að vera á höndum almennings. 30. september 2022 20:01 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Sjá meira
Tvöfalda þarf orkuframleiðsluna vegna orkuskiptanna Tvöfalda þarf orkuframleiðslu í landinu á næstu átján árum til að ná fram markmiðum um orkuskipti miðað við núverandi orkunýtingu Íslendinga. Umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir að flókið geti reynst að ná fram nauðsynlegri pólitískri samstöðu um þetta en telur alla sammála um markmiðin. 18. október 2022 19:20
Forsætisráðherra vill regluverk um vindorkuver Forsætisráðherra segir ekki hægt að ræða uppbyggingu einkaaðila á vindorkuverum að neinu viti fyrr en formleg stefna stjórnvalda liggi fyrir, mögulega með frumvarpi á vorþingi. Fjöldi einkaaðila hugsar sér vel til glóðarinnar en ráðherra segir undirstöðu orkuframleiðslu eiga að vera á höndum almennings. 30. september 2022 20:01