Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar sækist eftir ritaraembættinu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. október 2022 14:16 Þær Arna Lára og Alexandra Ýr eru tvær í framboði til embættis ritara Samfylkingarinnar. Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, ætlar að blanda sér í baráttuna um embætti ritara á landsfundi Samfylkingarinnar 28. og 29. október næstkomandi. Alexandra Ýr van Erven, hefur þegar greint frá því að hún hyggist bjóða sig fram til endurkjörs. „Það eru auðvitað miklar breytingar í kortunum hjá Samfylkingunni og við eigum mikil sóknarfæri. Ég sé að það eru spennandi breytingar fram undan og við erum að fá nýjan formann sem mér finnst mjög spennandi og ég bara tel að reynslan mín geti nýst vel í forystusveit flokksins og breikkað ásýnd hennar. ÉG er náttúrulega mikil landsbyggðarkona og staðan er auðvitað sú að í mínu kjördæmi, Norðvesturkjördæmi, þá eigum við ekki þingmann og mér finnst það skipta máli að ásýnd flokksins sé þannig að landsbyggðin eigi sinn fulltrúa í æðstu stjórn flokksins.“ Arna Lára kveðst hrifin af áherslum Kristrúnar Frostadóttur sem er ein í framboði til formanns. Hún hefur lagt fram sína sýn og sagt mikilvægt að flokkurinn leggi meiri áherslu á kjarnamál Jafnaðarmanna. „Það er auðvitað kannski ástæðan fyrir því að ég er líka að bjóða mig fram. Ég tengi mjög vel við þennan málflutning. Við þurfum að leggja ofuráherslu á þessi kjarnamál Jafnaðarmanna og kannski einfalda svolítið málflutninginn og það er bara eitthvað sem ég tengi mjög vel við og er til í að leggja mitt lóð á vogarskálina svo það geti orðið“. Alexandra, sem einnig er í framboði, segist leggja áherslu á jafnréttismálin. „Undanfarin tvö ár hef ég líka verið rödd þeirra mála sem sumir segja að séu mjúk; það er mér hjartans mál að femínismi verði áfram kjarninn í hugmyndafræði Samfylkingarinnar. Við eigum svo sannarlega að vera stolt af því að vera jafnaðarmenn en enn fremur eigum við að vera stolt af sögulegri arfleifð flokksins. Líkt og ég hef sagt áður þá þykir mér þar einna mikilvægust sú sögulega arfleifð sem flokkurinn fékk í vöggugjöf frá Kvennalistanum. Þá er ekki bara mikilvægt að stefna flokksins sé sköpuð með femínisma að leiðarljósi heldur á stjórnmálamenningin okkar að litast af henni.“ Alexandra segir þá nauðsynlegt að í stjórn sé einstaklingur með reynslu. „Ekki síst í ljósi þeirrar miklu endurnýjunar sem er að verða á forystu flokksins. Ég er reynslumikil þrátt fyrir ungan aldur og finnst mikilvægt að stjórn flokksins sé fjölbreytt. Ég er af erlendum uppruna og tel mikilvægt að ólíkar raddir heyrist í forystunni og finnst það við hæfi þar sem Samfylkingin er alþjóðasinnaður stjórnmálaflokkur.“ Það hafi verið henni lærdómsríkt að starfa sem ritari flokksins síðustu tvö ár. „Ég tel mikilvægt að í embættinu sé einstaklingur sem geti sinnt svokölluðu stofnanaminni flokksins, en það er ekki síður mikilvægt að UJ eigi sinn fulltrúa í æðstu stofnun flokksins. Kannanir hafa enda sýnt að Samfylkingin er flokkur unga fólksins og því eðlileg krafa að ungliðahreyfing flokksins eigi fulltrúa unga og róttæka fólksins í stjórn.“ Samfylkingin Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Guðmundur Árni í varaformann Samfylkingarinnar: „Ég er til í slaginn“ Guðmundur Árni Stefánsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til varaformanns Samfylkingarinnar. Hann vill leggja nýrri kynslóð jafnaðarmanna lið og segir þörf á skýrum áherslum í flokknum. 16. október 2022 14:46 Fari eins og á horfist sé það ákall um breytingar hjá Samfylkingunni Kristrún Frostadóttir, sem sækist eftir að verða næsti formaður Samfylkingarinnar, segir tíma kominn á breytingar innan flokksins og einblína þurfi á kjarnamál flokksins. Það stangist ekki á við umbótahugmyndir að eini frambjóðandinn til varaformanns sé með áratuga reynslu í stjórnmálum. 17. október 2022 12:32 „Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur“ Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, tilkynnti rétt í þessu að hún gæfi kost á sér í formannskjöri Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins þann 28. október næstkomandi. Hún sagði ákvörðunina hafa átt sér langan aðdraganda. 19. ágúst 2022 16:31 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira
„Það eru auðvitað miklar breytingar í kortunum hjá Samfylkingunni og við eigum mikil sóknarfæri. Ég sé að það eru spennandi breytingar fram undan og við erum að fá nýjan formann sem mér finnst mjög spennandi og ég bara tel að reynslan mín geti nýst vel í forystusveit flokksins og breikkað ásýnd hennar. ÉG er náttúrulega mikil landsbyggðarkona og staðan er auðvitað sú að í mínu kjördæmi, Norðvesturkjördæmi, þá eigum við ekki þingmann og mér finnst það skipta máli að ásýnd flokksins sé þannig að landsbyggðin eigi sinn fulltrúa í æðstu stjórn flokksins.“ Arna Lára kveðst hrifin af áherslum Kristrúnar Frostadóttur sem er ein í framboði til formanns. Hún hefur lagt fram sína sýn og sagt mikilvægt að flokkurinn leggi meiri áherslu á kjarnamál Jafnaðarmanna. „Það er auðvitað kannski ástæðan fyrir því að ég er líka að bjóða mig fram. Ég tengi mjög vel við þennan málflutning. Við þurfum að leggja ofuráherslu á þessi kjarnamál Jafnaðarmanna og kannski einfalda svolítið málflutninginn og það er bara eitthvað sem ég tengi mjög vel við og er til í að leggja mitt lóð á vogarskálina svo það geti orðið“. Alexandra, sem einnig er í framboði, segist leggja áherslu á jafnréttismálin. „Undanfarin tvö ár hef ég líka verið rödd þeirra mála sem sumir segja að séu mjúk; það er mér hjartans mál að femínismi verði áfram kjarninn í hugmyndafræði Samfylkingarinnar. Við eigum svo sannarlega að vera stolt af því að vera jafnaðarmenn en enn fremur eigum við að vera stolt af sögulegri arfleifð flokksins. Líkt og ég hef sagt áður þá þykir mér þar einna mikilvægust sú sögulega arfleifð sem flokkurinn fékk í vöggugjöf frá Kvennalistanum. Þá er ekki bara mikilvægt að stefna flokksins sé sköpuð með femínisma að leiðarljósi heldur á stjórnmálamenningin okkar að litast af henni.“ Alexandra segir þá nauðsynlegt að í stjórn sé einstaklingur með reynslu. „Ekki síst í ljósi þeirrar miklu endurnýjunar sem er að verða á forystu flokksins. Ég er reynslumikil þrátt fyrir ungan aldur og finnst mikilvægt að stjórn flokksins sé fjölbreytt. Ég er af erlendum uppruna og tel mikilvægt að ólíkar raddir heyrist í forystunni og finnst það við hæfi þar sem Samfylkingin er alþjóðasinnaður stjórnmálaflokkur.“ Það hafi verið henni lærdómsríkt að starfa sem ritari flokksins síðustu tvö ár. „Ég tel mikilvægt að í embættinu sé einstaklingur sem geti sinnt svokölluðu stofnanaminni flokksins, en það er ekki síður mikilvægt að UJ eigi sinn fulltrúa í æðstu stofnun flokksins. Kannanir hafa enda sýnt að Samfylkingin er flokkur unga fólksins og því eðlileg krafa að ungliðahreyfing flokksins eigi fulltrúa unga og róttæka fólksins í stjórn.“
Samfylkingin Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Guðmundur Árni í varaformann Samfylkingarinnar: „Ég er til í slaginn“ Guðmundur Árni Stefánsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til varaformanns Samfylkingarinnar. Hann vill leggja nýrri kynslóð jafnaðarmanna lið og segir þörf á skýrum áherslum í flokknum. 16. október 2022 14:46 Fari eins og á horfist sé það ákall um breytingar hjá Samfylkingunni Kristrún Frostadóttir, sem sækist eftir að verða næsti formaður Samfylkingarinnar, segir tíma kominn á breytingar innan flokksins og einblína þurfi á kjarnamál flokksins. Það stangist ekki á við umbótahugmyndir að eini frambjóðandinn til varaformanns sé með áratuga reynslu í stjórnmálum. 17. október 2022 12:32 „Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur“ Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, tilkynnti rétt í þessu að hún gæfi kost á sér í formannskjöri Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins þann 28. október næstkomandi. Hún sagði ákvörðunina hafa átt sér langan aðdraganda. 19. ágúst 2022 16:31 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira
Guðmundur Árni í varaformann Samfylkingarinnar: „Ég er til í slaginn“ Guðmundur Árni Stefánsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til varaformanns Samfylkingarinnar. Hann vill leggja nýrri kynslóð jafnaðarmanna lið og segir þörf á skýrum áherslum í flokknum. 16. október 2022 14:46
Fari eins og á horfist sé það ákall um breytingar hjá Samfylkingunni Kristrún Frostadóttir, sem sækist eftir að verða næsti formaður Samfylkingarinnar, segir tíma kominn á breytingar innan flokksins og einblína þurfi á kjarnamál flokksins. Það stangist ekki á við umbótahugmyndir að eini frambjóðandinn til varaformanns sé með áratuga reynslu í stjórnmálum. 17. október 2022 12:32
„Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur“ Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, tilkynnti rétt í þessu að hún gæfi kost á sér í formannskjöri Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins þann 28. október næstkomandi. Hún sagði ákvörðunina hafa átt sér langan aðdraganda. 19. ágúst 2022 16:31