Herlög taka gildi á „innlimuðum“ svæðum í Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. október 2022 12:29 Vladimír Pútin hyggst grípa til herlaga en vafalítið er um að ræða viðbrögð við gagnsókn Úkraínumanna. AP/Grigory Sysoyev Herlög taka gildi í dag í héruðunum fjórum í Úkraínu sem Rússar vilja meina að þeir hafi innlimað á dögunum. Frá þessu greindi Vladimir Pútín Rússlandsforseti þegar hann ávarpaði fund þjóðaröryggis Rússlands nú fyrir stundu. Forsetinn sagði leppstjóra sína á svæðunum fá aukið vald til að framfylgja öryggismálunum á svæðunum en herlögin eru almennt talin munu fela í sér útgöngubann, bann við mótmælum og verkföllum, upplýsingatakmarkanir og fleira. Héruðin fjögur eru Donetsk, Luhansk, Kherson og Zaporizhzhia. Herlögin virðast vera viðbrögð við gagnsókn Úkraínumanna á hinum „innlimuðu“ svæðum en greint var frá því í morgun að fjölmiðlabanni hefði verið lýst yfir í suðurhluta landsins. Hafa menn leitt líkur að því að eitthvað stórt standi til, mögulega sókn að Kherson-borg, á næstu dögum. Putin says he's introducing martial law in the four partially occupied Ukrainian regions he annexed last month. This is portrayed as a technicality he said it de facto already exists but is a clear response to recent military setbacks as Ukraine's counteroffensive advances. pic.twitter.com/zTOanR1N1C— max seddon (@maxseddon) October 19, 2022 Pútín greindi einnig frá því á fundinum að ferðatakmörkunum yrði komið á á átta svæðum í Rússlandi sem liggja að Úkraínu; Krasnodar, Belgorod, Bryansk, Voronezh, Kursk og Rostov, auk Krímskaga og Sevastopol. Þá verður komið á fót sérstöku samræmingarráðuneyti til að samhæfa aðgerðir stofnana sem koma að átökunum í Úkraínu með einum eða öðrum hætti. Fréttin verður uppfærð. Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Fleiri fréttir „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Sjá meira
Forsetinn sagði leppstjóra sína á svæðunum fá aukið vald til að framfylgja öryggismálunum á svæðunum en herlögin eru almennt talin munu fela í sér útgöngubann, bann við mótmælum og verkföllum, upplýsingatakmarkanir og fleira. Héruðin fjögur eru Donetsk, Luhansk, Kherson og Zaporizhzhia. Herlögin virðast vera viðbrögð við gagnsókn Úkraínumanna á hinum „innlimuðu“ svæðum en greint var frá því í morgun að fjölmiðlabanni hefði verið lýst yfir í suðurhluta landsins. Hafa menn leitt líkur að því að eitthvað stórt standi til, mögulega sókn að Kherson-borg, á næstu dögum. Putin says he's introducing martial law in the four partially occupied Ukrainian regions he annexed last month. This is portrayed as a technicality he said it de facto already exists but is a clear response to recent military setbacks as Ukraine's counteroffensive advances. pic.twitter.com/zTOanR1N1C— max seddon (@maxseddon) October 19, 2022 Pútín greindi einnig frá því á fundinum að ferðatakmörkunum yrði komið á á átta svæðum í Rússlandi sem liggja að Úkraínu; Krasnodar, Belgorod, Bryansk, Voronezh, Kursk og Rostov, auk Krímskaga og Sevastopol. Þá verður komið á fót sérstöku samræmingarráðuneyti til að samhæfa aðgerðir stofnana sem koma að átökunum í Úkraínu með einum eða öðrum hætti. Fréttin verður uppfærð.
Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Fleiri fréttir „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Sjá meira