Herlög taka gildi á „innlimuðum“ svæðum í Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. október 2022 12:29 Vladimír Pútin hyggst grípa til herlaga en vafalítið er um að ræða viðbrögð við gagnsókn Úkraínumanna. AP/Grigory Sysoyev Herlög taka gildi í dag í héruðunum fjórum í Úkraínu sem Rússar vilja meina að þeir hafi innlimað á dögunum. Frá þessu greindi Vladimir Pútín Rússlandsforseti þegar hann ávarpaði fund þjóðaröryggis Rússlands nú fyrir stundu. Forsetinn sagði leppstjóra sína á svæðunum fá aukið vald til að framfylgja öryggismálunum á svæðunum en herlögin eru almennt talin munu fela í sér útgöngubann, bann við mótmælum og verkföllum, upplýsingatakmarkanir og fleira. Héruðin fjögur eru Donetsk, Luhansk, Kherson og Zaporizhzhia. Herlögin virðast vera viðbrögð við gagnsókn Úkraínumanna á hinum „innlimuðu“ svæðum en greint var frá því í morgun að fjölmiðlabanni hefði verið lýst yfir í suðurhluta landsins. Hafa menn leitt líkur að því að eitthvað stórt standi til, mögulega sókn að Kherson-borg, á næstu dögum. Putin says he's introducing martial law in the four partially occupied Ukrainian regions he annexed last month. This is portrayed as a technicality he said it de facto already exists but is a clear response to recent military setbacks as Ukraine's counteroffensive advances. pic.twitter.com/zTOanR1N1C— max seddon (@maxseddon) October 19, 2022 Pútín greindi einnig frá því á fundinum að ferðatakmörkunum yrði komið á á átta svæðum í Rússlandi sem liggja að Úkraínu; Krasnodar, Belgorod, Bryansk, Voronezh, Kursk og Rostov, auk Krímskaga og Sevastopol. Þá verður komið á fót sérstöku samræmingarráðuneyti til að samhæfa aðgerðir stofnana sem koma að átökunum í Úkraínu með einum eða öðrum hætti. Fréttin verður uppfærð. Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Sjá meira
Forsetinn sagði leppstjóra sína á svæðunum fá aukið vald til að framfylgja öryggismálunum á svæðunum en herlögin eru almennt talin munu fela í sér útgöngubann, bann við mótmælum og verkföllum, upplýsingatakmarkanir og fleira. Héruðin fjögur eru Donetsk, Luhansk, Kherson og Zaporizhzhia. Herlögin virðast vera viðbrögð við gagnsókn Úkraínumanna á hinum „innlimuðu“ svæðum en greint var frá því í morgun að fjölmiðlabanni hefði verið lýst yfir í suðurhluta landsins. Hafa menn leitt líkur að því að eitthvað stórt standi til, mögulega sókn að Kherson-borg, á næstu dögum. Putin says he's introducing martial law in the four partially occupied Ukrainian regions he annexed last month. This is portrayed as a technicality he said it de facto already exists but is a clear response to recent military setbacks as Ukraine's counteroffensive advances. pic.twitter.com/zTOanR1N1C— max seddon (@maxseddon) October 19, 2022 Pútín greindi einnig frá því á fundinum að ferðatakmörkunum yrði komið á á átta svæðum í Rússlandi sem liggja að Úkraínu; Krasnodar, Belgorod, Bryansk, Voronezh, Kursk og Rostov, auk Krímskaga og Sevastopol. Þá verður komið á fót sérstöku samræmingarráðuneyti til að samhæfa aðgerðir stofnana sem koma að átökunum í Úkraínu með einum eða öðrum hætti. Fréttin verður uppfærð.
Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Sjá meira