Prófa sig áfram með þriggja dómara kerfi á HM félagsliða Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. október 2022 14:01 Fá Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson þriðja hjólið undir dómaravagninn sinn í framtíðinni? vísir/hulda margrét Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, er að prófa sig áfram með nýjungar í dómgæslu á heimsmeistaramóti félagsliða í Sádí-Arabíu. HM félagsliða er fyrsta mótið þar sem þrír dómarar dæma leiki í stað tveggja eins og venjan er. IHF ætlaði fyrst að prófa þriggja dómara kerfið á HM fyrir tveimur árum en mótinu var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. „Handboltinn er í stöðugri þróun og við í dómaramálunum þurfum líka að gera það. Sex augu í stað fjögurra er möguleiki í framtíðinni,“ sagði Per Morten Södal, formaður alþjóða dómaranefndarinnar, við Handbollskanalen. „Þetta hefur verið í umræðunni í yfir tíu ár en aldrei farið af umræðustigi. Núna er þetta komið inn á völlinn.“ Að sögn Södals verður þriðji dómarinn staðsettur við hliðarlínuna. Það verða því tveir ytri dómarar og áfram einn dómari á endalínunni. Södal vonast til að þessar breytingar geti skilað sér í enn skemmtilegri leik. „Þetta fækkar verkefnum dómara. Þeir geta einbeitt sér að færri hlutum og verið undirbúnir á allt annan hátt en áður. Þetta eykur líkurnar á réttum dómum,“ sagði Södal. „Við viljum koma í veg fyrir að hlutir gerist. Enginn vill fá leik með tuttugu tveggja mínútna brottvísunum og nokkrum brottvísunum en stundum hafa dómararnir ekkert val. En við viljum hraðan og skemmtilegan leik með sem fæstum óþarfa töfum og þetta gæti verið skref í rétta átt.“ Ef þessi breyting gefst vel á HM félagsliða gæti IHF rætt við sérsambönd um að taka hana upp í sínum deildum. Tvö Íslendingalið taka þátt á HM félagsliða; Kielce og Magdeburg. Síðarnefnda liðið á titil að verja. Kielce og Magdeburg unnu bæði örugga sigra í fyrstu leikjum sínum á mótinu sem fer fram í Sádí-Arabíu. Handbolti Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri Sjá meira
HM félagsliða er fyrsta mótið þar sem þrír dómarar dæma leiki í stað tveggja eins og venjan er. IHF ætlaði fyrst að prófa þriggja dómara kerfið á HM fyrir tveimur árum en mótinu var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. „Handboltinn er í stöðugri þróun og við í dómaramálunum þurfum líka að gera það. Sex augu í stað fjögurra er möguleiki í framtíðinni,“ sagði Per Morten Södal, formaður alþjóða dómaranefndarinnar, við Handbollskanalen. „Þetta hefur verið í umræðunni í yfir tíu ár en aldrei farið af umræðustigi. Núna er þetta komið inn á völlinn.“ Að sögn Södals verður þriðji dómarinn staðsettur við hliðarlínuna. Það verða því tveir ytri dómarar og áfram einn dómari á endalínunni. Södal vonast til að þessar breytingar geti skilað sér í enn skemmtilegri leik. „Þetta fækkar verkefnum dómara. Þeir geta einbeitt sér að færri hlutum og verið undirbúnir á allt annan hátt en áður. Þetta eykur líkurnar á réttum dómum,“ sagði Södal. „Við viljum koma í veg fyrir að hlutir gerist. Enginn vill fá leik með tuttugu tveggja mínútna brottvísunum og nokkrum brottvísunum en stundum hafa dómararnir ekkert val. En við viljum hraðan og skemmtilegan leik með sem fæstum óþarfa töfum og þetta gæti verið skref í rétta átt.“ Ef þessi breyting gefst vel á HM félagsliða gæti IHF rætt við sérsambönd um að taka hana upp í sínum deildum. Tvö Íslendingalið taka þátt á HM félagsliða; Kielce og Magdeburg. Síðarnefnda liðið á titil að verja. Kielce og Magdeburg unnu bæði örugga sigra í fyrstu leikjum sínum á mótinu sem fer fram í Sádí-Arabíu.
Handbolti Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni