Brutu ekki siðareglur með umfjöllun um Óshlíðarmálið Bjarki Sigurðsson skrifar 19. október 2022 11:09 Hvorki blaðamenn Stundarinnar, Aðalsteinn Kjartansson (t.v.) og Helgi Seljan (t.h.), né Ágúst Borgþór Sverrisson (fyrir miðju), blaðamaður DV, brutu siðareglu BÍ. Vísir Blaðamenn DV og Stundarinnar brutu ekki siðareglur Blaðamannafélags Íslands (BÍ) með umfjöllun sinni um Óshlíðarmálið. Kærandi var ökumaður bifreiðarinnar sem valt á Óshlíðarvegi árið 1973 en einn lést í slysinu. Kæruefni á hendur DV voru fjórar greinar skrifaðar af Ágústi Borgþóri Sverrissyni þar sem fjallað var um málið. Taldi bílsstjórinn, Höskuldur Guðmundsson, að umfjöllunin bryti í bága við þriðju og fjórðu grein siðareglna BÍ. Í þriðju grein er fjallað um að blaðamaður vandi upplýsingagjöf sína, úrvinnslu og framsetningu svo sem kostur er og sýni fyllstu tillitssemi í vandasömum málum. Fjórða grein fjallar um nafnbirtingu og í henni segir að blaðamenn skuli hafa ríkt í huga hvenær almennt öryggi borgaranna, sérstakir hagsmunir almennings eða almannaheill krefjist nafnbirtingar. Höskuldur nefnir sérstaklega nafnbirtingu í umfjöllun DV sem og að blaðamaður hafi gengið of langt í að draga ályktanir um að kærandi sé undir rannsókn lögreglu vegna andláts Kristins Hauks Jóhannessonar sem lést í slysinu. Ágúst og DV báru fyrir sig að Höskuldur hafi áður komið fram í viðtölum á öðrum miðlum og því sé hægt að réttlæta nafnbirtingu. Þá sé því ekki haldið fram að Höskuldur hafi réttarstöðu sakbornings heldur megi einungis draga þá ályktun af samtölum DV við sérfræðinga. Að mati siðanefndar var í einni grein DV gengið of langt með því að segja að kærandi sé persónulega undir rannsókn lögreglu. Siðanefndin telur þó Ágúst og DV ekki hafa brotið siðareglur. Sakaði þá um að elta sig Svipað er upp á teningnum í máli Höskulds gegn Stundinni. Að hans mati gengu blaðamenn Stundarinnar, Aðalsteinn Kjartansson og Helgi Seljan, of hart fram til að reyna að ná tali af honum. Sakaði hann blaðamennina um að hafa setið fyrir sér, elt sig, tekið ljósmyndir af sér og hugsanlega tekið sig upp á myndband. Aðalsteinn og Helgi hafna því alfarið að hafa elt Höskuld eða setið um hann. Þeir hafi einungis boðið honum að koma eigin sjónarmiðum á framfæri í umfjölluninni í samræmi við fagleg vinnubrögð blaðamanna. Siðanefnd segist ekki geta tekið afstöðu til þess hvort of hart hafi verið gengið fram til að ná tali af Höskuldi þar sem honum og blaðamönnunum ber ekki saman um hversu aðgangsharðir þeir voru. Engin gögn séu til sem styðja fullyrðingar Höskuldar. Höskuldur kvartaði einnig undan því að hann einn hafi verið nafngreindur í umfjöllun miðilsins en ekki aðrir málsaðilar. Í andsvörum Stundarinnar segir að Höskuldur hafi veitt nokkrum fjölmiðlum viðtöl áður en umfjöllun þeirra birtist og hann hafi aldrei þá farið fram á að njóta nafnleyndar. Að mati siðanefndarinnar braut Stundin því heldur ekki siðareglur BÍ. Fjölmiðlar Banaslys á Óshlíðarvegi 1973 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Sjá meira
Kæruefni á hendur DV voru fjórar greinar skrifaðar af Ágústi Borgþóri Sverrissyni þar sem fjallað var um málið. Taldi bílsstjórinn, Höskuldur Guðmundsson, að umfjöllunin bryti í bága við þriðju og fjórðu grein siðareglna BÍ. Í þriðju grein er fjallað um að blaðamaður vandi upplýsingagjöf sína, úrvinnslu og framsetningu svo sem kostur er og sýni fyllstu tillitssemi í vandasömum málum. Fjórða grein fjallar um nafnbirtingu og í henni segir að blaðamenn skuli hafa ríkt í huga hvenær almennt öryggi borgaranna, sérstakir hagsmunir almennings eða almannaheill krefjist nafnbirtingar. Höskuldur nefnir sérstaklega nafnbirtingu í umfjöllun DV sem og að blaðamaður hafi gengið of langt í að draga ályktanir um að kærandi sé undir rannsókn lögreglu vegna andláts Kristins Hauks Jóhannessonar sem lést í slysinu. Ágúst og DV báru fyrir sig að Höskuldur hafi áður komið fram í viðtölum á öðrum miðlum og því sé hægt að réttlæta nafnbirtingu. Þá sé því ekki haldið fram að Höskuldur hafi réttarstöðu sakbornings heldur megi einungis draga þá ályktun af samtölum DV við sérfræðinga. Að mati siðanefndar var í einni grein DV gengið of langt með því að segja að kærandi sé persónulega undir rannsókn lögreglu. Siðanefndin telur þó Ágúst og DV ekki hafa brotið siðareglur. Sakaði þá um að elta sig Svipað er upp á teningnum í máli Höskulds gegn Stundinni. Að hans mati gengu blaðamenn Stundarinnar, Aðalsteinn Kjartansson og Helgi Seljan, of hart fram til að reyna að ná tali af honum. Sakaði hann blaðamennina um að hafa setið fyrir sér, elt sig, tekið ljósmyndir af sér og hugsanlega tekið sig upp á myndband. Aðalsteinn og Helgi hafna því alfarið að hafa elt Höskuld eða setið um hann. Þeir hafi einungis boðið honum að koma eigin sjónarmiðum á framfæri í umfjölluninni í samræmi við fagleg vinnubrögð blaðamanna. Siðanefnd segist ekki geta tekið afstöðu til þess hvort of hart hafi verið gengið fram til að ná tali af Höskuldi þar sem honum og blaðamönnunum ber ekki saman um hversu aðgangsharðir þeir voru. Engin gögn séu til sem styðja fullyrðingar Höskuldar. Höskuldur kvartaði einnig undan því að hann einn hafi verið nafngreindur í umfjöllun miðilsins en ekki aðrir málsaðilar. Í andsvörum Stundarinnar segir að Höskuldur hafi veitt nokkrum fjölmiðlum viðtöl áður en umfjöllun þeirra birtist og hann hafi aldrei þá farið fram á að njóta nafnleyndar. Að mati siðanefndarinnar braut Stundin því heldur ekki siðareglur BÍ.
Fjölmiðlar Banaslys á Óshlíðarvegi 1973 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Sjá meira