Útlendingafrumvarp Jóns situr fast í þingflokki Sjálfstæðisflokksins Heimir Már Pétursson skrifar 19. október 2022 11:46 Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum situr fast í þingflokki Sjálfstæðisflokksins en báðir hinir þingflokkar stjórnarflokkanna hafa afgreitt málið frá sér til þinglegrar meðferðar. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir hnífinn ekki fara á milli þingmanna flokksins og dómsmálaráðherra en gera þurfi breytingar á frumvarpinu. Umdeilt frumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra til breytinga á útlendingalögum hefur enn ekki komið fram á Alþingi þótt ráðherra hafi boðað síðastliðið vor og ítrekað það í síðasta mánuði að það yrði eitt af fyrstu þingmálum haustþingsins. Það yrði þá í fimmta sinn sem innanríkis- og dómsmálaráðherrar Sjálfstæðisflokksins reyndu að koma slíku frumvarpi í gegn á Alþingi. Ekkert bólar hins vegar á frumvarpinu en það var afgreitt út úr ríkisstjórn hinn 20. september og sent til þingflokka stjórnarflokkanna til umræðu og afgreiðslu. Orri Páll Jóhannsson þingflokksformaður Vinstri grænna segir frumvarpið hafa verið afgreitt að hálfu þingflokks. Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna.Vísir/Vilhelm „Við gerðum það í lok september síðastliðnum þegar að fram komu breytingar á lögum sem höfðu þá tekið breytingu frá fyrri framlagningu málsins, þá afgreiddum við það frá okkur til þinglegrar meðferðar,“ segir Orri Páll. Þannig það er að mati þingflokksins ekkert til fyrirstöðu að þingið taki málið til efnislegrar meðferðar? „Við alla vega afgreiddum það frá okkur þannig að við vildum að það færi í þinglega meðferð, enda hafði það tekið breytingum,“ segir hann. Ingibjörg Ísaksen þingflokksformaður Framsóknarflokksins staðfestir að málið hafi einnig verið samþykkt út úr þingflokki hennar. Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins. „Við fengum þetta inn í flokkinn og tókum umræðu þar og málið fór athugasemdarlaust í gegnum þingflokkinn. Við teljum líka bara afar mikilvægt að umræðan um þetta mál eigi sér stað bæði í þinginu sjálfu sem og inni í nefnd,“ segir Ingibjörg. Þannig ykkar vegna væri hægt að hefja þá umræðu strax? „Já við teljum bara afar mikilvægt að þessi umræða eigi sér stað,“ segir hún. Óli Björn Kárason þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir þingflokkinn standa með dómsmálaráðherra en verið væri að ræða tilteknar breytingar á frumvarpinu. Óli Björn Kárason, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Vilhelm „Við höfum verið að fjalla um drög að frumvarpi Jóns Gunnarssonar í samráði við Jón Gunnarsson með fullum stuðningi hans. Það eru ákveðnar lagfæringar sem við teljum, og ég ætla ekki að fara efnislega í núna, teljum nauðsynlegt með hliðsjón af þeim aðstæðum sem hafa skapast á undanförnum vikum og mánuðum að gera á þessu frumvarpi,“ segir Óli Björn. Það væri ekkert óvenjulegt við að þingflokkurinn tæki sér ágætan tíma í jafn mikilvægt mál og útlendingamálin. Er þá ekki alveg fullkomin sátt um það sem hann leggur til? „Það fer ekki hnífurinn á milli þingflokksins og Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra þegar kemur að útlendingamálunum,“ segir Óli Björn. Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Innflytjendamál Hælisleitendur Alþingi Tengdar fréttir Fjöldi umdeildra mála á málaskrá ríkisstjórnar í vetur Ríkisstjórnin fyrir hugar að leggja 178 mál fyrir Alþingi í vetur. Mörg málanna eru umdeild eins og frumvörp dómsmálaráðherra um útlendinga, fækkun sýslumannsembætta og um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu. 4. október 2022 19:20 Dómsmálaráðherra segir fjölgun flóttafólks ekki tilviljun Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að koma í veg fyrir misnotkun á alþjóðlega verndarkerfinu. Fordómalaus fjölgun flóttamanna til Íslands væri ekki tilviljun og því nauðsynlegt að gera breytingar á lögum um útlendinga til samræmis við það sem þekktist í öðrum löndum. 6. september 2022 19:54 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Sjá meira
Umdeilt frumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra til breytinga á útlendingalögum hefur enn ekki komið fram á Alþingi þótt ráðherra hafi boðað síðastliðið vor og ítrekað það í síðasta mánuði að það yrði eitt af fyrstu þingmálum haustþingsins. Það yrði þá í fimmta sinn sem innanríkis- og dómsmálaráðherrar Sjálfstæðisflokksins reyndu að koma slíku frumvarpi í gegn á Alþingi. Ekkert bólar hins vegar á frumvarpinu en það var afgreitt út úr ríkisstjórn hinn 20. september og sent til þingflokka stjórnarflokkanna til umræðu og afgreiðslu. Orri Páll Jóhannsson þingflokksformaður Vinstri grænna segir frumvarpið hafa verið afgreitt að hálfu þingflokks. Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna.Vísir/Vilhelm „Við gerðum það í lok september síðastliðnum þegar að fram komu breytingar á lögum sem höfðu þá tekið breytingu frá fyrri framlagningu málsins, þá afgreiddum við það frá okkur til þinglegrar meðferðar,“ segir Orri Páll. Þannig það er að mati þingflokksins ekkert til fyrirstöðu að þingið taki málið til efnislegrar meðferðar? „Við alla vega afgreiddum það frá okkur þannig að við vildum að það færi í þinglega meðferð, enda hafði það tekið breytingum,“ segir hann. Ingibjörg Ísaksen þingflokksformaður Framsóknarflokksins staðfestir að málið hafi einnig verið samþykkt út úr þingflokki hennar. Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins. „Við fengum þetta inn í flokkinn og tókum umræðu þar og málið fór athugasemdarlaust í gegnum þingflokkinn. Við teljum líka bara afar mikilvægt að umræðan um þetta mál eigi sér stað bæði í þinginu sjálfu sem og inni í nefnd,“ segir Ingibjörg. Þannig ykkar vegna væri hægt að hefja þá umræðu strax? „Já við teljum bara afar mikilvægt að þessi umræða eigi sér stað,“ segir hún. Óli Björn Kárason þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir þingflokkinn standa með dómsmálaráðherra en verið væri að ræða tilteknar breytingar á frumvarpinu. Óli Björn Kárason, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Vilhelm „Við höfum verið að fjalla um drög að frumvarpi Jóns Gunnarssonar í samráði við Jón Gunnarsson með fullum stuðningi hans. Það eru ákveðnar lagfæringar sem við teljum, og ég ætla ekki að fara efnislega í núna, teljum nauðsynlegt með hliðsjón af þeim aðstæðum sem hafa skapast á undanförnum vikum og mánuðum að gera á þessu frumvarpi,“ segir Óli Björn. Það væri ekkert óvenjulegt við að þingflokkurinn tæki sér ágætan tíma í jafn mikilvægt mál og útlendingamálin. Er þá ekki alveg fullkomin sátt um það sem hann leggur til? „Það fer ekki hnífurinn á milli þingflokksins og Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra þegar kemur að útlendingamálunum,“ segir Óli Björn.
Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Innflytjendamál Hælisleitendur Alþingi Tengdar fréttir Fjöldi umdeildra mála á málaskrá ríkisstjórnar í vetur Ríkisstjórnin fyrir hugar að leggja 178 mál fyrir Alþingi í vetur. Mörg málanna eru umdeild eins og frumvörp dómsmálaráðherra um útlendinga, fækkun sýslumannsembætta og um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu. 4. október 2022 19:20 Dómsmálaráðherra segir fjölgun flóttafólks ekki tilviljun Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að koma í veg fyrir misnotkun á alþjóðlega verndarkerfinu. Fordómalaus fjölgun flóttamanna til Íslands væri ekki tilviljun og því nauðsynlegt að gera breytingar á lögum um útlendinga til samræmis við það sem þekktist í öðrum löndum. 6. september 2022 19:54 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Sjá meira
Fjöldi umdeildra mála á málaskrá ríkisstjórnar í vetur Ríkisstjórnin fyrir hugar að leggja 178 mál fyrir Alþingi í vetur. Mörg málanna eru umdeild eins og frumvörp dómsmálaráðherra um útlendinga, fækkun sýslumannsembætta og um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu. 4. október 2022 19:20
Dómsmálaráðherra segir fjölgun flóttafólks ekki tilviljun Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að koma í veg fyrir misnotkun á alþjóðlega verndarkerfinu. Fordómalaus fjölgun flóttamanna til Íslands væri ekki tilviljun og því nauðsynlegt að gera breytingar á lögum um útlendinga til samræmis við það sem þekktist í öðrum löndum. 6. september 2022 19:54