Hvert er eiginlega „pointið“? Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. október 2022 11:31 Fréttamaður spreytti sig á lesfimiprófinu, eins og sjá má í spilaranum hér fyrir neðan. Krakkar í Grandaskóla segja prófið ágætlega skemmtilegt - en kvíðavaldandi. Krakkar í fimmta bekk í Grandaskóla segjast alltaf stressuð fyrir leshraðapróf og skilja ekki alveg tilganginn með því að lesa hratt - upphátt. Fréttamaður ræddi við krakkana og þreytti sjálfur hið umdeilda próf. Lesfimiprófin svokölluðu hafa sætt harðri gagnrýni í vikunni. Reynslumikill grunnskólakennari sagðist í kvöldfréttum Stöðvar 2 í fyrradag vilja leggja prófin af. Höfuðáhersla á leshraða, lesin orð á mínútu, væri kvíðavaldandi. Nemendur í fimmta bekk í Grandaskóla eru sammála. „Mér finnst það alveg gaman og allt það en ég er alltaf stressaður. Alltaf,“ segir Leó Hilaj. Baldvin Tómas Sólmundarson tekur undir. „Já, ég er alltaf stressaður í byrjuninni. En svo er það bara skemmtilegt.“ Í prófinu fá nemendur afhentan texta sem þeir hafa ekki séð áður og þeir látnir lesa eins hratt og vel og þeir geta í tvær mínútur. Samkvæmt handbók Menntamálastofnunar er hraðinn einmitt ekki það eina sem telur. „Mælieiningin orð á mínútu er að vissu marki háð stíl, innihaldi og orðfæri textans sem og aldri nemenda,“ segir í handbókinni. Og undirritaður fréttamaður þreytti hið umdeilda próf, með texta sem lagður var fyrir tíunda bekk. Sjá má hvernig tókst til í spilaranum hér fyrir ofan. 194 rétt orð á mínútu Og hvernig eru nemendur metnir? Menntamálastofnun miðar við að 90 prósent nemenda í tíunda bekk nái 145 réttum lesnum orðum á mínútu, helmingur nái 180 orðum og fjórðungur 210 orðum. Fréttamaður las 194 rétt orð á mínútu - og rétt náði því viðmiði 2. Guðbjörg R. Þórisdóttir læsisfræðingur hjá Menntamálastofnun segir að þrátt fyrir gagnrýni á prófin séu þau byggð á mikilvægum og þekktum fræðum. Prófin mæli leshraða og nákvæmni lestrar, grunnfærni sem skipti miklu máli. Nú sé þó síður horft á áðurnefnt viðmið 3 heldur frekar miðað við að flestir nái viðmiði 2. 210 orð á mínútu skili sér enda í hröðum og óheyrilegum lestri sem nýtist ekki. Allt í lagi að dala eftir sumarið Og þó að próftakan sjálf taki á taugarnar reyna krakkarnir að taka niðurstöðurnar ekki of nærri sér. „Við erum dugleg að lesa á sumrin og kvöldin og alls konar en núna datt ég niður um 70 orð. En það er allt í lagi, ég bara bæti mig,“ segir Rakel Harðardóttir í 5. bekk. Þau, eins og margir fullorðnir í vikunni, setja raunar spurningamerki við tilgang prófsins. „Hvað er pointið með að þurfa að lesa hratt upphátt?“ spyr Elín Katrín Þórlindsdóttir, einnig í 5. bekk. „Maður þarf bara að geta lesið upphátt.“ Þannig að þér finnst kannski mikilvægara að geta lesið vel? „Já. Og skýrt,“ segir Elín. Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Tengdar fréttir Leshraðaprófin: „Hættum þessu bara“ Hátt í þúsund manns hafa deilt færslu Ilmar Kristjánsdóttur þar sem hún gagnrýnir hraðlestrarpróf sem lögð eru fyrir grunnskólanema. 17. október 2022 20:01 „Hvers vegna í ósköpunum erum við að leggja áherslu á að börnin okkar lesi hratt?“ Færsla Ilmar Kristjánsdóttur, leikkonu, um lestrarkennslu barns síns hefur vakið mikla athygli. Þar gagnrýnir hún áherslu skólamálayfirvalda á leshraða í stað fallegs lesturs og lesskilnings. Kennarar hafa kallað eftir lesskilningsprófi sem menntamálastofnun hefur enn ekki útbúið. 17. október 2022 10:41 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Lesfimiprófin svokölluðu hafa sætt harðri gagnrýni í vikunni. Reynslumikill grunnskólakennari sagðist í kvöldfréttum Stöðvar 2 í fyrradag vilja leggja prófin af. Höfuðáhersla á leshraða, lesin orð á mínútu, væri kvíðavaldandi. Nemendur í fimmta bekk í Grandaskóla eru sammála. „Mér finnst það alveg gaman og allt það en ég er alltaf stressaður. Alltaf,“ segir Leó Hilaj. Baldvin Tómas Sólmundarson tekur undir. „Já, ég er alltaf stressaður í byrjuninni. En svo er það bara skemmtilegt.“ Í prófinu fá nemendur afhentan texta sem þeir hafa ekki séð áður og þeir látnir lesa eins hratt og vel og þeir geta í tvær mínútur. Samkvæmt handbók Menntamálastofnunar er hraðinn einmitt ekki það eina sem telur. „Mælieiningin orð á mínútu er að vissu marki háð stíl, innihaldi og orðfæri textans sem og aldri nemenda,“ segir í handbókinni. Og undirritaður fréttamaður þreytti hið umdeilda próf, með texta sem lagður var fyrir tíunda bekk. Sjá má hvernig tókst til í spilaranum hér fyrir ofan. 194 rétt orð á mínútu Og hvernig eru nemendur metnir? Menntamálastofnun miðar við að 90 prósent nemenda í tíunda bekk nái 145 réttum lesnum orðum á mínútu, helmingur nái 180 orðum og fjórðungur 210 orðum. Fréttamaður las 194 rétt orð á mínútu - og rétt náði því viðmiði 2. Guðbjörg R. Þórisdóttir læsisfræðingur hjá Menntamálastofnun segir að þrátt fyrir gagnrýni á prófin séu þau byggð á mikilvægum og þekktum fræðum. Prófin mæli leshraða og nákvæmni lestrar, grunnfærni sem skipti miklu máli. Nú sé þó síður horft á áðurnefnt viðmið 3 heldur frekar miðað við að flestir nái viðmiði 2. 210 orð á mínútu skili sér enda í hröðum og óheyrilegum lestri sem nýtist ekki. Allt í lagi að dala eftir sumarið Og þó að próftakan sjálf taki á taugarnar reyna krakkarnir að taka niðurstöðurnar ekki of nærri sér. „Við erum dugleg að lesa á sumrin og kvöldin og alls konar en núna datt ég niður um 70 orð. En það er allt í lagi, ég bara bæti mig,“ segir Rakel Harðardóttir í 5. bekk. Þau, eins og margir fullorðnir í vikunni, setja raunar spurningamerki við tilgang prófsins. „Hvað er pointið með að þurfa að lesa hratt upphátt?“ spyr Elín Katrín Þórlindsdóttir, einnig í 5. bekk. „Maður þarf bara að geta lesið upphátt.“ Þannig að þér finnst kannski mikilvægara að geta lesið vel? „Já. Og skýrt,“ segir Elín.
Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Tengdar fréttir Leshraðaprófin: „Hættum þessu bara“ Hátt í þúsund manns hafa deilt færslu Ilmar Kristjánsdóttur þar sem hún gagnrýnir hraðlestrarpróf sem lögð eru fyrir grunnskólanema. 17. október 2022 20:01 „Hvers vegna í ósköpunum erum við að leggja áherslu á að börnin okkar lesi hratt?“ Færsla Ilmar Kristjánsdóttur, leikkonu, um lestrarkennslu barns síns hefur vakið mikla athygli. Þar gagnrýnir hún áherslu skólamálayfirvalda á leshraða í stað fallegs lesturs og lesskilnings. Kennarar hafa kallað eftir lesskilningsprófi sem menntamálastofnun hefur enn ekki útbúið. 17. október 2022 10:41 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Leshraðaprófin: „Hættum þessu bara“ Hátt í þúsund manns hafa deilt færslu Ilmar Kristjánsdóttur þar sem hún gagnrýnir hraðlestrarpróf sem lögð eru fyrir grunnskólanema. 17. október 2022 20:01
„Hvers vegna í ósköpunum erum við að leggja áherslu á að börnin okkar lesi hratt?“ Færsla Ilmar Kristjánsdóttur, leikkonu, um lestrarkennslu barns síns hefur vakið mikla athygli. Þar gagnrýnir hún áherslu skólamálayfirvalda á leshraða í stað fallegs lesturs og lesskilnings. Kennarar hafa kallað eftir lesskilningsprófi sem menntamálastofnun hefur enn ekki útbúið. 17. október 2022 10:41