Mega nú ferðast með gæludýrin í búrum á útisvæði Herjólfs Atli Ísleifsson skrifar 18. október 2022 11:32 Hörður Orri Grettisson er framkvæmdastjóri Herjólfs. Hann segir að engar formlegar kvartanir hafi borist til sín eftir að hinar nýju reglur tóku gildi. Vísir/Jóhann K. Farþegar Herjólfs mega nú fara með gæludýr í búrum upp á útisvæði ferjunnar á meðan á siglingu stendur. Áður þurftu þurfti gæludýraeigendur að geyma gæludýr sín í bílnum eða þá í sérstöku herbergi á bíladekki. Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs, segir að breytingar hafi verið gerðar á reglum fyrir um mánuði og að þetta sé leið til að bjóða fólki að vera með gæludýrin sín hjá sér á meðan á siglingu stendur. Mikil umræða spratt upp meðal gæludýraeigenda um reglurnar eftir að bílalyfta ferjunnar kramdi tvö ökutæki þegar ferjan var að bakka frá bryggju í Landeyjahöfn í ágúst síðastliðnum. Hörður Orri segir að hann hafi átt fundi með fólki í Vestmannaeyjum áður en atvikið átti sér stað í ágúst. „Þetta hafði verið í umræðunni lengi en eigum við ekki að segja að umræðan um gæludýrin hafi farið á flug eftir það slys.“ Hörður Örri segir að einhverjir gæludýraeigendur hafi nýtt sér þennan nýja möguleika og aðrir ekki. „Það eru auðvitað skiptar skoðanir á þessu meðal gæludýraeigenda líka. Hvort það sé nógu langt gengið, en svo eru líka margir sem vilja frekar hafa dýrin sín í bílum sínum þar sem þau þekkja til og eru örugg.“ Hann segir að engar formlegar kvartanir hafi borist til sín eftir að hinar nýju reglur tóku gildi. Reglur Herjólfs um gæludýr Hundar og önnur dýr hafa alla tíð haft heimild til þess að ferðast með ferjunni en lausaganga þeirra er bönnuð og það á einnig við dýr í taum, því þarf að gera ráðstafanir hvernig það á að ferja dýrið á útisvæðið. Í boði stendur fyrir gæludýraeigendur að ferðast með gæludýr sitt í eigin búri á útisvæði ferjunnar eða í faratæki eiganda ef viðkomandi er að ferðast á slíku. Ábyrgðamenn gæludýra sem kjósa að notast við útisvæði ferjunnar skulu tryggja að gæludýr séu í lokuðum búrum sem tryggja að dýr geti ekki sloppið út. Ábyrgðaraðili ber ábyrgð á að grípa til sérstakra aðgerða ef þess þarf og tryggja þar með öryggi farþega, dýrsins sjálfs eða annarra dýra. Ábyrgðamenn gæludýra skulu hafa náð 18 ára aldri og ber hann ábyrgð á dýrinu sem hann ferðast með. Sérþjálfaðir og sérmerktir leiðsöguhundar eru undanskildir þessum reglum. Herjólfur ohf. leggur mikið upp úr ánægju farþega og reynir eftir bestu getu að stuðla að jákvæðri upplifun viðskiptavinarins á þjónustunni okkar. Herjólfur ohf. hefur alltaf lagt áherslu á að allir geti ferðast með ferjunni og haft hagsmuni allra farþega að leiðarljósi. Herjólfur Gæludýr Vestmannaeyjar Landeyjahöfn Dýr Tengdar fréttir Gæludýr séu að drepast eftir ferðir í Herjólfi Formaður dýravinafélagsins í Vestmannaeyjum segir dýravini tala fyrir daufum eyrum þegar kemur að auknu öryggi dýra í Herjólfi. Þau hafi undirbúið undirskriftalista sem 1.400 einstaklingar hafi nú þegar undirritað en dæmi séu um það að dýr hafi dáið vegna álags og kvíða eftir veru á bíladekki Herjólfs. 15. ágúst 2022 16:38 Bílalyfta Herjólfs kramdi tvö ökutæki Bílalyfta Herjólfs fór niður öðrum megin er skipið var að bakka frá bryggju í Landeyjahöfn með þeim afleiðingum að tveir bílar krömdust. Engin slys urðu á fólki. 15. ágúst 2022 12:36 Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Fleiri fréttir Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Sjá meira
Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs, segir að breytingar hafi verið gerðar á reglum fyrir um mánuði og að þetta sé leið til að bjóða fólki að vera með gæludýrin sín hjá sér á meðan á siglingu stendur. Mikil umræða spratt upp meðal gæludýraeigenda um reglurnar eftir að bílalyfta ferjunnar kramdi tvö ökutæki þegar ferjan var að bakka frá bryggju í Landeyjahöfn í ágúst síðastliðnum. Hörður Orri segir að hann hafi átt fundi með fólki í Vestmannaeyjum áður en atvikið átti sér stað í ágúst. „Þetta hafði verið í umræðunni lengi en eigum við ekki að segja að umræðan um gæludýrin hafi farið á flug eftir það slys.“ Hörður Örri segir að einhverjir gæludýraeigendur hafi nýtt sér þennan nýja möguleika og aðrir ekki. „Það eru auðvitað skiptar skoðanir á þessu meðal gæludýraeigenda líka. Hvort það sé nógu langt gengið, en svo eru líka margir sem vilja frekar hafa dýrin sín í bílum sínum þar sem þau þekkja til og eru örugg.“ Hann segir að engar formlegar kvartanir hafi borist til sín eftir að hinar nýju reglur tóku gildi. Reglur Herjólfs um gæludýr Hundar og önnur dýr hafa alla tíð haft heimild til þess að ferðast með ferjunni en lausaganga þeirra er bönnuð og það á einnig við dýr í taum, því þarf að gera ráðstafanir hvernig það á að ferja dýrið á útisvæðið. Í boði stendur fyrir gæludýraeigendur að ferðast með gæludýr sitt í eigin búri á útisvæði ferjunnar eða í faratæki eiganda ef viðkomandi er að ferðast á slíku. Ábyrgðamenn gæludýra sem kjósa að notast við útisvæði ferjunnar skulu tryggja að gæludýr séu í lokuðum búrum sem tryggja að dýr geti ekki sloppið út. Ábyrgðaraðili ber ábyrgð á að grípa til sérstakra aðgerða ef þess þarf og tryggja þar með öryggi farþega, dýrsins sjálfs eða annarra dýra. Ábyrgðamenn gæludýra skulu hafa náð 18 ára aldri og ber hann ábyrgð á dýrinu sem hann ferðast með. Sérþjálfaðir og sérmerktir leiðsöguhundar eru undanskildir þessum reglum. Herjólfur ohf. leggur mikið upp úr ánægju farþega og reynir eftir bestu getu að stuðla að jákvæðri upplifun viðskiptavinarins á þjónustunni okkar. Herjólfur ohf. hefur alltaf lagt áherslu á að allir geti ferðast með ferjunni og haft hagsmuni allra farþega að leiðarljósi.
Reglur Herjólfs um gæludýr Hundar og önnur dýr hafa alla tíð haft heimild til þess að ferðast með ferjunni en lausaganga þeirra er bönnuð og það á einnig við dýr í taum, því þarf að gera ráðstafanir hvernig það á að ferja dýrið á útisvæðið. Í boði stendur fyrir gæludýraeigendur að ferðast með gæludýr sitt í eigin búri á útisvæði ferjunnar eða í faratæki eiganda ef viðkomandi er að ferðast á slíku. Ábyrgðamenn gæludýra sem kjósa að notast við útisvæði ferjunnar skulu tryggja að gæludýr séu í lokuðum búrum sem tryggja að dýr geti ekki sloppið út. Ábyrgðaraðili ber ábyrgð á að grípa til sérstakra aðgerða ef þess þarf og tryggja þar með öryggi farþega, dýrsins sjálfs eða annarra dýra. Ábyrgðamenn gæludýra skulu hafa náð 18 ára aldri og ber hann ábyrgð á dýrinu sem hann ferðast með. Sérþjálfaðir og sérmerktir leiðsöguhundar eru undanskildir þessum reglum. Herjólfur ohf. leggur mikið upp úr ánægju farþega og reynir eftir bestu getu að stuðla að jákvæðri upplifun viðskiptavinarins á þjónustunni okkar. Herjólfur ohf. hefur alltaf lagt áherslu á að allir geti ferðast með ferjunni og haft hagsmuni allra farþega að leiðarljósi.
Herjólfur Gæludýr Vestmannaeyjar Landeyjahöfn Dýr Tengdar fréttir Gæludýr séu að drepast eftir ferðir í Herjólfi Formaður dýravinafélagsins í Vestmannaeyjum segir dýravini tala fyrir daufum eyrum þegar kemur að auknu öryggi dýra í Herjólfi. Þau hafi undirbúið undirskriftalista sem 1.400 einstaklingar hafi nú þegar undirritað en dæmi séu um það að dýr hafi dáið vegna álags og kvíða eftir veru á bíladekki Herjólfs. 15. ágúst 2022 16:38 Bílalyfta Herjólfs kramdi tvö ökutæki Bílalyfta Herjólfs fór niður öðrum megin er skipið var að bakka frá bryggju í Landeyjahöfn með þeim afleiðingum að tveir bílar krömdust. Engin slys urðu á fólki. 15. ágúst 2022 12:36 Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Fleiri fréttir Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Sjá meira
Gæludýr séu að drepast eftir ferðir í Herjólfi Formaður dýravinafélagsins í Vestmannaeyjum segir dýravini tala fyrir daufum eyrum þegar kemur að auknu öryggi dýra í Herjólfi. Þau hafi undirbúið undirskriftalista sem 1.400 einstaklingar hafi nú þegar undirritað en dæmi séu um það að dýr hafi dáið vegna álags og kvíða eftir veru á bíladekki Herjólfs. 15. ágúst 2022 16:38
Bílalyfta Herjólfs kramdi tvö ökutæki Bílalyfta Herjólfs fór niður öðrum megin er skipið var að bakka frá bryggju í Landeyjahöfn með þeim afleiðingum að tveir bílar krömdust. Engin slys urðu á fólki. 15. ágúst 2022 12:36