Mega nú ferðast með gæludýrin í búrum á útisvæði Herjólfs Atli Ísleifsson skrifar 18. október 2022 11:32 Hörður Orri Grettisson er framkvæmdastjóri Herjólfs. Hann segir að engar formlegar kvartanir hafi borist til sín eftir að hinar nýju reglur tóku gildi. Vísir/Jóhann K. Farþegar Herjólfs mega nú fara með gæludýr í búrum upp á útisvæði ferjunnar á meðan á siglingu stendur. Áður þurftu þurfti gæludýraeigendur að geyma gæludýr sín í bílnum eða þá í sérstöku herbergi á bíladekki. Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs, segir að breytingar hafi verið gerðar á reglum fyrir um mánuði og að þetta sé leið til að bjóða fólki að vera með gæludýrin sín hjá sér á meðan á siglingu stendur. Mikil umræða spratt upp meðal gæludýraeigenda um reglurnar eftir að bílalyfta ferjunnar kramdi tvö ökutæki þegar ferjan var að bakka frá bryggju í Landeyjahöfn í ágúst síðastliðnum. Hörður Orri segir að hann hafi átt fundi með fólki í Vestmannaeyjum áður en atvikið átti sér stað í ágúst. „Þetta hafði verið í umræðunni lengi en eigum við ekki að segja að umræðan um gæludýrin hafi farið á flug eftir það slys.“ Hörður Örri segir að einhverjir gæludýraeigendur hafi nýtt sér þennan nýja möguleika og aðrir ekki. „Það eru auðvitað skiptar skoðanir á þessu meðal gæludýraeigenda líka. Hvort það sé nógu langt gengið, en svo eru líka margir sem vilja frekar hafa dýrin sín í bílum sínum þar sem þau þekkja til og eru örugg.“ Hann segir að engar formlegar kvartanir hafi borist til sín eftir að hinar nýju reglur tóku gildi. Reglur Herjólfs um gæludýr Hundar og önnur dýr hafa alla tíð haft heimild til þess að ferðast með ferjunni en lausaganga þeirra er bönnuð og það á einnig við dýr í taum, því þarf að gera ráðstafanir hvernig það á að ferja dýrið á útisvæðið. Í boði stendur fyrir gæludýraeigendur að ferðast með gæludýr sitt í eigin búri á útisvæði ferjunnar eða í faratæki eiganda ef viðkomandi er að ferðast á slíku. Ábyrgðamenn gæludýra sem kjósa að notast við útisvæði ferjunnar skulu tryggja að gæludýr séu í lokuðum búrum sem tryggja að dýr geti ekki sloppið út. Ábyrgðaraðili ber ábyrgð á að grípa til sérstakra aðgerða ef þess þarf og tryggja þar með öryggi farþega, dýrsins sjálfs eða annarra dýra. Ábyrgðamenn gæludýra skulu hafa náð 18 ára aldri og ber hann ábyrgð á dýrinu sem hann ferðast með. Sérþjálfaðir og sérmerktir leiðsöguhundar eru undanskildir þessum reglum. Herjólfur ohf. leggur mikið upp úr ánægju farþega og reynir eftir bestu getu að stuðla að jákvæðri upplifun viðskiptavinarins á þjónustunni okkar. Herjólfur ohf. hefur alltaf lagt áherslu á að allir geti ferðast með ferjunni og haft hagsmuni allra farþega að leiðarljósi. Herjólfur Gæludýr Vestmannaeyjar Landeyjahöfn Dýr Tengdar fréttir Gæludýr séu að drepast eftir ferðir í Herjólfi Formaður dýravinafélagsins í Vestmannaeyjum segir dýravini tala fyrir daufum eyrum þegar kemur að auknu öryggi dýra í Herjólfi. Þau hafi undirbúið undirskriftalista sem 1.400 einstaklingar hafi nú þegar undirritað en dæmi séu um það að dýr hafi dáið vegna álags og kvíða eftir veru á bíladekki Herjólfs. 15. ágúst 2022 16:38 Bílalyfta Herjólfs kramdi tvö ökutæki Bílalyfta Herjólfs fór niður öðrum megin er skipið var að bakka frá bryggju í Landeyjahöfn með þeim afleiðingum að tveir bílar krömdust. Engin slys urðu á fólki. 15. ágúst 2022 12:36 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs, segir að breytingar hafi verið gerðar á reglum fyrir um mánuði og að þetta sé leið til að bjóða fólki að vera með gæludýrin sín hjá sér á meðan á siglingu stendur. Mikil umræða spratt upp meðal gæludýraeigenda um reglurnar eftir að bílalyfta ferjunnar kramdi tvö ökutæki þegar ferjan var að bakka frá bryggju í Landeyjahöfn í ágúst síðastliðnum. Hörður Orri segir að hann hafi átt fundi með fólki í Vestmannaeyjum áður en atvikið átti sér stað í ágúst. „Þetta hafði verið í umræðunni lengi en eigum við ekki að segja að umræðan um gæludýrin hafi farið á flug eftir það slys.“ Hörður Örri segir að einhverjir gæludýraeigendur hafi nýtt sér þennan nýja möguleika og aðrir ekki. „Það eru auðvitað skiptar skoðanir á þessu meðal gæludýraeigenda líka. Hvort það sé nógu langt gengið, en svo eru líka margir sem vilja frekar hafa dýrin sín í bílum sínum þar sem þau þekkja til og eru örugg.“ Hann segir að engar formlegar kvartanir hafi borist til sín eftir að hinar nýju reglur tóku gildi. Reglur Herjólfs um gæludýr Hundar og önnur dýr hafa alla tíð haft heimild til þess að ferðast með ferjunni en lausaganga þeirra er bönnuð og það á einnig við dýr í taum, því þarf að gera ráðstafanir hvernig það á að ferja dýrið á útisvæðið. Í boði stendur fyrir gæludýraeigendur að ferðast með gæludýr sitt í eigin búri á útisvæði ferjunnar eða í faratæki eiganda ef viðkomandi er að ferðast á slíku. Ábyrgðamenn gæludýra sem kjósa að notast við útisvæði ferjunnar skulu tryggja að gæludýr séu í lokuðum búrum sem tryggja að dýr geti ekki sloppið út. Ábyrgðaraðili ber ábyrgð á að grípa til sérstakra aðgerða ef þess þarf og tryggja þar með öryggi farþega, dýrsins sjálfs eða annarra dýra. Ábyrgðamenn gæludýra skulu hafa náð 18 ára aldri og ber hann ábyrgð á dýrinu sem hann ferðast með. Sérþjálfaðir og sérmerktir leiðsöguhundar eru undanskildir þessum reglum. Herjólfur ohf. leggur mikið upp úr ánægju farþega og reynir eftir bestu getu að stuðla að jákvæðri upplifun viðskiptavinarins á þjónustunni okkar. Herjólfur ohf. hefur alltaf lagt áherslu á að allir geti ferðast með ferjunni og haft hagsmuni allra farþega að leiðarljósi.
Reglur Herjólfs um gæludýr Hundar og önnur dýr hafa alla tíð haft heimild til þess að ferðast með ferjunni en lausaganga þeirra er bönnuð og það á einnig við dýr í taum, því þarf að gera ráðstafanir hvernig það á að ferja dýrið á útisvæðið. Í boði stendur fyrir gæludýraeigendur að ferðast með gæludýr sitt í eigin búri á útisvæði ferjunnar eða í faratæki eiganda ef viðkomandi er að ferðast á slíku. Ábyrgðamenn gæludýra sem kjósa að notast við útisvæði ferjunnar skulu tryggja að gæludýr séu í lokuðum búrum sem tryggja að dýr geti ekki sloppið út. Ábyrgðaraðili ber ábyrgð á að grípa til sérstakra aðgerða ef þess þarf og tryggja þar með öryggi farþega, dýrsins sjálfs eða annarra dýra. Ábyrgðamenn gæludýra skulu hafa náð 18 ára aldri og ber hann ábyrgð á dýrinu sem hann ferðast með. Sérþjálfaðir og sérmerktir leiðsöguhundar eru undanskildir þessum reglum. Herjólfur ohf. leggur mikið upp úr ánægju farþega og reynir eftir bestu getu að stuðla að jákvæðri upplifun viðskiptavinarins á þjónustunni okkar. Herjólfur ohf. hefur alltaf lagt áherslu á að allir geti ferðast með ferjunni og haft hagsmuni allra farþega að leiðarljósi.
Herjólfur Gæludýr Vestmannaeyjar Landeyjahöfn Dýr Tengdar fréttir Gæludýr séu að drepast eftir ferðir í Herjólfi Formaður dýravinafélagsins í Vestmannaeyjum segir dýravini tala fyrir daufum eyrum þegar kemur að auknu öryggi dýra í Herjólfi. Þau hafi undirbúið undirskriftalista sem 1.400 einstaklingar hafi nú þegar undirritað en dæmi séu um það að dýr hafi dáið vegna álags og kvíða eftir veru á bíladekki Herjólfs. 15. ágúst 2022 16:38 Bílalyfta Herjólfs kramdi tvö ökutæki Bílalyfta Herjólfs fór niður öðrum megin er skipið var að bakka frá bryggju í Landeyjahöfn með þeim afleiðingum að tveir bílar krömdust. Engin slys urðu á fólki. 15. ágúst 2022 12:36 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Gæludýr séu að drepast eftir ferðir í Herjólfi Formaður dýravinafélagsins í Vestmannaeyjum segir dýravini tala fyrir daufum eyrum þegar kemur að auknu öryggi dýra í Herjólfi. Þau hafi undirbúið undirskriftalista sem 1.400 einstaklingar hafi nú þegar undirritað en dæmi séu um það að dýr hafi dáið vegna álags og kvíða eftir veru á bíladekki Herjólfs. 15. ágúst 2022 16:38
Bílalyfta Herjólfs kramdi tvö ökutæki Bílalyfta Herjólfs fór niður öðrum megin er skipið var að bakka frá bryggju í Landeyjahöfn með þeim afleiðingum að tveir bílar krömdust. Engin slys urðu á fólki. 15. ágúst 2022 12:36