Framtíð ASÍ Arnþór Sigurðsson skrifar 18. október 2022 12:31 Staðan innan Alþýðusambands íslands er mörgum hugleikin eftir að þingi ASÍ var frestað vegna þess að þingið var óstarfhæft. Á þinginu sjálfu og fyrstu dagana eftir þingið var mikið af tilfinningum og mörg orð látin falla sem bæta ekki ástandið. Þessar hugleiðingar mínar eru ekki settar fram til þess að dæma persónur eða leggja drög að frekari illindum. Heldur til þess að velta upp hugmyndum að breyttu fyrirkomulagi. Sjálfur hef ég verið þeirrar skoðunar að ASÍ skipti miklu máli og að verkalýðshreyfingin þurfi að hafa snertiflöt fyrir sameiginlegar áherslur og samvinnuvetvang. Eftir þetta þing sem má segja að sé hálfnað má sjá að félögin og samböndin sem mynda Alþýðusambandið rekast illa saman. Það má vel kenna einstaklingum um og það má líka benda á áherslumun. Sjálfur er ég félagi í VR svo að það komi fram. VR er langstærsta félagið innan ASÍ og er því töluverður munur á starfsemi VR heldur en er í minni félögum. Hagsmunir VR félaga eru hinsvegar þeir sömu og þeirra sem eru í minnstu einingunum í ASÍ. En einhverra hluta vegna finnst mörgum tilveru hreyfingarinnar ógnað þegar VR tekur til máls eða leggur fram mál. Svoleiðis hefur það verið um langa hríð og allt frá því að VR var innlimað í ASÍ. Nú er ég ekki að slá fram fullyrðingu sem ekki stenst heldur hefur VR á mörgum misserum verið hornreka innan ASÍ. Ekki ætla ég að fjalla um upphafið eða söguna, hana geta þeir kynnt sér sem vilja lesið sögu ASÍ. En að þessu sögðu leita á mann spurningar um skipulagið sem verkalýðshreyfingi hefur skapað sér. Og nú þarf ég að árétta að þetta er ekki skrifað neinum til höfuðs heldur til þess að reyna að greina vandann og spyrja hvort að hlutirnir þurfi að vera akkrúat eins og þeir eru. Er kannski ráð að breyta þessu fyrirkomulagi, minnka ASÍ eða leggja niður þennan strúktur sem virðist vera valdastrúktur þar sem menn eru tilbúnir til þess að leggja stein í götu samherja sinna bara út af valda taflinu einu saman? Getur verið að ASÍ sé að einhverju leiti þrándur í götu baráttunnar sem þarf að heyja? Mætti breyta þessu fyrirkomulagi þannig að ASÍ séu áfram þau regnhlífasamtök sem þau eru en að fella út valdastöðurnar sem verða oft bitbeinið. Það mætti reka ASÍ áfram sem miðpunkt upplýsinga, stuðningsnet og greiningarstöð fyrir hreyfinguna og halda reglulega þing um stefnur og strauma án þess að valdatafl um fólk og stóla sé viðhaldið. Í gegnum tíðina hafa félög og sambönd tekið höndum saman í kjaraviðræðum og þannig verður það áfram. Það verður engin breyting á því fyrirkomulagi hvernig samið er við atvinnurekendur. Í vetur munu flestir ef ekki allir kjarasamningar verða án aðkomu ASÍ, það hefur gerst áður og það á eftir að gerast aftur. Þá má spyrja hvers vegna allt þetta valdabrölt ef það skiptir svona litlu máli þegar kemur að stóra málinu sem eru kjaraviðræður. Öllum er ljóst að það þarf einhverskonar samvinnu og samræmdar aðgerðir á einhverjum tímapunkti en við hjótum að spyrja okkur hvort að þetta þurfi að vera akkúrat eins og það er núna. Sjálfur sé ég ekki lausnina en ég sé vandamálin. Vandinn er margþættur, hann snýst um völdin sem augljóslega má sjá, hann snýst líka um stefnu og áherslur. Með því að stefna öllum undir einn hatt verður eitthvað útundan og sjónarmið ná ekki upp á yfirborðið. Með þessum hugleiðingum mínu er ekki hvatt til að kljúfa ASÍ eða kljúfa hreyfinguna heldur að leggja til að það verði farið í naflaskoðun. Skoða hvort að það sé hreyfingunni lífsnauðsýnlegt að halda úti valdatafli sem veldur beinlínis sundrungu. Það er þörf á því að ræða þessi mál vegna þess að þetta skiptir mál og það er líka þörf á því að tala um þessi mál með virðingu, virðingu fyrir skoðunum annara með sátt í huga. ASÍ var ætlað það hlutverk að sameina en þessa dagana virðist því vera þveröfugt farið. Höfundur er félagi í VR og varamaður í stjórn VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein ASÍ Stéttarfélög Mest lesið Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir Skoðun Bæjarstjórinn í Kópavogi hendir fyrir vagninn Gunnar Gylfason Skoðun Mannúðarkrísa af mannavöldum Ingólfur Gíslason Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal Skoðun Að vinda ofan af gullhúðun Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Bæjarstjórinn í Kópavogi hendir fyrir vagninn Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Ábyrg ferðamennska Hlynur Aðalsteinsson ,Josephine Lilian Roloff skrifar Skoðun Að vinda ofan af gullhúðun Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Hvað þýðir það að vera úr sömu sveit? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Mannúðarkrísa af mannavöldum Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Ég er kominn heim Askur Hrafn Hannesson skrifar Skoðun Þetta með tungumálin eru ekki bara orðin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skreytt með stolnum fjöðrum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Er garðurinn þinn alveg grænn? Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Fimm svikasögur úr raunveruleikanum Brynja María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Atlagan að almenna íbúðakerfinu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Umfang þjáningarinnar á Gasa langt umfram þau úrræði sem hjálparstofnanir hafa yfir að ráða Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ísrael – hundrað augu fyrir eitt auga Halldór Reynisson skrifar Skoðun Laxmenn Landsvirkjunar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder skrifar Sjá meira
Staðan innan Alþýðusambands íslands er mörgum hugleikin eftir að þingi ASÍ var frestað vegna þess að þingið var óstarfhæft. Á þinginu sjálfu og fyrstu dagana eftir þingið var mikið af tilfinningum og mörg orð látin falla sem bæta ekki ástandið. Þessar hugleiðingar mínar eru ekki settar fram til þess að dæma persónur eða leggja drög að frekari illindum. Heldur til þess að velta upp hugmyndum að breyttu fyrirkomulagi. Sjálfur hef ég verið þeirrar skoðunar að ASÍ skipti miklu máli og að verkalýðshreyfingin þurfi að hafa snertiflöt fyrir sameiginlegar áherslur og samvinnuvetvang. Eftir þetta þing sem má segja að sé hálfnað má sjá að félögin og samböndin sem mynda Alþýðusambandið rekast illa saman. Það má vel kenna einstaklingum um og það má líka benda á áherslumun. Sjálfur er ég félagi í VR svo að það komi fram. VR er langstærsta félagið innan ASÍ og er því töluverður munur á starfsemi VR heldur en er í minni félögum. Hagsmunir VR félaga eru hinsvegar þeir sömu og þeirra sem eru í minnstu einingunum í ASÍ. En einhverra hluta vegna finnst mörgum tilveru hreyfingarinnar ógnað þegar VR tekur til máls eða leggur fram mál. Svoleiðis hefur það verið um langa hríð og allt frá því að VR var innlimað í ASÍ. Nú er ég ekki að slá fram fullyrðingu sem ekki stenst heldur hefur VR á mörgum misserum verið hornreka innan ASÍ. Ekki ætla ég að fjalla um upphafið eða söguna, hana geta þeir kynnt sér sem vilja lesið sögu ASÍ. En að þessu sögðu leita á mann spurningar um skipulagið sem verkalýðshreyfingi hefur skapað sér. Og nú þarf ég að árétta að þetta er ekki skrifað neinum til höfuðs heldur til þess að reyna að greina vandann og spyrja hvort að hlutirnir þurfi að vera akkrúat eins og þeir eru. Er kannski ráð að breyta þessu fyrirkomulagi, minnka ASÍ eða leggja niður þennan strúktur sem virðist vera valdastrúktur þar sem menn eru tilbúnir til þess að leggja stein í götu samherja sinna bara út af valda taflinu einu saman? Getur verið að ASÍ sé að einhverju leiti þrándur í götu baráttunnar sem þarf að heyja? Mætti breyta þessu fyrirkomulagi þannig að ASÍ séu áfram þau regnhlífasamtök sem þau eru en að fella út valdastöðurnar sem verða oft bitbeinið. Það mætti reka ASÍ áfram sem miðpunkt upplýsinga, stuðningsnet og greiningarstöð fyrir hreyfinguna og halda reglulega þing um stefnur og strauma án þess að valdatafl um fólk og stóla sé viðhaldið. Í gegnum tíðina hafa félög og sambönd tekið höndum saman í kjaraviðræðum og þannig verður það áfram. Það verður engin breyting á því fyrirkomulagi hvernig samið er við atvinnurekendur. Í vetur munu flestir ef ekki allir kjarasamningar verða án aðkomu ASÍ, það hefur gerst áður og það á eftir að gerast aftur. Þá má spyrja hvers vegna allt þetta valdabrölt ef það skiptir svona litlu máli þegar kemur að stóra málinu sem eru kjaraviðræður. Öllum er ljóst að það þarf einhverskonar samvinnu og samræmdar aðgerðir á einhverjum tímapunkti en við hjótum að spyrja okkur hvort að þetta þurfi að vera akkúrat eins og það er núna. Sjálfur sé ég ekki lausnina en ég sé vandamálin. Vandinn er margþættur, hann snýst um völdin sem augljóslega má sjá, hann snýst líka um stefnu og áherslur. Með því að stefna öllum undir einn hatt verður eitthvað útundan og sjónarmið ná ekki upp á yfirborðið. Með þessum hugleiðingum mínu er ekki hvatt til að kljúfa ASÍ eða kljúfa hreyfinguna heldur að leggja til að það verði farið í naflaskoðun. Skoða hvort að það sé hreyfingunni lífsnauðsýnlegt að halda úti valdatafli sem veldur beinlínis sundrungu. Það er þörf á því að ræða þessi mál vegna þess að þetta skiptir mál og það er líka þörf á því að tala um þessi mál með virðingu, virðingu fyrir skoðunum annara með sátt í huga. ASÍ var ætlað það hlutverk að sameina en þessa dagana virðist því vera þveröfugt farið. Höfundur er félagi í VR og varamaður í stjórn VR.
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Umfang þjáningarinnar á Gasa langt umfram þau úrræði sem hjálparstofnanir hafa yfir að ráða Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder skrifar