Framtíð ASÍ Arnþór Sigurðsson skrifar 18. október 2022 12:31 Staðan innan Alþýðusambands íslands er mörgum hugleikin eftir að þingi ASÍ var frestað vegna þess að þingið var óstarfhæft. Á þinginu sjálfu og fyrstu dagana eftir þingið var mikið af tilfinningum og mörg orð látin falla sem bæta ekki ástandið. Þessar hugleiðingar mínar eru ekki settar fram til þess að dæma persónur eða leggja drög að frekari illindum. Heldur til þess að velta upp hugmyndum að breyttu fyrirkomulagi. Sjálfur hef ég verið þeirrar skoðunar að ASÍ skipti miklu máli og að verkalýðshreyfingin þurfi að hafa snertiflöt fyrir sameiginlegar áherslur og samvinnuvetvang. Eftir þetta þing sem má segja að sé hálfnað má sjá að félögin og samböndin sem mynda Alþýðusambandið rekast illa saman. Það má vel kenna einstaklingum um og það má líka benda á áherslumun. Sjálfur er ég félagi í VR svo að það komi fram. VR er langstærsta félagið innan ASÍ og er því töluverður munur á starfsemi VR heldur en er í minni félögum. Hagsmunir VR félaga eru hinsvegar þeir sömu og þeirra sem eru í minnstu einingunum í ASÍ. En einhverra hluta vegna finnst mörgum tilveru hreyfingarinnar ógnað þegar VR tekur til máls eða leggur fram mál. Svoleiðis hefur það verið um langa hríð og allt frá því að VR var innlimað í ASÍ. Nú er ég ekki að slá fram fullyrðingu sem ekki stenst heldur hefur VR á mörgum misserum verið hornreka innan ASÍ. Ekki ætla ég að fjalla um upphafið eða söguna, hana geta þeir kynnt sér sem vilja lesið sögu ASÍ. En að þessu sögðu leita á mann spurningar um skipulagið sem verkalýðshreyfingi hefur skapað sér. Og nú þarf ég að árétta að þetta er ekki skrifað neinum til höfuðs heldur til þess að reyna að greina vandann og spyrja hvort að hlutirnir þurfi að vera akkrúat eins og þeir eru. Er kannski ráð að breyta þessu fyrirkomulagi, minnka ASÍ eða leggja niður þennan strúktur sem virðist vera valdastrúktur þar sem menn eru tilbúnir til þess að leggja stein í götu samherja sinna bara út af valda taflinu einu saman? Getur verið að ASÍ sé að einhverju leiti þrándur í götu baráttunnar sem þarf að heyja? Mætti breyta þessu fyrirkomulagi þannig að ASÍ séu áfram þau regnhlífasamtök sem þau eru en að fella út valdastöðurnar sem verða oft bitbeinið. Það mætti reka ASÍ áfram sem miðpunkt upplýsinga, stuðningsnet og greiningarstöð fyrir hreyfinguna og halda reglulega þing um stefnur og strauma án þess að valdatafl um fólk og stóla sé viðhaldið. Í gegnum tíðina hafa félög og sambönd tekið höndum saman í kjaraviðræðum og þannig verður það áfram. Það verður engin breyting á því fyrirkomulagi hvernig samið er við atvinnurekendur. Í vetur munu flestir ef ekki allir kjarasamningar verða án aðkomu ASÍ, það hefur gerst áður og það á eftir að gerast aftur. Þá má spyrja hvers vegna allt þetta valdabrölt ef það skiptir svona litlu máli þegar kemur að stóra málinu sem eru kjaraviðræður. Öllum er ljóst að það þarf einhverskonar samvinnu og samræmdar aðgerðir á einhverjum tímapunkti en við hjótum að spyrja okkur hvort að þetta þurfi að vera akkúrat eins og það er núna. Sjálfur sé ég ekki lausnina en ég sé vandamálin. Vandinn er margþættur, hann snýst um völdin sem augljóslega má sjá, hann snýst líka um stefnu og áherslur. Með því að stefna öllum undir einn hatt verður eitthvað útundan og sjónarmið ná ekki upp á yfirborðið. Með þessum hugleiðingum mínu er ekki hvatt til að kljúfa ASÍ eða kljúfa hreyfinguna heldur að leggja til að það verði farið í naflaskoðun. Skoða hvort að það sé hreyfingunni lífsnauðsýnlegt að halda úti valdatafli sem veldur beinlínis sundrungu. Það er þörf á því að ræða þessi mál vegna þess að þetta skiptir mál og það er líka þörf á því að tala um þessi mál með virðingu, virðingu fyrir skoðunum annara með sátt í huga. ASÍ var ætlað það hlutverk að sameina en þessa dagana virðist því vera þveröfugt farið. Höfundur er félagi í VR og varamaður í stjórn VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein ASÍ Stéttarfélög Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Sjá meira
Staðan innan Alþýðusambands íslands er mörgum hugleikin eftir að þingi ASÍ var frestað vegna þess að þingið var óstarfhæft. Á þinginu sjálfu og fyrstu dagana eftir þingið var mikið af tilfinningum og mörg orð látin falla sem bæta ekki ástandið. Þessar hugleiðingar mínar eru ekki settar fram til þess að dæma persónur eða leggja drög að frekari illindum. Heldur til þess að velta upp hugmyndum að breyttu fyrirkomulagi. Sjálfur hef ég verið þeirrar skoðunar að ASÍ skipti miklu máli og að verkalýðshreyfingin þurfi að hafa snertiflöt fyrir sameiginlegar áherslur og samvinnuvetvang. Eftir þetta þing sem má segja að sé hálfnað má sjá að félögin og samböndin sem mynda Alþýðusambandið rekast illa saman. Það má vel kenna einstaklingum um og það má líka benda á áherslumun. Sjálfur er ég félagi í VR svo að það komi fram. VR er langstærsta félagið innan ASÍ og er því töluverður munur á starfsemi VR heldur en er í minni félögum. Hagsmunir VR félaga eru hinsvegar þeir sömu og þeirra sem eru í minnstu einingunum í ASÍ. En einhverra hluta vegna finnst mörgum tilveru hreyfingarinnar ógnað þegar VR tekur til máls eða leggur fram mál. Svoleiðis hefur það verið um langa hríð og allt frá því að VR var innlimað í ASÍ. Nú er ég ekki að slá fram fullyrðingu sem ekki stenst heldur hefur VR á mörgum misserum verið hornreka innan ASÍ. Ekki ætla ég að fjalla um upphafið eða söguna, hana geta þeir kynnt sér sem vilja lesið sögu ASÍ. En að þessu sögðu leita á mann spurningar um skipulagið sem verkalýðshreyfingi hefur skapað sér. Og nú þarf ég að árétta að þetta er ekki skrifað neinum til höfuðs heldur til þess að reyna að greina vandann og spyrja hvort að hlutirnir þurfi að vera akkrúat eins og þeir eru. Er kannski ráð að breyta þessu fyrirkomulagi, minnka ASÍ eða leggja niður þennan strúktur sem virðist vera valdastrúktur þar sem menn eru tilbúnir til þess að leggja stein í götu samherja sinna bara út af valda taflinu einu saman? Getur verið að ASÍ sé að einhverju leiti þrándur í götu baráttunnar sem þarf að heyja? Mætti breyta þessu fyrirkomulagi þannig að ASÍ séu áfram þau regnhlífasamtök sem þau eru en að fella út valdastöðurnar sem verða oft bitbeinið. Það mætti reka ASÍ áfram sem miðpunkt upplýsinga, stuðningsnet og greiningarstöð fyrir hreyfinguna og halda reglulega þing um stefnur og strauma án þess að valdatafl um fólk og stóla sé viðhaldið. Í gegnum tíðina hafa félög og sambönd tekið höndum saman í kjaraviðræðum og þannig verður það áfram. Það verður engin breyting á því fyrirkomulagi hvernig samið er við atvinnurekendur. Í vetur munu flestir ef ekki allir kjarasamningar verða án aðkomu ASÍ, það hefur gerst áður og það á eftir að gerast aftur. Þá má spyrja hvers vegna allt þetta valdabrölt ef það skiptir svona litlu máli þegar kemur að stóra málinu sem eru kjaraviðræður. Öllum er ljóst að það þarf einhverskonar samvinnu og samræmdar aðgerðir á einhverjum tímapunkti en við hjótum að spyrja okkur hvort að þetta þurfi að vera akkúrat eins og það er núna. Sjálfur sé ég ekki lausnina en ég sé vandamálin. Vandinn er margþættur, hann snýst um völdin sem augljóslega má sjá, hann snýst líka um stefnu og áherslur. Með því að stefna öllum undir einn hatt verður eitthvað útundan og sjónarmið ná ekki upp á yfirborðið. Með þessum hugleiðingum mínu er ekki hvatt til að kljúfa ASÍ eða kljúfa hreyfinguna heldur að leggja til að það verði farið í naflaskoðun. Skoða hvort að það sé hreyfingunni lífsnauðsýnlegt að halda úti valdatafli sem veldur beinlínis sundrungu. Það er þörf á því að ræða þessi mál vegna þess að þetta skiptir mál og það er líka þörf á því að tala um þessi mál með virðingu, virðingu fyrir skoðunum annara með sátt í huga. ASÍ var ætlað það hlutverk að sameina en þessa dagana virðist því vera þveröfugt farið. Höfundur er félagi í VR og varamaður í stjórn VR.
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar