Rekinn með tölvupósti: „Harkalegur kinnhestur“ Sindri Sverrisson skrifar 17. október 2022 14:30 Jonathan Glenn var að ljúka sínu fyrsta ári sem aðalþjálfari en ljóst er að hann heldur ekki áfram sem þjálfari ÍBV. VÍSIR/BÁRA „Þau gerðu þetta í gegnum tölvupóst fyrir 3-4 dögum,“ segir Jonathan Glenn sem þrátt fyrir frábæran árangur sem þjálfari kvennaliðs ÍBV í fótbolta í sumar hefur nú verið rekinn úr starfi. Glenn var ráðinn þjálfari fyrir tæpu ári síðan eftir að hafa áður verið leikmaður ÍBV. Eiginkona hans og leikmaður ÍBV til fjölda ára, Þórhildur Ólafsdóttir, lýsti því yfir í skrifum á Facebook um helgina að hún væri hætt að spila fyrir ÍBV vegna framkomu félagsins í garð Glenns og kvennaliðs ÍBV. ÍBV kom á óvart með því að ná í 29 stig í sumar, eftir að hafa alls staðar verið spáð fallbaráttu, og enda í 6. sæti, aðeins fjórum stigum frá bronsverðlaunasætinu í Bestu deildinni. „Eina skýringin sem manni dettur í hug“ Sá árangur dugði Glenn ekki til að halda starfinu en hann grunar að barátta hans fyrir bættum kjörum kvennaliðsins, að því er virðist ósköp eðlilegum kröfum í samanburði við aðbúnað karlaliðsins og önnur félög, hafi valdið ákvörðun stjórnarfólks knattspyrnudeildar ÍBV. „Það er eina skýringin sem manni dettur í hug. Að þau hafi litið beiðnir mínar og leikmanna, um hluti sem við teljum ósköp eðlilega, sem byrði. Þau sögðu bara að á þessum tímapunkti vildu þau leita annað. Það var eina ástæðan. Þetta kom öllum á óvart og var í raun áfall fyrir okkur hérna í fríinu. Við vorum byrjuð að gera plön fyrir næstu leiktíð,“ segir Glenn sem er staddur með fjölskyldu sinni á Tenerife. Hann tekur undir að árangur ÍBV í sumar hafi verið framar öllum væntingum: „Alveg hundrað prósent, miðað við stöðuna þegar ég tók við. Það fór gríðarlega mikil vinna í að byggja upp lið og ná þeim úrslitum sem við náðum. Þess vegna var það mikið áfall og harkalegur kinnhestur [e. massive slap in the face] að fá þessar fréttir. Í tölvupóstinum stóð bara að ef ég vildi ræða þetta eitthvað þá gætum við fundað þegar ég kæmi heim,“ segir Glenn. Þórhildur listaði upp ýmsa hluti sem upp á vantaði í umgjörðinni. Má þar nefna vandamál varðandi ráðningu aðstoðarþjálfara, sjúkra- og styrktarþjálfara, búningamál, matarmál og ferðalög í leiki. Þá hafi félagið ekki viljað sækja liðsstyrk þegar leið á sumarið, þó að ágætur möguleiki væri á Evrópusæti, og svona mætti áfram telja. Skrif hennar hafa vakið mikla athygli. Þessi grein @DanelGeirMoritz eru þið stolt af þessu? Gerið betur. https://t.co/ztxySEjEnw— Glódís Perla Viggósdóttir (@glodisperla) October 15, 2022 Glenn segist allt þetta ár hafa barist fyrir bættum aðbúnaði síns lið og að stjórn ÍBV hljóti einfaldlega að hafa látið hann fara vegna þess að hann hafi reynst svo „erfiður“ með kröfum sínum: „Það eina sem okkur dettur í hug er að fyrir fáeinum vikum lögðum við fram þau atriði sem við töldum þurfa að laga til að við gætum haldið áfram að byggja upp liðið. Flest af því tengdist þeim atriðum sem Þórhildur taldi upp í sinni færslu – hlutir sem við teljum eðlilega,“ segir Glenn. Eyjakonur átu góðu gengi að fagna í sumar og stóðu sig mun betur en spár gerðu ráð fyrir.VÍSIR/BÁRA Vandræði sem að karlaliðið þurfti ekki að glíma við „Við vorum bara að biðja um eitthvað sem leikmenn reikna með í meistaraflokki. Ekkert af því var að okkar mati óraunhæft en allt þetta ár höfum við þurft að standa í svona stappi til að fá það sem við teljum okkur eiga rétt á. Ósköp eðlilega hluti, hvort sem það tengist matarmálum, ferðalögum, búningamálum eða bara því að stjórnarfólk sýni liðinu áhuga Það var öllu fögru lofað þegar ég skrifaði undir. Ég átti að fá aðstoðarþjálfara og þetta og hitt, og markið var sett hátt varðandi liðið, en þetta var bara marklaust tal,“ segir Glenn. Hann bendir á að hjá karlaliði ÍBV, sem Glenn spilaði með í samtals fjögur ár, hafi verið allt annað uppi á teningnum: „Öll þessi vandræði sem við glímdum við eru eitthvað sem að karlaliðið þurfti ekkert að glíma við. Maður myndi sýna þessu meiri skilning ef að bæði lið þyrftu að glíma við vandamálin.“ Segir leikmenn einnig í öngum sínum Þrátt fyrir öll vandamálin hafði Glenn mikinn áhuga á að halda áfram að stýra ÍBV og ná enn lengra með liðinu: „Við þurftum að leggja svo mikið á okkur og það er kraftaverk hve langt við náðum miðað við öll þessi vandamál. Stelpurnar eiga risahrós skilið. Liðið náði sérstaklega vel saman og barðist frábærlega fyrir hverju stigi, og þær fóru vel eftir því sem ég lagði upp. Þetta er því líka mikið áfall fyrir þær og margar þeirra hafa haft samband við mig og lýst yfir vonbrigðum sínum. Einhverjar þeirra segjast ekki ætla að spila aftur fyrir liðið. Þær eru alveg eyðilagðar yfir þessu eins og ég,“ segir Glenn. Þau Þórhildur íhuga nú næsta skref en Þórhildur hefur hug á að spila áfram fótbolta þó ljóst sé að það verði ekki með ÍBV, og Glenn ætti að hafa vakið athygli með árangrinum í sumar á sínu fyrsta ári sem aðalþjálfari: „Síðastliðinn sólarhring hafa tvö félög haft samband við mig og við sjáum bara til hvað er í boði. Ég er alla vega svakalega áhugasamur um að halda áfram að þjálfa og hjálpa áfram til við að lyfta knattspyrnu kvenna á hærri stall.“ ÍBV Besta deild kvenna Fótbolti Vestmannaeyjar Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Fleiri fréttir Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
Glenn var ráðinn þjálfari fyrir tæpu ári síðan eftir að hafa áður verið leikmaður ÍBV. Eiginkona hans og leikmaður ÍBV til fjölda ára, Þórhildur Ólafsdóttir, lýsti því yfir í skrifum á Facebook um helgina að hún væri hætt að spila fyrir ÍBV vegna framkomu félagsins í garð Glenns og kvennaliðs ÍBV. ÍBV kom á óvart með því að ná í 29 stig í sumar, eftir að hafa alls staðar verið spáð fallbaráttu, og enda í 6. sæti, aðeins fjórum stigum frá bronsverðlaunasætinu í Bestu deildinni. „Eina skýringin sem manni dettur í hug“ Sá árangur dugði Glenn ekki til að halda starfinu en hann grunar að barátta hans fyrir bættum kjörum kvennaliðsins, að því er virðist ósköp eðlilegum kröfum í samanburði við aðbúnað karlaliðsins og önnur félög, hafi valdið ákvörðun stjórnarfólks knattspyrnudeildar ÍBV. „Það er eina skýringin sem manni dettur í hug. Að þau hafi litið beiðnir mínar og leikmanna, um hluti sem við teljum ósköp eðlilega, sem byrði. Þau sögðu bara að á þessum tímapunkti vildu þau leita annað. Það var eina ástæðan. Þetta kom öllum á óvart og var í raun áfall fyrir okkur hérna í fríinu. Við vorum byrjuð að gera plön fyrir næstu leiktíð,“ segir Glenn sem er staddur með fjölskyldu sinni á Tenerife. Hann tekur undir að árangur ÍBV í sumar hafi verið framar öllum væntingum: „Alveg hundrað prósent, miðað við stöðuna þegar ég tók við. Það fór gríðarlega mikil vinna í að byggja upp lið og ná þeim úrslitum sem við náðum. Þess vegna var það mikið áfall og harkalegur kinnhestur [e. massive slap in the face] að fá þessar fréttir. Í tölvupóstinum stóð bara að ef ég vildi ræða þetta eitthvað þá gætum við fundað þegar ég kæmi heim,“ segir Glenn. Þórhildur listaði upp ýmsa hluti sem upp á vantaði í umgjörðinni. Má þar nefna vandamál varðandi ráðningu aðstoðarþjálfara, sjúkra- og styrktarþjálfara, búningamál, matarmál og ferðalög í leiki. Þá hafi félagið ekki viljað sækja liðsstyrk þegar leið á sumarið, þó að ágætur möguleiki væri á Evrópusæti, og svona mætti áfram telja. Skrif hennar hafa vakið mikla athygli. Þessi grein @DanelGeirMoritz eru þið stolt af þessu? Gerið betur. https://t.co/ztxySEjEnw— Glódís Perla Viggósdóttir (@glodisperla) October 15, 2022 Glenn segist allt þetta ár hafa barist fyrir bættum aðbúnaði síns lið og að stjórn ÍBV hljóti einfaldlega að hafa látið hann fara vegna þess að hann hafi reynst svo „erfiður“ með kröfum sínum: „Það eina sem okkur dettur í hug er að fyrir fáeinum vikum lögðum við fram þau atriði sem við töldum þurfa að laga til að við gætum haldið áfram að byggja upp liðið. Flest af því tengdist þeim atriðum sem Þórhildur taldi upp í sinni færslu – hlutir sem við teljum eðlilega,“ segir Glenn. Eyjakonur átu góðu gengi að fagna í sumar og stóðu sig mun betur en spár gerðu ráð fyrir.VÍSIR/BÁRA Vandræði sem að karlaliðið þurfti ekki að glíma við „Við vorum bara að biðja um eitthvað sem leikmenn reikna með í meistaraflokki. Ekkert af því var að okkar mati óraunhæft en allt þetta ár höfum við þurft að standa í svona stappi til að fá það sem við teljum okkur eiga rétt á. Ósköp eðlilega hluti, hvort sem það tengist matarmálum, ferðalögum, búningamálum eða bara því að stjórnarfólk sýni liðinu áhuga Það var öllu fögru lofað þegar ég skrifaði undir. Ég átti að fá aðstoðarþjálfara og þetta og hitt, og markið var sett hátt varðandi liðið, en þetta var bara marklaust tal,“ segir Glenn. Hann bendir á að hjá karlaliði ÍBV, sem Glenn spilaði með í samtals fjögur ár, hafi verið allt annað uppi á teningnum: „Öll þessi vandræði sem við glímdum við eru eitthvað sem að karlaliðið þurfti ekkert að glíma við. Maður myndi sýna þessu meiri skilning ef að bæði lið þyrftu að glíma við vandamálin.“ Segir leikmenn einnig í öngum sínum Þrátt fyrir öll vandamálin hafði Glenn mikinn áhuga á að halda áfram að stýra ÍBV og ná enn lengra með liðinu: „Við þurftum að leggja svo mikið á okkur og það er kraftaverk hve langt við náðum miðað við öll þessi vandamál. Stelpurnar eiga risahrós skilið. Liðið náði sérstaklega vel saman og barðist frábærlega fyrir hverju stigi, og þær fóru vel eftir því sem ég lagði upp. Þetta er því líka mikið áfall fyrir þær og margar þeirra hafa haft samband við mig og lýst yfir vonbrigðum sínum. Einhverjar þeirra segjast ekki ætla að spila aftur fyrir liðið. Þær eru alveg eyðilagðar yfir þessu eins og ég,“ segir Glenn. Þau Þórhildur íhuga nú næsta skref en Þórhildur hefur hug á að spila áfram fótbolta þó ljóst sé að það verði ekki með ÍBV, og Glenn ætti að hafa vakið athygli með árangrinum í sumar á sínu fyrsta ári sem aðalþjálfari: „Síðastliðinn sólarhring hafa tvö félög haft samband við mig og við sjáum bara til hvað er í boði. Ég er alla vega svakalega áhugasamur um að halda áfram að þjálfa og hjálpa áfram til við að lyfta knattspyrnu kvenna á hærri stall.“
ÍBV Besta deild kvenna Fótbolti Vestmannaeyjar Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Fleiri fréttir Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó