Liðin áttu að mætast á Höfn í Hornafirði í kvöld en þar sem að heimamenn ákváðu að gefa leikinn fær ÍR 20-0 sigur.
Það er jafnframt ljóst hvaða liði ÍR-ingar mæta í 16-liða úrslitunum því þar bíður Stjarnan sem vann útisigur gegn 1. deildarliði Þórs á Akureyri í gær, 115-74. Stjarnan verður á heimavelli í leiknum við ÍR.
Í gær komust einnig áfram lið Hattar og KR. Höttur vann góðan sigur gegn Þór Þorlákshöfn og KR hafði betur gegn B-liði KR, 95-67. KR mætir liði Hamars í 16-liða úrslitunum en Höttur á fyrir höndum leik við sigurliðið úr einvígi ÍA og Selfoss.
Í kvöld lýkur 32-liða úrslitunum með sex leikjum sem allir hefjast klukkan 19.15:
Álftanes - Keflavík
ÍA - Selfoss
Tindastóll - Haukar
Njarðvík - Þróttur V.
Valur - Breiðablik