Margrét Friðriks krefst 29 milljóna vegna brottvísunarinnar Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 16. október 2022 12:03 Margrét Friðriksdóttir var á leið til Þýskalands og þaðan til Moskvu þegar henni var vísað úr flugvél Icelandair. VÍSIR/VILHELM/AÐSEND Margrét Friðriksdóttir, ritstjóri vefsins Frettin.is, krefst rúmlega 29 milljóna króna vegna brottvísunar úr flugvél Icelandair í septembermánuði. Hún krefst meðal annars bóta vegna aukins launakostnaðar í 7 daga, samtals 150 þúsund krónur á dag. Vísir greindi frá því í september að Margrét hefði verið á leiðinni til Rússlands í boðsferð þegar lögregla var kölluð til eftir að henni var tilkynnt að handfarangur hennar þyrfti að fara niður í farangursrými vegna plássleysis. Sjálf sagðist Margrét hafa verið mjög ósátt en henni var sömuleiðis tilkynnt að hún þyrfti að vera með grímu. Eftir nokkrar deilur milli starfsfólks og Margrétar var ákveðið að hún fengi ekki að fljúga með vélinni en hún ákvað þá að ganga inn í flugstjórnarklefann og ræða við flugmanninn. Talsmaður Icelandair sagði þá í samtali við fréttastofu að starfsfólk hefði ekki átt annarra kosta völ en að fylgja henni frá borði. Uppfært kl. 13.49: Margrét kveðst ekki hafa gengið inn í flugstjórnarklefann, heldur hafi hann verið opinn og því „auðvelt fyrir hana að ræða við flugstjórann.“ „Ég stóð við útganginn fyrir miðju þar sem ég var að bíða eftir lögreglunni. Ég setti upp grímuna en komst svo að því að flugfreyjurnar hafi sagt ósatt um að ekki væri pláss fyrir handfarandurstöskuna mína sem uppfyllir öll skilyrði sem slík ég reyndi bara að standa á mínum rétti og augljóst að flugfélagið er brotlegt þarna,“ segir hún mjög ósátt. Margrét hefur nú sent bótakröfu til Icelandair með fulltingi lögmannsstofunnar Griffon. Það er lögmaðurinn Arnar Þór Jónsson sem aðstoðar hana við málið. Frá þessu greinir hún á vefnum Frettin.is og birtir bótakröfuna í heild sinni. Hún krefst 29.168.000 króna sem sundurliðast svona: Vegna farmiða: 550.000 kr. Vegna aukins launakostnaðar: 7 dagar x kr. 150.000 = 1.050.000 kr. Vegna útlagðs hótelkostnaðar: 1.080.000 kr. (6 nætur x 180.000 kr.) Vegna eyðilagðrar heimildarmyndar: 20.000.000 kr. Vegna leigubifreiðar frá flugvelli: 18.000 kr. Beint vinnutap: 1.050.000 kr. Þegar áfallinn kostnaður vegna lögfræðiaðstoðar: 420.000 kr. Vegna ólögmætrar ærumeingerðar og grímuskipunar: 3.000.000 kr. Vegna þjáninga og þá einkum áfallastreitu og lækniskostnaðar: 2.000.000 kr. Icelandair Fréttir af flugi Lögreglumál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Mikið þurfi að koma til svo farþegum sé vísað úr vélinni Ríka ástæðu þarf til að farþega sé vísað úr vélum Icelandair. Þetta segir talsmaður félagsins um atvik þar sem farþega var vísað úr vél í gær eftir að hafa lent í ágreiningi við áhöfn um grímuskyldu og handfarangur. 24. september 2022 13:35 Segir atvikið aðför að blaðamönnum Margréti Friðriksdóttur, ritstjóra miðilsins Fréttin.is var vísað úr flugvél Icelandair í dag sem átti að fara til Munchen en Margrét ætlaði sér til Rússlands í vinnuferð. Hún segist niðurlægð eftir atvik dagsins, Icelandair hafi brotið á hennar réttindum og hún sé tilbúin til þess að fara með málið fyrir dómstóla. 23. september 2022 21:06 Margréti Friðriks vísað úr flugvél Icelandair Margrét Friðriksdóttir, sem er ritstjóri vefsins Frettin.is, var á leið til Rússlands í morgun en var vísað úr flugvélinni, er strandaglópur á Íslandi og getur því ekki fjallað af eigin raun um ástandið á herteknu svæðunum í Úkraínu. 23. september 2022 15:33 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Sjá meira
Vísir greindi frá því í september að Margrét hefði verið á leiðinni til Rússlands í boðsferð þegar lögregla var kölluð til eftir að henni var tilkynnt að handfarangur hennar þyrfti að fara niður í farangursrými vegna plássleysis. Sjálf sagðist Margrét hafa verið mjög ósátt en henni var sömuleiðis tilkynnt að hún þyrfti að vera með grímu. Eftir nokkrar deilur milli starfsfólks og Margrétar var ákveðið að hún fengi ekki að fljúga með vélinni en hún ákvað þá að ganga inn í flugstjórnarklefann og ræða við flugmanninn. Talsmaður Icelandair sagði þá í samtali við fréttastofu að starfsfólk hefði ekki átt annarra kosta völ en að fylgja henni frá borði. Uppfært kl. 13.49: Margrét kveðst ekki hafa gengið inn í flugstjórnarklefann, heldur hafi hann verið opinn og því „auðvelt fyrir hana að ræða við flugstjórann.“ „Ég stóð við útganginn fyrir miðju þar sem ég var að bíða eftir lögreglunni. Ég setti upp grímuna en komst svo að því að flugfreyjurnar hafi sagt ósatt um að ekki væri pláss fyrir handfarandurstöskuna mína sem uppfyllir öll skilyrði sem slík ég reyndi bara að standa á mínum rétti og augljóst að flugfélagið er brotlegt þarna,“ segir hún mjög ósátt. Margrét hefur nú sent bótakröfu til Icelandair með fulltingi lögmannsstofunnar Griffon. Það er lögmaðurinn Arnar Þór Jónsson sem aðstoðar hana við málið. Frá þessu greinir hún á vefnum Frettin.is og birtir bótakröfuna í heild sinni. Hún krefst 29.168.000 króna sem sundurliðast svona: Vegna farmiða: 550.000 kr. Vegna aukins launakostnaðar: 7 dagar x kr. 150.000 = 1.050.000 kr. Vegna útlagðs hótelkostnaðar: 1.080.000 kr. (6 nætur x 180.000 kr.) Vegna eyðilagðrar heimildarmyndar: 20.000.000 kr. Vegna leigubifreiðar frá flugvelli: 18.000 kr. Beint vinnutap: 1.050.000 kr. Þegar áfallinn kostnaður vegna lögfræðiaðstoðar: 420.000 kr. Vegna ólögmætrar ærumeingerðar og grímuskipunar: 3.000.000 kr. Vegna þjáninga og þá einkum áfallastreitu og lækniskostnaðar: 2.000.000 kr.
Icelandair Fréttir af flugi Lögreglumál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Mikið þurfi að koma til svo farþegum sé vísað úr vélinni Ríka ástæðu þarf til að farþega sé vísað úr vélum Icelandair. Þetta segir talsmaður félagsins um atvik þar sem farþega var vísað úr vél í gær eftir að hafa lent í ágreiningi við áhöfn um grímuskyldu og handfarangur. 24. september 2022 13:35 Segir atvikið aðför að blaðamönnum Margréti Friðriksdóttur, ritstjóra miðilsins Fréttin.is var vísað úr flugvél Icelandair í dag sem átti að fara til Munchen en Margrét ætlaði sér til Rússlands í vinnuferð. Hún segist niðurlægð eftir atvik dagsins, Icelandair hafi brotið á hennar réttindum og hún sé tilbúin til þess að fara með málið fyrir dómstóla. 23. september 2022 21:06 Margréti Friðriks vísað úr flugvél Icelandair Margrét Friðriksdóttir, sem er ritstjóri vefsins Frettin.is, var á leið til Rússlands í morgun en var vísað úr flugvélinni, er strandaglópur á Íslandi og getur því ekki fjallað af eigin raun um ástandið á herteknu svæðunum í Úkraínu. 23. september 2022 15:33 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Sjá meira
Mikið þurfi að koma til svo farþegum sé vísað úr vélinni Ríka ástæðu þarf til að farþega sé vísað úr vélum Icelandair. Þetta segir talsmaður félagsins um atvik þar sem farþega var vísað úr vél í gær eftir að hafa lent í ágreiningi við áhöfn um grímuskyldu og handfarangur. 24. september 2022 13:35
Segir atvikið aðför að blaðamönnum Margréti Friðriksdóttur, ritstjóra miðilsins Fréttin.is var vísað úr flugvél Icelandair í dag sem átti að fara til Munchen en Margrét ætlaði sér til Rússlands í vinnuferð. Hún segist niðurlægð eftir atvik dagsins, Icelandair hafi brotið á hennar réttindum og hún sé tilbúin til þess að fara með málið fyrir dómstóla. 23. september 2022 21:06
Margréti Friðriks vísað úr flugvél Icelandair Margrét Friðriksdóttir, sem er ritstjóri vefsins Frettin.is, var á leið til Rússlands í morgun en var vísað úr flugvélinni, er strandaglópur á Íslandi og getur því ekki fjallað af eigin raun um ástandið á herteknu svæðunum í Úkraínu. 23. september 2022 15:33