Börn og konur séu illa stödd á mótmælum í Íran Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 15. október 2022 16:40 Amini var einungis 22 ára þegar hún lést í haldi siðgæðislögreglu. EPA/Abedin Taherkenareh Mótmæli hafa geisað í Íran í um það bil mánuð vegna dauða ungu konunnar, Mahsa Amini en hún lést í haldi írönsku siðgæðislögreglunnar. Ný skýrsla Amnesty International er sögð varpa ljósi á dauðsföll barna á meðan mótmælunum hefur staðið. Mannréttindasamtökin saki öryggissveitir um að hafa beitt sér sérstaklega gegn ungu fólki. Þá eru öryggissveitir sagðar beita mótmælendur og þá sérstaklega konur, mikilli hörku. Mótmælin hófust eftir að Amini lést í haldi siðgæðislögreglu Íran en hún er sögð ekki hafa borið höfuðklút sinn á viðeigandi máta. Hún var 22 ára. Í kjölfarið brutust út mikil mótmæli í Íran. Nú eru mannréttindasamtökin Amnesty International sögð hafa birt skýrslu sem varpi ljósi á dauðsföll barna á meðan átökunum hefur staðið eða öllu heldur hluta átakanna. Þessu greinir CNN frá. Í það minnsta 23 börn allt frá ellefu ára aldri hafi verið myrt af öryggissveitum í Íran síðustu tíu daga septembermánaðar. Tuttugu drengir eru taldir innan þessa hóps og þrjár stúlkur, öll undir átján ára aldri. Nærri helmingur barnanna hafi verið drepin þann 30. september síðastliðinn en daginn segja samtökin þann banvænasta síðan yfirvöld hófu aðgerðir gegn mótmælendum. „Byrjunin á endalokunum“ Samtökin segi yfirvöld og öryggissveitir í Íran beita sér með þessum hætti til þess að koma í veg fyrir mótspyrnu ungs fólks og halda valdayfirráðum sínum. Meðlimur öryggissveitar er einnig sagður hafa beitt kvenkyns mótmælanda kynferðisofbeldi í Tehran og hafi verknaðurinn náðst á myndband. Samkvæmt Guardian megi sjá lögreglu halda konunni með afli, umkringja og virðast grípa í hana á óviðeigandi máta með þeim afleiðingum að hún dettur í jörðina. Málið er sagt í rannsókn en greint er frá því að mótmælendur hafi upplifað og séð slíka hegðun frá lögreglu á svæðinu áður, konur sem mótmæli séu beittar ofbeldi. Einnig sé kallað að þeim að þær séu hórur ásamt öðru. Stjórnvöld Í Íran hafa lokað fyrir aðgengi íbúa að helstu samfélagsmiðlum en á samskiptaforritinu WhatsApp hafi mótmælendur kallað til fjöldamótmæla, yfirskrift þeirra sé „Byrjunin á endalokunum.“ Íran Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir „Held að íbúar í Íran séu komnir með meira en nóg af ríkisstjórninni“ Umfangsmikil mótmæli hafa átt sér stað í Íran undanfarna daga eftir að ung kúrdísk kona dó í haldi lögreglu. Hún hafði verið handtekin fyrir að vera ekki klædd samkvæmt ströngum reglum klerkastjórnar Írans og dó í síðustu viku. 21. september 2022 23:03 Saka Bandaríkin um að reyna að veikja Íran í skugga mótmæla Yfirvöld í Íran hafa sakað bandarísk stjórnvöld um að nýta sér mótmælin sem nú standa yfir vegna dauða ungrar konu til að veikja Íran og segjast munu bregðast við. Ekkert lát er á mótmælunum sem hófust um þar síðustu helgi en á fimmta tug hafa látist samkvæmt opinberum tölum. 26. september 2022 12:36 Tugir látnir og hundruð handtekin í mótmælunum Rúmlega 450 mótmælendur hafa verið handteknir í fjölmennum mótmælum í norðurhluta Íran. 41 hafa látið lífið og mannréttindasamtök segja að fjögur börn séu meðal látinna. 26. september 2022 19:45 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fleiri fréttir Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Sjá meira
Mótmælin hófust eftir að Amini lést í haldi siðgæðislögreglu Íran en hún er sögð ekki hafa borið höfuðklút sinn á viðeigandi máta. Hún var 22 ára. Í kjölfarið brutust út mikil mótmæli í Íran. Nú eru mannréttindasamtökin Amnesty International sögð hafa birt skýrslu sem varpi ljósi á dauðsföll barna á meðan átökunum hefur staðið eða öllu heldur hluta átakanna. Þessu greinir CNN frá. Í það minnsta 23 börn allt frá ellefu ára aldri hafi verið myrt af öryggissveitum í Íran síðustu tíu daga septembermánaðar. Tuttugu drengir eru taldir innan þessa hóps og þrjár stúlkur, öll undir átján ára aldri. Nærri helmingur barnanna hafi verið drepin þann 30. september síðastliðinn en daginn segja samtökin þann banvænasta síðan yfirvöld hófu aðgerðir gegn mótmælendum. „Byrjunin á endalokunum“ Samtökin segi yfirvöld og öryggissveitir í Íran beita sér með þessum hætti til þess að koma í veg fyrir mótspyrnu ungs fólks og halda valdayfirráðum sínum. Meðlimur öryggissveitar er einnig sagður hafa beitt kvenkyns mótmælanda kynferðisofbeldi í Tehran og hafi verknaðurinn náðst á myndband. Samkvæmt Guardian megi sjá lögreglu halda konunni með afli, umkringja og virðast grípa í hana á óviðeigandi máta með þeim afleiðingum að hún dettur í jörðina. Málið er sagt í rannsókn en greint er frá því að mótmælendur hafi upplifað og séð slíka hegðun frá lögreglu á svæðinu áður, konur sem mótmæli séu beittar ofbeldi. Einnig sé kallað að þeim að þær séu hórur ásamt öðru. Stjórnvöld Í Íran hafa lokað fyrir aðgengi íbúa að helstu samfélagsmiðlum en á samskiptaforritinu WhatsApp hafi mótmælendur kallað til fjöldamótmæla, yfirskrift þeirra sé „Byrjunin á endalokunum.“
Íran Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir „Held að íbúar í Íran séu komnir með meira en nóg af ríkisstjórninni“ Umfangsmikil mótmæli hafa átt sér stað í Íran undanfarna daga eftir að ung kúrdísk kona dó í haldi lögreglu. Hún hafði verið handtekin fyrir að vera ekki klædd samkvæmt ströngum reglum klerkastjórnar Írans og dó í síðustu viku. 21. september 2022 23:03 Saka Bandaríkin um að reyna að veikja Íran í skugga mótmæla Yfirvöld í Íran hafa sakað bandarísk stjórnvöld um að nýta sér mótmælin sem nú standa yfir vegna dauða ungrar konu til að veikja Íran og segjast munu bregðast við. Ekkert lát er á mótmælunum sem hófust um þar síðustu helgi en á fimmta tug hafa látist samkvæmt opinberum tölum. 26. september 2022 12:36 Tugir látnir og hundruð handtekin í mótmælunum Rúmlega 450 mótmælendur hafa verið handteknir í fjölmennum mótmælum í norðurhluta Íran. 41 hafa látið lífið og mannréttindasamtök segja að fjögur börn séu meðal látinna. 26. september 2022 19:45 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fleiri fréttir Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Sjá meira
„Held að íbúar í Íran séu komnir með meira en nóg af ríkisstjórninni“ Umfangsmikil mótmæli hafa átt sér stað í Íran undanfarna daga eftir að ung kúrdísk kona dó í haldi lögreglu. Hún hafði verið handtekin fyrir að vera ekki klædd samkvæmt ströngum reglum klerkastjórnar Írans og dó í síðustu viku. 21. september 2022 23:03
Saka Bandaríkin um að reyna að veikja Íran í skugga mótmæla Yfirvöld í Íran hafa sakað bandarísk stjórnvöld um að nýta sér mótmælin sem nú standa yfir vegna dauða ungrar konu til að veikja Íran og segjast munu bregðast við. Ekkert lát er á mótmælunum sem hófust um þar síðustu helgi en á fimmta tug hafa látist samkvæmt opinberum tölum. 26. september 2022 12:36
Tugir látnir og hundruð handtekin í mótmælunum Rúmlega 450 mótmælendur hafa verið handteknir í fjölmennum mótmælum í norðurhluta Íran. 41 hafa látið lífið og mannréttindasamtök segja að fjögur börn séu meðal látinna. 26. september 2022 19:45